Börn og menning - 2024, Page 35
33
b&m
Frá tækjaleysi til skjáleysis
Líkt og Þorgerður E. Sigurðardóttir bendir á í öðru
tölublaði Barna og menningar árið 2009 minna kafl-
arnir í þeim Fíusólarbókum sem þá voru útkomnar
fremur á stuttar sögur en samhangandi kafla með
línulegri framvindu, þannig að frekar megi segja „að
um sagnasöfn sé að ræða en skáldsögur í eiginlegum
skilningi“. (13) Í Fíasól gefst aldrei upp (2018) er þó
greinilegri söguþráður til staðar og efni þeirrar bókar
er líka fyrirferðarmest í leikgerðinni þó að fanga hafi
verið leitað í flestum kaflabókunum.
Sagan af tækjalausa deginum fær líka tiltölulega
mikið pláss, en sú saga birtist í Fíasól er flottust árið
2008. Þar fær Fíasól þá hugmynd að halda tækja-
lausan dag með það að markmiði að nota enga bíla
eða rafknúin heimilistæki, svo sem hárþurrkur,
tölvur, sjónvörp eða síma. Síðan bókin kom út hefur
sú breyting orðið á daglegu lífi okkar að snjalltæki
eru orðin almenningseign, sem gerir þessa senu enn
áhrifameiri og ljær henni beina skírskotun í daglegt
líf barna og ungmenna samtímans þar sem umræða
um snjalltæki, skjátíma og skjáfíkn er viðvarandi. Í
sýningunni nær tækjalausi dagurinn hámarki sínu í
fjörugri senu þar sem allt heimilisfókið nema Fíasól
hefur gleymt sér við að nota eitthvert hávært tæki.
Maríanna og Þórunn hafa valið úr ýmsa bitastæða
söguþræði, fléttað þá saman í lifandi heild og kom-
ast að mestu leyti vel frá því verkefni. Auk tækjalausa
dagsins spanna umfjöllunarefnin allt frá misheppn-
uðu stærðfræðiprófi að sjálfum dauðanum svo að úr
verða lifandi og tilfinningaríkar senur, sumar með
alvarlegum undirtónum en margar fullar af dansi
og söng og standa tónlist og textar Braga Valdimars
Óttar Kjerulf Þorvarðarson og Hildur Kristín Kristjánsdóttir í hlutverkum Ingólfs Gauks og Fíusólar.
Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir.