Börn og menning - 2024, Blaðsíða 43

Börn og menning - 2024, Blaðsíða 43
41 b&m SAMASTAÐUR BARNABÓKMENNTA: um íslenska barnabókasafnid Fyrstu hérlendu börnin sem fengu bók sérstaklega ætlaða fyrir sig lásu líklegast Sumargjöf handa börnum undir lok 18. aldar. Í henni lærðu þau hvernig færi fyrir krökkum sem hegðuðu sér ekki skikkanlega og með lestri bókarinnar eignuðust þau sameiginlega reynslu í gegnum viðkynnin við óþekktarormana í sögunum og hrakfarir þeirra. Við fyrrverandi börn sem ólumst upp á Íslandi á seinni hluta síðustu aldar eigum mörg og jafnvel flest sameiginlegar minningar og æskuvini úr heimi bókanna, sem er dýrmætara en við gerum okkur endilega grein fyrir. Við upplifðum sorgina með Jóni Oddi og Jóni Bjarna, fylgdumst með Emmu öfugsnúnu klæða fótleggina í ermarnar og hlógum að ruglinu í rassálfunum. Stundum þvældumst við undir Reykjavík í fylgd krókófíla, prófuðum að flytja til Kanada með Elíasi og við lærðum að jarð- skjálftar verða þegar tröllin elskast í fjöllunum. Barnamenning brúar einnig kynslóðabil, líkt og þjóðsögurnar eða litlu smábarnabækurnar sem hafa fylgt íslenskum börnum frá miðri síðustu öld. María Hjálmtýsdóttir Sameiginlegur barnabókaarfur tengir okkur á fjöl- marga vegu, en sjaldan hefur verið jafn mikilvægt að hlúa að og efla samkennd og tengingu milli fólks eins og í nútímanum. Varðveisla og vinnuaðstaða Á Íslandi hafa barnabókahöfundar og myndhöf- undar aldrei átt sinn eigin samastað og frumritum barnabókateikninga er hvorki safnað markvisst né þau varðveitt sérstaklega nema hjá höfundunum sjálfum. Fræðafólk sem hyggst rannsaka barna- bækur á íslensku hefur hvergi aðgang að heild- stæðu safni þar sem hægt er að grúska og gramsa en þær eru ófáar fræðigreinarnar sem eiga snertifleti við barnabækur á einhvern hátt. Sagnfræðingar, fé- lagsfræðingar, bókmenntafræðingar, þjóðfræðingar, þýðingafræðingar, listfræðingar, mannfræðingar, kynjafræðingar, bókasafnsfræðingar, íslenskufræð- ingar, uppeldis- og menntunarfræðingar, ritlistar- og ritstjórnarnemar, myndlistarfólk og ófáir fleiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.