Börn og menning - 2024, Blaðsíða 55
53
b&m
BÓKARÝNI
Stefanía verður forfallinn aðdáandi sniglanna í
læknum, dýra sem fæstum börnum þætti mikið
varið í. Sniglarnir eignast hug hennar allan og hún
leitar leiða til að eignast þá og hafa sem nokkurs
konar gæludýr – en foreldrar hennar eru mótfallnir
öllu dýrahaldi. Til að halda sniglunum leyndum frá
foreldrum Stefaníu stofna þau leynifélagið Skrímsla-
vinafélagið.
Þau sanka að sér fleiri svokölluðum skrímslum og
fá að geyma sniglana hjá „Norninni“ svonefndu á
meðan þau reyna að finna lausn til að smygla snigl-
unum heim til Stefaníu. Nornin er þrátt fyrir viður-
nefnið ekkert skuggaleg (annað dæmi um óhefð-
bundna sýn á orð og fyrirbæri í bókinni).
Þau sýna norninni skrímslin sem þau hafa safnað í
krukkur og þá sérstaklega eitthvert ókennilegt svart 1 Gildismat gagnrýnanda
duft: „„Ég sé ekki betur en að þetta sé krydd í tilver-
una,“ sagði [nornin] að lokum. „Hvernig krydd er
það?“ spurði Stefanía. „Krydd sem gerir lífið áhuga-
verðara.““(51) Þar með hefur nornin gefið illa lykt-
andi, andstyggilegu dufti nafnið lífskrydd.
Hvað hræðir aðalpersónurnar ef ógeðs-
legir og ógnvekjandi hlutir, eins og
sniglar og nornir, gera það ekki?1
Pétur virðist vera félagsfælinn, hann vill ekki eign-
ast aðra vini en Stefaníu og er hræddur við nýja
strákinn í skólanum, Jóhann Stein – vel meinandi
klunna. Stefanía er hvatvís og virðist aðeins hræðast
foreldra sína. Hún þorir ekki að biðja um leyfi til