Börn og menning - 2024, Blaðsíða 42
40
b&m
Fjölbreytt fjölskyldulíf
Í Jólaljósum er sögð skemmtileg og hugljúf jólasaga.
Blær og Fatíma fást engu að síður við verðug verk-
efni, sýna frumkvæði og reynast réttsýn og ráða-
góð. Höfundur gefur fjölbreytileikann í mannlífinu
meðal annars til kynna með mismunandi fjölskyldu-
mynstri íbúanna í stigaganginum og allt er það
jafn sjálfsagt. Það er heldur ekki alveg ljóst í
textanum hvort Blær er drengur, það kemur
aldrei alveg skýrt fram. Á einum stað í
sögunni segir: „Blær og Fatíma
litu hvort á annað“ (bls.
67) svo Blær er alla vega
ekki stúlka. Líklega er það
meðvitað hjá höfundi að
skilgreina ekki ákveðið
kyn aðalpersónunnar og
undirstrika þannig marg-
breytileikann.
Myndirnar sem brjóta upp textann eru líka fjöl-
breyttar, sumar litlar, sumar stærri, sumar í lit og
aðrar svarthvítar, unnar með trélitum, vaxlitum
og tússi á frekar grófan vatnslitapappír. Þær fylla
víða ágætlega upp í textann, til dæmis með því að
teikna upp alla íbúana í stigaganginum og sýna les-
endum þannig hverjir búa hvar og einnig hvernig
atkvæðagreiðslan á húsfundinum fór. Titill bókar-
innar er skrifaður með marglitum „jólaljósum“ og
saurblöðin gefa þau einnig til kynna. Þannig kallast
marglit jólaljósin á við fjölbreytileika mannlífsins.
Höfundur er fyrrverandi lektor í íslensku við
Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Ljósmynd af höfundi: Páll Pálsson