Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 45
vaxa aðeins á nokkru svæði á
sunnanverðu Austurlandi, nánar
tiltekið á skógarleifum innarlega í
dölum á svæðinu frá Suðursveit
og norður í Hamarsdal (Hörður
Kristinsson, Sigríður Baldursdótt-
ir og Hálfdán Björnsson 1981).
Raunar má líta á skógana í
Skaftafelli og Egilsstaðaskóg á
Fljótsdalshéraði, báða með mjög
fjölbreyttan fiéttugróður, sem
ystu útverði þessa svæðis. Það
hefur komið í ljós, að skógar á
þessu svæði hafa algjöra sér-
stöðu meðal ísienskra birkiskóga,
að því er fjölbreyttan ásætugróð-
ur varðar. Þeir hafa að geyma
aðalútbreiðslusvæði allmargra
fléttutegunda á birki á íslandi, og
a.m.k. 6 tegundir sem eru hvergi
fundnar annars staðar á landinu.
Því er full ástæða til að friða eitt-
hvað af þessum skógarleifum, þar
sem fjölbreytnin er mest. Koma
mér þá fyrst í hug Austurskógar í
Lóni, en þar virðist hafa varðveist
ágætt sýnishorn af íslenskum
..frumskógi", með töluverðum fjöl-
breytileika af fléttum. Aðrir skógar
þar sem þessar fléttur hafa fund-
■st eru Hamraskógar í Hamarsdal,
skógar í Geithellnadal og Hofsdal
íÁlftafirði, Dalskógar í Lóni,
Tungufells- og Geitafellsskógur
við Hoffell og skógar í Viðborðs-
dal og Steinadal.
Verður nú greint nánar frá
nokkrum tegundum, sem eru ein-
kennandi fyrir þessa birkiskóga á
Suðausturlandi.
Runnfléttur á Austurlandi
Eins og fram kom hér að ofan er
miög lítið af runnfléttum í skóg-
um á íslandi, og nær eingöngu á
Austurlandi. Ein þessara tegunda
er birkiskegg (Bryoria fuscescens),
hárkennd skeggflétta sem hangir
gjarnan niðuraf greinum trjánna.
Hún er móleit eða brún á litinn
með ofurlítið grænleitum blæ,
mött áferðar. Greinar hennar eru
aðeins 0,1 -0,3 mm í þvermál og
bera Ijósar hraufur sem eru tölu-
vert gildari en greinarnar sjálfar
og mynda því einskonar hnúta á
þeim. Birkiskegg fannst fyrst hér
á landi árið 1979 af Sigríði Bald-
ursdóttur í Tungufellsskógi við
Hoffell í Nesjum og í Dalskógum
í Lóni. Sfðar hefur það fundist í
Steinadal í Suðursveit, og síðast í
Hafurshöfða við Mývatn, þar sem
það vex bæði á birki og lerki.
Birkiskeggið er náskylt jötun-
skeggi (Bryoria chalybeiformis) sem
vex vfða um norðanvert landið á
klettum eða vindblásnum hæð-
um, og gálgaskeggi (Bryoria pseu-
dofuscescens) sem aðeins hefur
fundist á Gálgakletti á Álftanesi.
Kvistaskegg (Bryoria simplicior)
er minna en birkiskegg en stinn-
ara, og greinarnar eru uppréttar
eða útréttar út frá greinunum
sem það vex á. Það er dökkþrúnt,
ofturlítið grænbrúnt á litinn og
gljáandi. Kvistaskeggið fannst
fyrst af Gunnari Degelius í Hall-
ormsstaðaskógi árið 1956. Þá var
þessi tegund nefnd Alectoria
simplicior. Þar mun þó vera mjög
lítið af því. Síðar fann Sigríður
Baldursdóttir það íTungufells-
skógi við Hoffell.
Ljósaskegg (Usnea subfloridana)
er Ijósgult eða gulgrátt á litinn,
stendur nokkuð útrétt út frá
greinunum, oft 3-4 cm á lengd,
og hefur mikið af hornréttum,
oftast fremur stuttum þvergrein-
um (16. mynd). Gildustu grein-
arnar eru um 1 mm eða meir í
þvermál, oft alsettar þéttum,
smáum vörtum eða totum. Ljósa-
skegg er fundið í Tungufellsskógi
við Hoffell, Austurskógum í Lóni,
íViðborðsdal á Mýrum og í
Steinadal í Suðursveit. Það hefur
hvergi fundistá íslandi utan
Austfjarða.
Tvær blaðkenndar fléttur sem
aðeins hafa fundist á Austurlandi
eru að útliti runnkenndar, vegna
þess hve mjó blöðin eru og upp-
rétt. Það eru flathyrna (Evernia
prunastri) og elgshyrna (17. mynd,
Pseudevernia furfuracea). Flathyrnan
fannst fyrst f Steinadal árið 1981
af Hálfdáni Björnssyni, og hefur
enn ekki fundist annars staðar.
Greinar hennar eru um 3-4 cm á
lengd, blaðkenndar, útsperrtar,
fölgráar að lit á efra borði en ljós-
ari að neðan, og hafa tilhneig-
ingu til að leggjast í einn flöt.
Hún hefur smáar hraufur á blað-
köntunum og á blaðfletinum.
Elgshyrnan fannst fyrst á birki-
stofni í Austurskógum í Lóni af
Sigríði Baldursdóttur 1979, og
síðar af höfundi þessarar greinar
í Hamraskógi við Steiná í Ham-
arsdal 1990. Þriðji fundarstaður-
inn er í Steinadal í Suðursveit,
þar sem Hálfdán Björnsson á
Kvískerjum safnaði henni árið
1997. Annars staðar er ekki vitað
um hana. Elgshyrnan er í raun
blaðflétta, með sérkennilegum,
löngum og grönnum bleðlum,
sem eru rennulaga, kúptir að
ofan en grópaðir að neðan. Efra
borð greinanna er grátt og oft
þakið örfínum greinum eða snep-
um, en neðra borðið er ljóst til
jaðranna en svart eða dökkbrúnt
nær stofninum.
Blaðfléttur á Austurlandi
Næfurskóf {Platismatia glauca) hef-
ur fundist á allmörgum stöðum á
Austurlandi, Dalskógum og Aust-
urskógum í Lóni, Tungufells-
skógi, Viðborðsdal, Steinadal, og
loks í Kvískerjum í Öræfum (18.
mynd). Þetta er stórgerð blað-
flétta með breiðum, skertum eða
hrokkinrendum, pappírsþunnum
þleðlum. Hún er mest grá eða
grámóleit á litinn, en oft brún-
flekkótt eða með dökkleitum
dröfnum og dökkbrún á neðra
borði með fíngerðum, netlaga
hryggjum. Stundum vottar fyrir
hraufum á blaðbrúnunum. Hér
hefur næfurskófin aðeins fundist
á birki, en í Skandinavíu vex hún
meira á greni. Því er ekki ólíklegt
að hún geti fljótlega orðið land-
nemi í nýjum, íslenskum greni-
skógum þegar þeir komast á legg.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
43