Börn og menning - 2024, Qupperneq 44
42
b&m
gætu haft gagn og gaman af aðgengi að sérstöku
barnabókasafni með vinnuaðstöðu fyrir listafólk og
fræðafólk. Ekki má heldur gleyma þýðingu þess að
hlúa að og varðveita þennan mikilvæga menningar-
arf, en gamlar og lúnar barnabækur sem hafa þvælst
milli barnaherbergja og verið lesnar upp til agna eru
margar hverjar illfáanlegar í dag og hvað þá í heilu
lagi.
Félag um barnabókasafn var stofnað síðasta vetrar-
dag árið 2021 af okkur Helgu Halldórsdóttur,
Maríu Hjálmtýsdóttur, Sigrúnu Klöru Hannes-
dóttur og Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur en síðan félagið
var stofnað höfum við fengið að gjöf þúsundir bóka
sem nú liggja skráðar í kössum í geymslu. Þar má
meðal annars finna barnabókasafn Silju Aðalsteins-
dóttur, sem hún ánafnaði félaginu, auk þess sem
Sigrún Eldjárn gaf okkur allar bækur sem út hafa
komið eftir hana sjálfa. Draumurinn er að til verði
barnabókasetur þar sem safnað verði öllum þeim
barnabókum sem út hafa komið á íslensku og að þar
verði vinnuaðstaða fyrir barnabókahöfunda, mynd-
höfunda barnabóka og rannsakendur sem vilja nýta
sér safnið. Einnig dreymir okkur um að stofnuð
verði vefsíða og við sjáum fyrir okkur að setrið geti
vaxið og dafnað, líkt og barn, og í raun eru þeim
verkefnum og ævintýrum sem hægt væri að koma til
leiðar engin takmörk sett.
Einnig er vert að nefna að Rósa Björg Jónsdóttir
bókasafnsfræðingur hefur safnað þúsundum barna-
bóka á erlendum tungumálum fyrir safnið Móður-
mál. Það er hugsjónaverkefni einnar konu sem ætti
einnig heima á íslensku barnabókasetri, enda fátt
mikilvægara erlendum börnum við íslenskunám en
að öðlast þann góða grunn á eigin móðurmáli sem
barnabækur veita.
Mikilvægi menningarlæsis
Í lok nóvember 2023 voru þjóðinni kynntar mjög
tímabærar aðgerðir sérstakrar ráðherranefndar um
málefni íslenskunnar, þar sem meðal annars kom
fram að það væri leiðarstef í aðgerðunum „að bæta
aðgengi og gæði íslenskukennslu, stuðla að auknum
Myndhöfundur: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.