Skógræktarritið - 15.12.1998, Blaðsíða 39
2. mynd. Snepaskóf (Parmelia saxatilis) á
birkibol í Geithellnadal 1990.
3. mynd. Birkiskóf (Melanelia exasperata)
á birkibol við Hreðavatn árið 1989.
Gula fléttan sem sér í á milli er fugla-
glæða.
4. mynd. Kvistagrös ICetraria sepincola) á
birkigrein við Hreðavatn 1987. Mest
ber á gljáandi, brúnum askhirslum á
myndinni.
nefndu, oftast 5-10 cm í þvermál.
Hún er brún eða ólífugræn á lit-
inn og er þakin kúlulaga vörtum á
efra borði, og nær alltaf með
mörgum, kringlóttum, disklaga
askhirslum sem einnig eru brún-
ar og samlitar skófinni sjálfri.
Neðra borð skófarinnar er ljós-
brúnt með stuttum rætlingum.
Birkiskófin finnst aldrei á öðru
undirlagi en trjáberki, en hún
getur vaxið á fleiri tegundum
lauftrjáa en birki, t.d. á reyniviði,
blæösp og víði. Önnur tegund
skyld þessari (Melanelia sept-
entrionalis) hefur fundist í Egils-
staðaskógi og Hallormsstaða-
skógi en virðist annars vera mjög
sjaldgæf hér á landi. Hún þekkist
frá birkiskófinni á því að yfirborð
hennar er slétt, gljáandi og vörtu-
laust, en að öðru leyti mjög lík
henni.
Álíka algeng og birkiskófin eru
kvistagrösin (Cetmria sepincola),
en þau eru af ætt fjallagrasa
(4. mynd). Þetta er dökkbrún
blaðflétta, fremur lítil um sig eða
um 1-3 cm í þvermál með meir
eða minna uppsveigðum bleðl-
um. Á enda bleðlanna sitja dökk-
brúnar, gljáandi, disklaga ask-
hirslur sem þekja fléttuna oft að
miklu leyti. Kvistagrösin eru mjög
algeng á birki um allt land, en
vaxa einnig oft á fjalldrapa,
sjaldnar á blæösp. Gagnstætt
flestum öðrum fléttum vaxa þau
fremur á grönnum greinum en
þykkum bolum og teygja sig
stundum nærri því út á ystu enda
laufgaðra greina, ef þær hafa lft-
inn ársvöxt. Önnurtegund ná-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
37