Börn og menning - 2024, Page 50

Börn og menning - 2024, Page 50
48 b&m MIÐSTÖÐ BARNAMENNINGAR: Draumur okkar sem stöndum að Félagi um barna- bókasafn er að setja upp Miðstöð barnamenningar á Íslandi og því er vel til fundið að leita fyrirmynda hjá þeim sem bestu hugmyndirnar hafa. Finnar eiga mörg flottustu og bestu bókasöfn í heimi og almenn- ingsbókasöfnin þeirra eru sannkölluð musteri þekk- ingar og menningar. Séu nýjustu fréttir frá Finn- landi skoðaðar eru Finnar greinilega að gera eitthvað gott og uppbyggilegt ef marka má árangur þeirra í PISA-könnunum, þar sem þeir skara fram úr öðrum norrænum löndum í lestri og lesskilningi. Enginn vafi er á því að hluta af þessari velgengni má rekja til þess hversu umhugað þeim er um lestur barna, barnamenningu, bókasöfn og þjónustu þeirra. Eitt helsta markmið Finnsku barnabókastofnun- arinnar (Lastenkirjainstituutti), sem staðsett er í Tampere, er að hvetja börn og ungmenni til yndis- lesturs. Stofnunin hefur þetta að meginmarkmiði og setur í forgang allt sem getur vakið áhuga ung- menna á lestri. Hugmynda er leitað víða og sagt frá vel heppnuðum verkefnum og viðburðum sem aðrir gætu leikið eftir. Hér verður gerð nokkur grein fyrir þeirri þjónustu sem safnið býður upp á. Bókakostur Í hjarta Barnamenningarstofnunarinnar er bóka- safnið. Safnið telur um 65.000 bækur fyrir börn og unglinga sem gefnar hafa verið út í Finnlandi, hvort sem er á finnsku, sænsku eða samískum málum og mállýskum, og talsvert af barnabókum á öðrum tungumálum. Þar má líka finna allar þýðingar á finnskum bókum sem gefnar hafa verið út á öðrum Barnabókastofnunin í Tampere. um finnsku barnabókastofnunina Sigrún Klara Hannesdóttir

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.