Börn og menning - 2024, Side 48

Börn og menning - 2024, Side 48
46 b&m Tilvistarkreppa undir biðukollunni við mannfólkið óttumst, óháð aldri. Ótti er raun- veruleg tilfinning, líka þótt við vitum að hann sé í raun ástæðulaus. Lokasíða bókarinnar sem og titill hennar undirstrika þó vellíðan Pómelós undir biðu- kollunni fremur en vanlíðan: sé ekkert sérstakt að valda honum hugarangri er staðurinn undir biðu- kollunni hans besta skjól. (Fullorðinn lesandi kann að velta fyrir sér einæru eðli biðukollunnar og hvað Pómeló muni gera þegar tími hennar verði liðinn, en í heimi þar sem pínulitlir fílar búa undir biðu- kollum er heldur ekkert víst að náttúran lúti þeim lögmálum sem við erum vön.) Blómleg útgáfa Kvists Bókaútgáfan Kvistur, sem gefur út bókina um Pómeló, hefur sett mark sitt á íslenska bóka- flóru undan farin misseri með fjölbreyttu úrvali af þýddum barnabókum. Vorið 2023 hreppti bók frá Kvisti, Einu sinni var mörgæs eftir Mögdu Brol, barnabókaverðlaun Reykjavíkur fyrir bestu þýddu barnabókina og geta áhugasöm lesið umfjöllun Magneu Matthías dóttur um þá bók annars staðar í þessu tölublaði. Eitt af því sem veldur Pómeló hugarangri er raninn á honum. Honum finnst raninn alltof langur, alla- vega í vissum aðstæðum – en stundum má líka gera ýmislegt sniðugt með honum. Þannig er sýnt með einföldum hætti hvernig einn og sami eiginleikinn getur fært okkur ýmist gleði eða depurð, veikleika eða styrkleika, eða hvort tveggja í bland. Eins og Pómeló undir biðukollunni geta börn líka átt sér örugga staði sem stundum verða óöruggir. Þannig getur rúm til dæmis verið griðastaður þegar barninu líður vel og það er öruggt með sig, en sama rúm getur orðið uppspretta óöryggis og ótta ef barnið verður myrkfælið eða kvíðið. Pómeló óttast stundum að einhver steli staðnum hans undir biðukollunni, líkt og barn getur óttast að lítið systkini velti því úr sessi innan fjölskyld- unnar. Stundum óttast hann líka að biðukollan hreinlega hverfi, eða að raninn á honum hverfi – að hans helsta líkamlega sérkenni hafi í raun verið ímyndun. Þannig eru óttaefnin misjafnlega rök- rétt og sennileg, en það má líka segja um margt sem Pómeló © Benjamin Chaud

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.