Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 43
vegar ljósgrá á litinn (10. mynd),
með fremur fíngerða, blaðkennda
jaðra og ber grófkornóttar hrauf-
ur á uppréttum blaðendum í
miðju skófarinnar. Báðar þessar
tegundir vaxa jafnt á klettum,
toppi girðingarstaura sem á
trjám, en þó aðeins þar sem fugl-
ar venja komur sínar og skilja eft-
■r sig hæfilega mikinn áburð.
Nokkrar aðrar grámutegundir
koma einnig fyrir á trjám, einkum
stjörnugráma (Physcia stellaris)
sem hefur þó aðeins fundist á
Suðurlandi, t.d. í Hveragerði.
Tvær tegundir af glæðum aðrar
en fuglaglæða hafa einnig fundist
hér á trjám. Veggjaglæða eða
veggjaskóf (11. mynd, Xanthoria
parietina) er einna stærst af ís-
lensku glæðunum og er algeng
þar sem úthafsloftslag ríkir, eink-
um við suður- og vesturströnd-
■na. Hún er oft 5-8 cm f þvermál
°g vex mest á klettum nálægt sjó,
en var áður fyrr oft á steinhleðsl-
um í veggjum gömlu bæjanna, og
fær væntanlega þaðan nafnið.
Einnig er hún mikið í fuglabjörg-
um og litar þau stundum gul
begar hún vex í samfelldum
breiðum. Einnig getur hún vaxið
a steinsteyptum mannvirkjum.
Hún ber oft mikið af samlitum
askhirslum. Stundum er hún á
frjám, einkum f sjávarþorpum þar
sem menn reyna að koma upp
trjám f görðum í skjóli húsa við
erfið skilyrði. Þar nýtur hún
einnig áburðar frá fuglum.
Reyniglæða (12. mynd, Xanthoria
polycarpa) hefur aðeins fundist á
trjám f görðum við hús, en ekki í
villtum skógi og hingað til aðeins
á reyniviði. Hún er fremur smá-
vaxin, varla meir en 2 cm í þver-
■3. mynd. Birkiskán (Pertusaria xant-
hostoma) er algeng á birki og fjalldrapa,
en hér vex hún í sinu og öðrum dauð-
um iurtahlutum í sverðinum.
14. mynd. Birkitarga (Lecanora circum-
iorealis) á birki.
mál. Hún hefur gráleita eða gula
bleðla til jaðranna, en ber nær
ætíð kringlóttar askhirslur sem
eru rauðgular á efra borði en grá-
ar að neðan. Hún vex á gömlum
reynitrjám á Hvanneyri og Hreða-
vatni, og hittist einnig í trjágörð-
um á Austfjörðum.
Hrúðurfléttur á trjám
Ein algengasta hrúðurflétta á
fslensku birki er birkiskán (13.
mynd, Pertusaria xanthostoma). Hún
myndar hvítleita bletti sem oft
eru 2-4 cm eða meira í þvermál á
birkibolum og greinum. Á henni
eru hvítar smávörtur eða skífur
með frá 1-3 upp í 7-8 gulum eða
gulbrúnum dílum. Það eru munn-
araskhirslanna sem mynda þessa
díla. Askhirslurnar eru grafnar
niður í vörturnar, oftast frá 2-7
eða fleiri saman á hverri vörtu.
Latneska heiti fléttunnar, xant-
hostoma (gulmunna), á við þess-
ar askhirslur. Birkiskánin erþó
ekki bara á trjám, heldur vex hún
einnig á jarðvegi. Stærri og meira
áberandi er birkitarga (14. mynd,
Lecanora circumborealis), sem er
mjög algeng og áberandi í skóg-
um á Fljótsdalshéraði, bæði Eg-
ilsstaðaskógi og Hallormsstaða-
skógi. Hún myndar líka hvíta
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
41