Börn og menning - 2024, Blaðsíða 38

Börn og menning - 2024, Blaðsíða 38
36 b&m Hrekkjavökugleði. Fremst á mynd er Jakob Steinsen í hlutverki bekkjarfélaga Fíusólar. Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir. Aðferðir leikhússins geta virst framandi í augum ungra barna með mismikla leikhúsreynslu og sex ára sonur minn nefndi nokkur atriði sem komu honum skringilega fyrir sjónir – eins og skrautlegt útlit fyr- irferðarmikillar leikmyndarinnar, sem gagnrýnandi Hugrásar sagði minna á hoppukastala, og það að Fíasól leikritsins skyldi – ólíkt Fíusól í bókunum – vera gædd þeim ofurkrafti að geta gefið besta vini sínum Ingólfi Gauki innsýn í liðna atburði með því að klappa lófunum. Sú skýring mín að þarna væru einfaldlega leikhústöfrar að verki var þó tekin góð og gild. Skyldleiki við Línu en einnig mikill frumleiki Eins og ýmsir gagnrýnendur hafa bent á minnir Fía sól um sumt á Línu Langsokk, og Kristín Helga höfundur bókanna og Þórunn Arna leikstjóri hafa reyndar lýst yfir mikilli aðdáun á Línu í viðtali – en Fíasól er þó fyrst og fremst hún sjálf. Þegar Kristín Helga hlaut Sögusteinsverðlaun IBBY á Ís- landi árið 2009 var það mat valnefndar að í Fíu- sól hefði Kristín Helga „skapað persónu sem er ís- lensk, sjálfstæð, skapandi og frumleg en um leið afar trúverðug“. Í sýningunni komast sjálfstæði og frumleiki söguhetjunnar skýrt til skila og ákveðni Fíusólar, réttsýni og sköpunarkraftur ná hámarki í stofnun Hjálparsveitar barna og baráttu hennar fyrir auknum réttindum barna í nærumhverfinu. Í fyrstu vill hún hjálpa þolendum hinna svonefndu tudda, nokkurra krakka í bekknum, en það kemur á dag-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.