Skógræktarritið - 15.12.1998, Page 14
11. mynd. Kuldapollur, ágúst 1997.
Kaldar lægðir eru sérmál út af fyrir sig.
Það sést giörla hvernig gróður lækkar
þegar komið er niður á lægðarbotn.
Fyrir þremur árum stálfraus í þessari
lægð aðfaranótt 23. júlí, og var frost-
kuldinn nálægt einum metra á dýpt.
Ekki borgar sig að eyða mikilli orku í
að ná upp gróðri við siíkar aðstæður -
en alltaf er samt gaman að reyna.
eftir hluta hringsins þar sem
vindur blæs á plöntuna. Við skui-
um minnast þess að ekki er þráð-
nauðsynlegt að eyða öllu grasi
hringinn í kring; 70-80% graseyð-
ing er góð lausn ef aðstæður
leyfa ekki meira.
Roundup eyðileggur stoðkerfi
plantna og steindrepur þær, líka
rætur þeirra í jörðu. Þar skilur á
milli lýjandi reytingar og notkun-
ar þessa lyfs. Grasið fer að sölna
7-10 dögum eftir úðun og deyr
síðan, en þegar rætur þess fúna í
jörðu verður mikið niðurþrot líf-
rænna efna. Nú getur ungplantan
skotið út rótum sínum án harðrar
samkeppni þess gróðurs sem fyr-
ir var og nýtur í senn efna sem
losna úr fúnum rótum og hins til-
þúna áburðar sem sáldrað er á
yfirborðið.
Roundup kemur vægilega við
1 ffrfkið og er ekkert eitur í þeirri
merkingu sem venja er að leggja í
það orð. Þetta er graseyðingarlyf.
Ég tel að skógræktarmenn geti
notað það án minnsta samvisku-
bits. Það eyðist svo skjótt að
hægt er að gróðursetja í úðað
land viku eftir úðun og ánamaðk-
ar á svæðinu lifa góðu lífi eftir
sem áður. Ég hef fylgst með af-
leiðingum hrossabeitar og notk-
un Roundup á sams konar landi,
og munar þar geysimiklu hve
hrossin koma verr við landið.
Skógræktarmenn geta þvf notað
þetta graseyðingarlyf með góðri
samvisku, sparað sér erfiði og
tíma og hraðað vexti svo um
munar. (11. mynd)
Það er með ólíkindum hve það
skilar góðum árangri að rýma
grasi frá ungplöntum og bera á
þær tilbúinn áburð, en í rauninni
þarf ekki að undrast það ef málið
er skoðað nánar. Þegar við sjáum
ungri plöntu stungið niður í gróið
land með gróðursetningarstaf,
megum við hugsa um það nábýli
sem plantan er flutt f, þétt sam-
félag grasa með samfellda rótar-
flækju í jörðu. Bakkaplöntunni er
troðið niður í þessa þröng og
hún á að ryðja sér til rúms þótt
hún sé laus í jörðu en allar rætur
umhverfis hana fastar og
óhreyfðar í moldu. Það er engin
furða þótt menn segi: „Pað gerist
nú ekki mikið fyrstu fimm árin," og
líti á það sem sjálfsagt náttúru-
lögmál.
Bakkaplöntunni, hinum að-
flutta gesti, gengur erfiðlega að
festa sig í sessi í því gróðursam-
félagi sem fyrirer, rótarmyndun
gengur seint og næringaröflun er
því lítil. Af þessu leiðir að plant-
an verður rýr í roðinu um haust-
ið; hún verður illa búin undir vet-
ur. Þá er kalhættan á næsta leiti,
uppþornun og vesæld. Það er
skiljanlegt að stórir ræktunaraðil-
ar, skógræktarfélög og aðrir slíkir,
dreifi plöntum sfnum út um land-
ið á þennan hátt. Hitt sætir furðu
að áhugamönnum sem stunda
skógrækt í smáum stíl er bent á
þessa aðferð, sem fremur má
12
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998