Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 29
Hér eru nokkrir þættir teknir
saman yfir 13.-19. öld úr þessu
r'ti (1. tafla). Hafa verður í huga
að eftir því sem líður á íslands-
söguna verða uppiýsingar fyllri
°g fleiri atriða getið. Eins má
aainna á að ÞorvaldurThorodd-
sen hafði ekki aðgang að öllum
beim upplýsingum sem við nú-
tíðarmenn höfum. Dæmi um það
er Islandslýsing Odds Einarsson-
ar biskups, sem varðveittist í
einu handriti, sem gefið var til
býskalands og fannst þar í safni
ánð 1928. Var það sjö árum eftir
andlát Þorvaldar.
Við gerð töflunnar voru valdir
beir þættir, sem snerta landbún-
aðarstörf og líf manna nátengt
landbúnaði til þess að varpa ljósi
a umgengni manna við landið og
afleiðingar hennar. Margt er iátið
iiggja miili hluta. Til dæmis er
ekki skráð hér mannfall af völdum
fjoskaða og annarra drukknana.
1 sióslysum týndu lífi menn í
blóma lífsins, sem skildu oft eftir
s>g konu og börn. Þær áttu þá enn
örðugra uppdráttar við hinarerf-
iðu aðstæður, sem mönnum voru
ðúnar, einkum á 17. til 19. öld.
Greinilega má sjá af töflunni að
briár síðast nefndu aldirnar hafa
reynst þjóðinni erfiðari árferðis-
°g veðurfarslega en 13. til 16. öld
°§ svo sú tuttugasta. Tífalt fleiri
ar varð fólk úti á 17. og 18. öld en
fyrri öldum. Oft var það förufólk,
sem flakkaði um í von um mat,
eða smalar, sem stóðu yfir fé á
vetrarbeit. Þrefalt fleiri ár dóu
menn úr sulti. Sóttarár eru einnig
aaun fleiri þessar aldir. Vera kann
að betri samgöngur til landsins
valdi aukinni tíðni ýmissa sjúk-
dórna. Einnig er líklegt að verri
aðbúnaður í mat, klæðum og
húsakynnum hafi leitt marga til
dauða fyrir aldur fram. Penings-
fellir fer vaxandi eftir því sem á
líður. Hross verða oftast úti í
hrakviðrum, en þegar á sögulegan
tjrna líður fer fjárfellir að aukast.
ðstæða þessa er að peningsfellir-
inn hefur áhrif á búskaparhætti
og einnig kann þróttur þjóðarinn-
ar til búskaparstarfa að hafa dvín-
að verulega. Breytingar á búskap-
arháttum hefjast að marki á 17.
öld með smáversnandi tfðarfari,
en á þeirri 18. verða veruleg um-
skipti. Nautgripum fækkar úr því
að vera um 35.000 í upphafi ald-
arinnar í það að vera um 17.600
undir lok hennar. Erfiðara var að
halda lífi í mjólkurkúm en ám.
Kýrnar þurfa meira fóður og eins
er tjónið meira af því að tapa kú
en kind. Fé mátti beita á guð og
gaddinn, en kýrnar þurftu hey
inni. í stað þess ræktuðu menn
sauðfé. Gerðu sauðasmjör úr ær-
mjólkinni, sýrðu það eða söltuðu
og gátu þannig geymt smjörið til
vetrarins. Ein eða tvær kýr voru
látnar duga til heimilisnota á
mjólk. Hér er rétt að taka fram að
á þessum tíma hafa kýrnar vart
mjólkað meira en 1000 kg, en það
var algeng nythæð mjólkurkúa
hérlendis um aldamótin síðustu
(Grétar Guðbergsson, 1996).
Af þvf sem er rakið hér að fram-
an má sjá, að margar ástæður
lágu til þess að skógum hrakaði
smám saman hérlendis. Fyrst og
fremst má telja að veðurfar yrði
skógunum óhagstæðara eftir því,
sem tfmar liðu. Síðan kemur til-
vist manna í landinu og nýting
þeirra á skógunum. Rétt er að
benda á, að það er mikið vafamál
að þjóðin hefði lifað af í landinu
ef skógarnir hefðu ekki verið hér
og nýting þeirra verið eins og
sagnir herma (Þórarinn Þórarins-
son, 1974).
Lög og reglur
um nýtingu skóga
Á tíundu öld settu menn sér um-
gengnisreglur sín á milli, um eig-
ur sfnar, sameiginlegar og sér-
eignir. Lög voru fyrst skrásett árið
1118 að Breiðabólstað í Vestur-
hópi, svo vitað sé, en trúlega
hafa verið til skrár um landgæði
og eignir manna fyrir þann tíma.
Slfkar skrár hafa verið nauðsyn-
legar bæði kirkjuvaldi og höfð-
ingjum þeirra tíma vegna tíund-
argjalda. Ákveðnar reglur giltu
um nýtingu skóga, eins og aðrar
landsnytjar og voru lög um. Þar í
voru tvær reglur, sem höfðu mjög
I eftirköst, en þær voru að rjóð-
urhöggva, sem er að stráfella öll
tré á tilteknu svæði og svo að
uppræta alla stofna. Fyrri reglan
dró úr fræfalli á þann stað, sem
höggvið var á. Síðari reglan
hindraði að sprotar yxu upp af
rótarhnyðjum, en f þéttu gras-
lendi er það besta leið birkisins
til viðhalds. Reglur þessar voru
settar í lög um leið og menn
settu lög í landinu og giltu fram
eftir öldum. Breytingar voru gerð-
ar á lögum þessum, en þá helst í
þá veru að breyta ákvæðum við
brotum á lögunum (oftast að
milda refsingar). Annars má segja
um hin fornu lög að í öllum aðal-
atriðum voru þau vistvæn og
lagabókstafurinn gerði mönnum
tiltölulega jafnhátt undir höfði.
Skógar frá aldamótum 1700
til vorra daga
JarðabókÁrna Magnússonar og
Páls Vídalíns er ein fyrsta heimild
íslendinga um hagfræðileg efni.
Jarðabókin var skráð á árunum
1704 til 1714. Bækurnar eru til um
sýslur landsins nema Múlasýslur
og Vestur-Skaftafellsýslu, sem eru
glataðar. Bókin um Austur-Skafta-
fellssýslu ertil í drögum frá ísleifi
Einarssyni sýslumanni. f þeirri
bók eru þó upplýsingar um skóga
og eldsneyti, en það var meðal
þess sem þeirÁrni og Páll létu
skrá í jarðabók sína. Fyrsta kortið
sem hér er sýnt (4. mynd) er unn-
ið eftir upplýsingum, sem jarða-
bókin hefur að geyma. Þær upp-
lýsingar sem skortir um skóga í
Múlasýslum og Vestur-Skafta-
fellssýslu eru fengnar eftir ný-
gerðu korti um birkiskóga, sem er
um það bil að koma út og var
unnið fyrir Skógrækt ríkisins af
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
27