Börn og menning - 2024, Page 37

Börn og menning - 2024, Page 37
35 b&m semi vafalaust skilað sér í auknum fjölda barna með áhuga og hæfni til leikhússtarfa og því ber að fagna. Leikararnir stóðu sig almennt með prýði en Hildur Kristín Kristjánsdóttir, sem lék hlutverk Fíusólar í þeirri sýningu sem ég sá, stal þó senunni með frá- bærri frammistöðu og útgeislun. Fjölbreytilegur barnahópurinn bar sýninguna hreinlega uppi með leik og söng í nokkrum atriðum á meðan fullorðnu leikararnir héldu sig til hlés. Þó að hinn sterki kar- akter Fíusólar sem aldrei gefst upp sé rauði þráð- urinn í leiksýningunni, líkt og í bókum Kristínar Helgu, gengur boðskapurinn líka út á að sýna það sem krakkar geta áorkað með samstöðu og samtaka- mætti. Áhrif barnanna koma einnig fram í því að sýningin var unnin í virku samstarfi við börnin sem taka þátt í henni. Maríanna Clara og Þórunn Arna hafa afmarkað sögusvið leikgerðarinnar við heimili Fíusólar annars vegar og skólastofuna og skólalóðina hins vegar og nýtist hringsvið Borgarleikhússins vel til að skipta á milli. Dásamlega litríkir og fallegir búningar Júlí- önnu Láru Steingrímsdóttur fara vel við frábæra leikmynd Evu Signýjar Berger, sem teygir sig upp til lofts svo að sviðsrýmið nýtur sín til fulls, og leikur lýsing Pálma Jónssonar lykilhlutverk í leikmyndinni að sögn Evu Signýjar sjálfrar. Möguleikar formsins eru þannig vel nýttir en um leið stendur sýningin föstum fótum í söguheimi Kristínar Helgu. Hugsan- legt er að þau sem ekki hafa kynnst sögunum verði örlítið lengur að átta sig á fjölskylduhögum Fíusólar og tengslum á milli persónanna, en persónugalleríið er þó ekki svo stórt eða tengslin svo flókin að það sé líklegt til að koma að sök. Fíasól með bekknum sínum. Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.