Börn og menning - 2024, Side 34

Börn og menning - 2024, Side 34
32 b&m ólgandi fjör, FÍASÓL Í BORGARLEIKHÚSINU SAMSTAÐA OG SAMKENND Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir Leikgerð: Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir Leikstjórn: Þórunn Arna Kristjánsdóttir Tónlist og söngtextar: Bragi Valdimar Skúlason Danshöfundur: Valgerður Rúnarsdóttir Tónlistarstjórn: Karl Olgeirsson Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Bækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur um Fíu- sól hafa aflað höfundi sínum ýmissa verðlauna og viðurkenninga og ættu að vera flestum íslenskum börnum kunnar. Síðastliðið haust var frumsýnd í Borgarleikhúsinu ný leikgerð upp úr bókunum eftir þær Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Þórunni Örnu Kristjánsdóttur, sem einnig leikstýrir. Sýn- ingin hefur verið vel sótt og hefur eflaust aukið enn á vinsældir Fíusólar. Fíasól kom fyrst inn á heimili íslenskra lesenda í bókinni Fíasól í fínum málum, sem Mál og menning gaf út 2004. Fíasól í Hosiló og Fíasól á flandri fylgdu á eftir 2005 og 2006 og Fíasól er flottust kom svo út 2008. Fimmta og síðasta kaflabókin um Fíusól, sem sýningin í Borgarleikhúsinu dregur nafn sitt af, nefnist Fíasól gefst aldrei upp og kom út árið 2018. Auk kaflabókanna hafa komið út myndabók og ein bók í bundnu máli sem segir frá fjölskyldu Fíusólar í aðdragandanum að fæðingu hennar. Myndlýsing og kápumyndir Fíusólarbókanna hafa frá upphafi verið í höndum Halldórs Baldurssonar. Erla Elíasdóttir Völudóttir LEIKHÚSRÝNI FÍASÓL GEFST ALDREI UPP

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.