Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 38

Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 38
Af fléttum eru líklega fjalla- grösin, litunarskófin og hrein- dýramosinn þekktastar. Meiri hluti fléttna vaxa á beru grjóti eða á jarðvegsþúfum í mólendi, en margar þeirra vaxa einnig á trjám. Um þær verður fjallað sér- staklega hér. Fyrri rannsóknir Trjáfléttur hafa hér á landi mest og þest verið rannsakaðar af Gunnari Degelius, sænskum lyf- sala sem ferðaðist um allmarga birkiskóga á íslandi sumarið 1956 (Degelius 1957). Enda þótt hann fyndi liðlega 100 tegundir af flétt- um á íslenska birkinu, varð niður- staða hans engu að síður sú, að fléttuflóra birkisins væri ótrúlega fátækleg á íslandi miðað við önn- ur lönd á svipuðum breiddar- gráðum. Hann benti á að margar af algengustu tegundum á birki í Skandinavíu og Bretlandseyjum vantar á íslandi, en aftur á móti væru aðrar tegundir mjög algeng- ará íslandi, sem eru minna áber- andi í nágrannalöndunum. Þetta er svipuð niðurstaða og fæst ef skoðuð er blómplöntuflóran eða mosaflóran. Sem dæmi tók hann fléttu sem nú nefnist Melanelia olivacea. Hún er með algengustu tegundum á birki í Skandinavíu, og ætfð not- uð sem mælikvarði á snjódýpt í skógunum, þar sem hún vex ekki á þeim hluta stofnsins sem er undir snjó á vetrum. Þessi teg- und finnst ekki á íslandi, en í stað hennar er Melanelia exasperata (þirkiskóf) mjög algeng hér. Hún er hins vegar mjög strjál í Skand- inavíu, og afar lítið áberandi þar, og segir okkur ekkert um snjóa- lögin. Annað atriði sem Degelius nefndi erað jafnvel algengustu tegundirnar á íslenska birkinu eru götóttar í útbreiðslu. T.d. finnst birkiskóf, ein af algengustu tegundum á birki, ekki íVagla- skógi.Afþeim liðlega 100 fléttu- tegundum á trjám sem Degelius fann hér, er ekki nema hluti sem raunverulega er hægt að kalla trjáfléttur. Töluvert af þeim vex að jafnaði á klettum eða jarðvegi, og því hrein undantekning að finna þær á trjám. Þessar jarð- vegsfléttur vaxa þá oft eingöngu neðst á gildum stofnum, eða á mjög gömlum og mosavöxnum bolum. Vaxtarlag fléttna Eftir vaxtarlagi er fléttum oft gróf- lega skipt í þrjá flokka: blaðflétt- ur eða skófir, runnfléttur og hrúðurfléttur. Blaðfléttur eru mest áberandi á trjám hér, og verður þeim lýst fyrst. Auðvelt er að fletta þeim af trjánum, því að þær eru ekki samvaxnar berkin- um, heldur festar við hann með örsmáum rætlingum. Hrúður- fléttur eru samvaxnar berkinum og þekja yfirborð hans. Þeim verður yfirleitt ekki náð af nema skerða börkinn. Á íslandi eru miklu fleiri hrúðurfléttur á trjám en blaðfléttur, þótt minna beri á þeim þar sem margar þeirra eru smávaxnar. Mjög lítið er af runn- fléttum á trjám hér á landi, enda þrffast þær að jafnaði best þar sem skjólgott er og hár loftraki. Líklegt er að þurr frostnæðingur á vetrum hamli vexti þeirra meira héren annarra fléttna. Runnflétt- ur á trjám eru meðal þeirra fléttna, sem finnast nær ein- göngu í inndölum á Suðaustur- landi, eins og nánar verðurvikið að síðar. Blaðfléttur á trjám Hér á eftir mun ég fyrst gera grein fyrir nokkrum algengum og áber- andi tegundum fléttna á trjám á íslandi í máli og myndum. í lokin mun ég hins vegar segja nánar frá hinum sérstæða fléttugróðri sem einkennir inndali á Suðaust- urlandi. Af blaðfléttum á íslenskum trjám eru hraufuskóf (Parmelia sulcata) og snepaskóf (Parmelia saxatilis) stærstar og mest áber- andi, þótt aðrar tegundir séu al- gengari. Báðar þessar tegundir eru algengará klettum um allt land, en sjást einnig á birkibol- um, einkum þegar þeir eru farnir að gildna. Oft ganga þær ásamt þriðju tegundinni, litunarskóf (Parmelia omphalodes), sem sjaldan er á trjám, undir samheitinu lit- unarskófir. Þærgeta orðið mjög stórar, oftlOtil 15, jafnvel allt að 20 cm í þvermál. Báðar eru þær gráar á litinn, sléttar og ljósar til jaðranna en með grófari og dekkri áferð innan til. Hjá hraufu- skófinni (1. mynd) stafar þessi grófa áferð af því að hún er þakin hraufum í miðjunni, en það eru duftkennd útbrot sem ná í gegn- um barkarlagið og mynda dökka, grófa flekki sem oftast eru aflang- ir. Hraufurnar eru alsettar örsmá- um, hnöttóttum hraufukornum sem losna auðveldlega frá flétt- unni, eins konar hnyklar af sveppþráðum og þörungum sem geta myndað nýja skóf við hentug skilyrði. Snepaskófin (2. mynd) hefur hins vegar engar hraufur en er al- sett snepum, en það eru sívalar totur sem vaxa út úr barkarlag- inu, svartar í endann. Sneparnir brotna auðveldlega af skófinni, og gegna því svipuðu hlutverki og hraufukornin, að dreifa fléttunni á nýja vaxtarstaði. Báðarþessar skófir eru í fljótu bragði afar líkar í útliti, og þekkjast þær aðeins sundur á hraufunum og snepun- um. Báðar eru svartar á neðra borði með rætlingum sem tengja þær við trjábörkinn. Stöku sinn- um við góð skilyrði myndast á þeim stórar, brúnar, disklaga ask- hirslur, en í þeim myndar svepp- urinn askgró, sem einnig gegna hlutverki æxlunar. Ein algengasta blaðfléttan á íslensku birki er birkiskófin (3. mynd, Melanelia exasperata). Hún verður ekki eins stór og þær fyrr- 36 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.