Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 45

Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 45
vaxa aðeins á nokkru svæði á sunnanverðu Austurlandi, nánar tiltekið á skógarleifum innarlega í dölum á svæðinu frá Suðursveit og norður í Hamarsdal (Hörður Kristinsson, Sigríður Baldursdótt- ir og Hálfdán Björnsson 1981). Raunar má líta á skógana í Skaftafelli og Egilsstaðaskóg á Fljótsdalshéraði, báða með mjög fjölbreyttan fiéttugróður, sem ystu útverði þessa svæðis. Það hefur komið í ljós, að skógar á þessu svæði hafa algjöra sér- stöðu meðal ísienskra birkiskóga, að því er fjölbreyttan ásætugróð- ur varðar. Þeir hafa að geyma aðalútbreiðslusvæði allmargra fléttutegunda á birki á íslandi, og a.m.k. 6 tegundir sem eru hvergi fundnar annars staðar á landinu. Því er full ástæða til að friða eitt- hvað af þessum skógarleifum, þar sem fjölbreytnin er mest. Koma mér þá fyrst í hug Austurskógar í Lóni, en þar virðist hafa varðveist ágætt sýnishorn af íslenskum ..frumskógi", með töluverðum fjöl- breytileika af fléttum. Aðrir skógar þar sem þessar fléttur hafa fund- ■st eru Hamraskógar í Hamarsdal, skógar í Geithellnadal og Hofsdal íÁlftafirði, Dalskógar í Lóni, Tungufells- og Geitafellsskógur við Hoffell og skógar í Viðborðs- dal og Steinadal. Verður nú greint nánar frá nokkrum tegundum, sem eru ein- kennandi fyrir þessa birkiskóga á Suðausturlandi. Runnfléttur á Austurlandi Eins og fram kom hér að ofan er miög lítið af runnfléttum í skóg- um á íslandi, og nær eingöngu á Austurlandi. Ein þessara tegunda er birkiskegg (Bryoria fuscescens), hárkennd skeggflétta sem hangir gjarnan niðuraf greinum trjánna. Hún er móleit eða brún á litinn með ofurlítið grænleitum blæ, mött áferðar. Greinar hennar eru aðeins 0,1 -0,3 mm í þvermál og bera Ijósar hraufur sem eru tölu- vert gildari en greinarnar sjálfar og mynda því einskonar hnúta á þeim. Birkiskegg fannst fyrst hér á landi árið 1979 af Sigríði Bald- ursdóttur í Tungufellsskógi við Hoffell í Nesjum og í Dalskógum í Lóni. Sfðar hefur það fundist í Steinadal í Suðursveit, og síðast í Hafurshöfða við Mývatn, þar sem það vex bæði á birki og lerki. Birkiskeggið er náskylt jötun- skeggi (Bryoria chalybeiformis) sem vex vfða um norðanvert landið á klettum eða vindblásnum hæð- um, og gálgaskeggi (Bryoria pseu- dofuscescens) sem aðeins hefur fundist á Gálgakletti á Álftanesi. Kvistaskegg (Bryoria simplicior) er minna en birkiskegg en stinn- ara, og greinarnar eru uppréttar eða útréttar út frá greinunum sem það vex á. Það er dökkþrúnt, ofturlítið grænbrúnt á litinn og gljáandi. Kvistaskeggið fannst fyrst af Gunnari Degelius í Hall- ormsstaðaskógi árið 1956. Þá var þessi tegund nefnd Alectoria simplicior. Þar mun þó vera mjög lítið af því. Síðar fann Sigríður Baldursdóttir það íTungufells- skógi við Hoffell. Ljósaskegg (Usnea subfloridana) er Ijósgult eða gulgrátt á litinn, stendur nokkuð útrétt út frá greinunum, oft 3-4 cm á lengd, og hefur mikið af hornréttum, oftast fremur stuttum þvergrein- um (16. mynd). Gildustu grein- arnar eru um 1 mm eða meir í þvermál, oft alsettar þéttum, smáum vörtum eða totum. Ljósa- skegg er fundið í Tungufellsskógi við Hoffell, Austurskógum í Lóni, íViðborðsdal á Mýrum og í Steinadal í Suðursveit. Það hefur hvergi fundistá íslandi utan Austfjarða. Tvær blaðkenndar fléttur sem aðeins hafa fundist á Austurlandi eru að útliti runnkenndar, vegna þess hve mjó blöðin eru og upp- rétt. Það eru flathyrna (Evernia prunastri) og elgshyrna (17. mynd, Pseudevernia furfuracea). Flathyrnan fannst fyrst f Steinadal árið 1981 af Hálfdáni Björnssyni, og hefur enn ekki fundist annars staðar. Greinar hennar eru um 3-4 cm á lengd, blaðkenndar, útsperrtar, fölgráar að lit á efra borði en ljós- ari að neðan, og hafa tilhneig- ingu til að leggjast í einn flöt. Hún hefur smáar hraufur á blað- köntunum og á blaðfletinum. Elgshyrnan fannst fyrst á birki- stofni í Austurskógum í Lóni af Sigríði Baldursdóttur 1979, og síðar af höfundi þessarar greinar í Hamraskógi við Steiná í Ham- arsdal 1990. Þriðji fundarstaður- inn er í Steinadal í Suðursveit, þar sem Hálfdán Björnsson á Kvískerjum safnaði henni árið 1997. Annars staðar er ekki vitað um hana. Elgshyrnan er í raun blaðflétta, með sérkennilegum, löngum og grönnum bleðlum, sem eru rennulaga, kúptir að ofan en grópaðir að neðan. Efra borð greinanna er grátt og oft þakið örfínum greinum eða snep- um, en neðra borðið er ljóst til jaðranna en svart eða dökkbrúnt nær stofninum. Blaðfléttur á Austurlandi Næfurskóf {Platismatia glauca) hef- ur fundist á allmörgum stöðum á Austurlandi, Dalskógum og Aust- urskógum í Lóni, Tungufells- skógi, Viðborðsdal, Steinadal, og loks í Kvískerjum í Öræfum (18. mynd). Þetta er stórgerð blað- flétta með breiðum, skertum eða hrokkinrendum, pappírsþunnum þleðlum. Hún er mest grá eða grámóleit á litinn, en oft brún- flekkótt eða með dökkleitum dröfnum og dökkbrún á neðra borði með fíngerðum, netlaga hryggjum. Stundum vottar fyrir hraufum á blaðbrúnunum. Hér hefur næfurskófin aðeins fundist á birki, en í Skandinavíu vex hún meira á greni. Því er ekki ólíklegt að hún geti fljótlega orðið land- nemi í nýjum, íslenskum greni- skógum þegar þeir komast á legg. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.