Börn og menning - 2024, Blaðsíða 36

Börn og menning - 2024, Blaðsíða 36
34 b&m Skúlasonar vel fyrir sínu. Stundum fann maður dá- lítið fyrir því að stokkið væri úr einu þema í annað, en heildarmyndin stendur sterk þrátt fyrir það. Frábær barnahópur og leikhústöfrar Ef kaflabækurnar um Fíusól eru skoðaðar með til- liti til persónusköpunar má segja að söguhetjan sé mörkuð skýrum dráttum allt frá upphafi og mamma hennar sömuleiðis, enda vinnur hún heima í tölv- unni og er því mikið til staðar inni á heimilinu. Pabbi Fíusólar, besti vinurinn Ingólfur Gaukur og eldri systurnar Bidda og Pippa eru dálítið óræð í byrjun bókaflokksins en verða smám saman mótaðri þegar á líður. Mamma Fíusólar er þó alltaf sá fjöl- skyldumeðlimur sem hefur hvað skýrasta nærveru í bókunum og þetta endurspeglast að einhverju leyti í leikgerðinni, þar sem Birna Pétursdóttir stendur sig vel í hlutverki móðurinnar. Sýningin í Borgarleikhúsinu er ekki sú fyrsta um þessa sögupersónu. Árið 2010 var leiksýning að nafni Fíasól frumsýnd í Þjóðleikhúsinu og þegar litið er á myndefni úr þeirri sýningu sést að bæði Fía sól og Ingólfur Gaukur voru leikin af fullorðnum leikurum. Það hefur verið nokkuð algengt gegnum tíðina að sjá fullorðið fólk í hlutverkum barna, enda hafa börn ekki möguleika á að helga sig leiklistinni á sama hátt og fullorðnir atvinnuleikarar. Í sýning- unni í Borgarleikhúsinu eru börn í aðalhlutverki og álaginu er dreift á tvo barnahópa. Frá uppsetningu Fíusólar í Þjóðleikhúsinu hefur sú þróun einnig átt sér stað í íslensku leikhúslífi að leiklistarskóli Borgar- leikhússins var stofnaður árið 2016. Hefur sú starf- Fjölskyldan í Grænalundi. Hér fer Viktoría Dalitso Þráinsdóttir með hlutverk Fíusólar. Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.