Börn og menning - 2024, Blaðsíða 39
37
b&m
inn að það eru ekki síst tuddarnir sjálfir sem þurfa
á hjálpinni að halda. Þessir þræðir barnasamstöðu
og baráttu barna fyrir auknum réttindum eru þeir
veigamestu í sýningunni, líkt og í bókinni sem hún
dregur nafn sitt af.
Eitt skemmtilegasta einkenni Fíusólar sem söguper-
sónu – og sem minnir vissulega líka á Línu – er líka
að hún er aldrei of þæg og góð eða fullkomin fyrir-
mynd fyrir önnur börn, sem kemur skýrt fram í sýn-
ingunni því að í baráttunni fyrir réttindum barna
leynast líka kröfuspjöld sem kalla á meira sjónvarp,
meira nammi og minni fisk.
Kristín Helga hefur sagt frá því að réttindabarátta
Fíusólar sé byggð á því þegar dóttir hennar kærði
foreldra sína fyrir umboðsmanni barna. Raunveru-
leikinn getur vissulega verið ævintýralegri en nokkur
skáldskapur, en höfundurinn hefur líka lýst því að
þegar hún skrifaði persónu Teddu, bekkjarsystur
Fíusólar sem lendir í erfiðum aðstæðum eftir skilnað
foreldra sinna, hafi hún lagt upp með að aðstæð-
urnar yrðu nægilega ýktar til þess að engan færi að
gruna að hún byggði þær á alvöru fólki. Samt sem
áður hafi fólk komið að máli við hana sem þekkti til
fjölskyldna í einmitt þessum aðstæðum.
Áfram samkennd og samstaða!
Leikgerðarhöfundarnir Maríanna Clara Lúthers-
dóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir eru báðar
leikkonur en Maríanna starfar nú sem dramatúrg
við Borgarleikhúsið og Þórunn Arna hefur reynt
sig við leikstjórn undanfarin ár með góðum árangri;
skemmst er að minnast vinsællar uppsetningar
hennar á Emil í Kattholti í Borgarleikhúsinu undan-
farna tvo leikvetur. Í viðtali við Ríkisútvarpið sagðist
Þórunn vona að börnin í sýningunni tækju þennan
boðskap um börn sem létu raddir sína heyrast með
sér út í samfélagið, og að hann myndi dreifast áfram
– innan fjölskyldna, vinahópa og víðar – svo að fleiri
börn fyndu kraftinn til þess að standa með sjálfum
sér og taka upp hanskann fyrir aðra sem þyrftu á
því að halda. Þetta er gríðarmikilvægt nú á tímum
þegar samkennd með öðrum virðist á undanhaldi í
heiminum, bæði innan samfélaga og á milli þeirra.
Hvernig sem framtíðin verður er í það minnsta
víst að hún er barnanna og leiksýningar eins og
þessi vekja von um að heimurinn eigi sér kannski
viðreisnar von – sérstaklega ef við fullorðna fólkið
berum gæfu til að hlusta á börn í auknum mæli,
reyna að sjá heiminn með þeirra augum og læra af
þeirra sterku og ómenguðu réttlætiskennd.
Höfundur er finnskufræðingur, þýðandi og ritstjóri.
Ljósmynd af höfundi tók Sunna Ben.
Heimildir
Anna María Björnsdóttir, 2023, „Heimurinn fer ekki
á hliðina þó börnum sé gefin rödd“; birtist á vef Ríkis-
útvarpsins 1. desember 2023. Aðgengilegt á slóðinni
https://nyr.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-
12-01-heimurinn-fer-ekki-a-hlidina-tho-bornum-se-
gefin-rodd-398468
Anna María Björnsdóttir, 2023, „Ætlaði að hafa dæmið
svo ýkt að það yrði ótrúverðugt“; birtist á vef Ríkisút-
varpsins 19. desember 2023. Aðgengilegt á slóðinni
https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-
12-19-aetladi-ad-hafa-daemid-svo-ykt-ad-thad-vaeri-
otruverdugt-399726
Þorgerður E. Sigurðardóttir, 2009, „Fíasól og fjölskyldan
í Grasabæ“; birtist í: Börn og menning, 2. tbl. 2009, bls.
13–15.
Þórdís Gísladóttir, 2009, „Sögusteinsverðlaunin veitt á
alþjóðlegum degi barnabókarinnar“; birtist á: Druslu-
bækur og doðrantar 3. apríl 2009. Aðgengilegt á slóðinni
https://bokvit.blogspot.com/2009/04/sogusteinsver-
launin-veitt-aljolegum.html