Alþýðublaðið - 31.01.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.01.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ » éCás&tqfélagið heldur fund Sunnudaginn 1. febr. 1920 í Barubúð, kl. 2 síðd. Mörg mál til umræðu, og þar á meðal hvíldartímamálið. Stjói'iiin. ^rapalar stjSnmr! J. !>ðsins, svo þeir vari sig á því, að kjósa fulltrúa þeirra í bæjar- sijórn. Kjósið jafnaðarmennina, þeir hafa bæði vit og vilja á því, að koma bænum úr fjárþröng, en hl þess verða þeir að hafa meiri bluta í bæjarstjórn. Bog líkur sjálfum sér. Þegar þeir, sem enga skoðun hafa, eru að blása sig út og lát- ast hafa þá skoðun, sem þeim finst bezt víð eiga í það og það skiftið, þá kemur oft fyrir að þeir koma í bága við það, sem þeir eru nýbúnir að segja áður. Slíkt sér maður oft í Mogga. Já, það heyrir beinlínis til þar, að Þar standi eitt í dag og annað á morgun. En það er samt fremur sjaldan, áð Moggi flytji siikt í sama blað- inu, en það gerir hann samt Dýlega. í grein, sem heitir „Sælgætið", °g sem eru skammir til Alþbl. fyrir að hafa flntt grein um bolsi- víka eftirenska vikublaðinu „Times ^eekly*, læzt Moggi vera voða- iega guðhræddur yfir manndráp- hna, og talar mikið um það, hvað bolsivíkar hafl drepið mikið af öiönnum. En í nœsta dálki er grein, sem heitir „Hermannakirkjugarðar", er ságt frá kirkjugarði, sem 21,500 hermenn sóu grafnir í, en ekki húnnist Moggi þar einu orði á hiiljónamorð heimsstyrjaldarinnar, har sem auðvaldsstjórnir landanna tefla almenningi fram í dauðann þeirri niðurstöðu, að 10 milj. hianna, sem í raun og veru alls ekkert áttu sökótt, voru drepnir. Nei, Moggi minn, ef að þér ógn- ai' ffianndrápin, þá byrjaðu á því skamma þá, sem láta drepa úúljónir. þegar þú ert búinn að Sera það um hríð, þá trúum vér hvi kannske, að þú hafir óbeit á öianndrápum. Magnús. Páll í Kaupangi var þriðji mað- urinn á lista Sjálfstjórnar eins og Sjálfstjórn gekk frá honum. En á hinum nýja lista, sem Sjáifstjórn tók að sér þegar alt ætlaði að fara í handaskolum vegna sprengingalista, er Páil hrapaður ofan fyrir alla von — ofaa f fimtá sæti. Það er sannarlega engin furða þó Páll tali tóma Fáskrúðs- fjarðarfrönsku í dag! Sveini bakara, sem hafði hið virðulega sæti á Sjálfstjórnarlist- anum að vera sjötti maður (fóta- skör höfðingjanna) hefir nú verið fleygt út af Iistanum án hans vit- undar. Illa leikiiiii. Illa leikinn má segja að Þor- steinn hagstofustjóri sé af hálfu Sjálfsttjórnar. Sjálfstjóm flaggar með honum á lista sínum, hefir hann langt, neðan við alla von — nú sjötta mann —, en hann er þó eini maðurinn af lista Sjálf- stjórnar, sem Einar Arnórsson treysir sér til þess að hæla. Eða er það bara af strákskap Éinars, að hann hælir ekki öðrum en þeim, sem eklci geta komist að af Sjálfstjórnarlistanum. Glímumót verður haldið í Iðnó á sunnudaginn kl. 4. Yerð- ur þar glímt um Ármannsskjöld- inn, sem Sigurjón Pétursson heflr unnið tvisvar sinnum, og verður hans eign, ef hann vinnur hann nú í þriðja sinn. Keppendur eru 15, þar á meðal núverandi glímu- kóngur Tryggvi Gunnarsson verzl- unarmaður og Sigurjón sjálfur. Keppendaskrá og annað um glímumótið er í „Þrótti", sem kemur út á sunnudaginn og verð- ur seldur á götunum. (Niðurl.) Eg mintist á uppástungu Sig. Nordals vegna þess, að mér fanst að J. B. hefði átt að benda á hana, sem leið út úr þeim ógöng- um, sem hann kveður íslenzka bókaútgáfu vera komna í. Því það er meginregla, sem krefjast verður af þeim, sem þykjast sjá „Gláms- augun" í hverju horni, að þeir bendi á leið til þess að losna við þau. J. B. er einn til frásagna um það, að hann „þekki ekki öfund á fjárhagslegri velgengni annara." En hann þjáist þá kannske af annari öfund? t. d. til þeirra, sem vel gengur á skáldabrautinni. En hann sagði nú samt liér um daginn, svo margir heyrðu, á þessa leið: „Eg vildi að eg væri prentari, því þeir eru eina stéttin sem getur lifað." Nei, hann J. B. öfundar engan, það vita þeir sem þekkja hann! Mikla umhyggju ber J. B. fyrir bókmentalífi vor íslendinga, og er slíkt lofsvert. En hann hefir bitið sig svo fast í það, að kauphækk- anir séu mesta böl þess, að hann lýsir yflr því, að samúð sín sé búin með þeirri stétt, er hefti við- gang þess. Það er agalegt að missa samúðina hans Jóns! Farið því varlega í kaupkröfum ykkar, þið sem eruð upp á aðra komnir með laun! Nema þið sem ritið; þið eigið heimtingu á því, að fá laun ykkar hækkuð á kostnað annara stétta, sem vinna að bókagerð, einkum prentaranna, þeir mega gjarnan detta dauðir niður yið kassana af hungti. Þeir eru rétt kjörnir píslarvættir íslenzkra bók- menta. Nei, J. B., sanngirni er bezt í öllurn kröfum og kaupkröfum hka. En að ein stétt eigi að vinna yið sultarlaun, svo önnur geti brifist, er fjarstæða, sem við munum báðir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.