Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 62
Þakningartilraun á Markarfljótsaurum sumarið 1992. Frá vinstri til hægri: viðmiðun,
mykjuþakning, heyþakning og plastþakning. í mykjuþakningu sjást hinar fjögurra
ára gömlu beðpiöntur. Mynd: A.S.
(skv. 2. töflu) eftir næturfrostið 11.
ágúst 1993 (sjá 5. mynd). Aðeins
22% plantna í heyþakningu litu út
fyrir að hafa sloppið við skemmdir
umrædda nótt, samanborið við
66% af viðmiðunarplöntum, 60%
af plöntum í mykju og 72% í plast-
þakningu. Sterk tengsl reyndust
vera milli skemmdarflokkunar
plantna þann 18. ágúst 1993 og
hlutfalls lifandi plantna f hverjum
meðferðarlið tveimur árum sfðar
(sjá 6. mynd og 6. töflu).
Umræða
Alaskaösp og landgæði
til ræktunar hennar á
Suðurlandi
Alaskaösp er ljóselskur frumherji,
sem í heimkynnum sínum f vest-
anverðri Norður-Ameríku, er
háður síendurtekinni röskun
búsvæða sinna til þess að geta
endurnýjast og haldið velli gagn-
vart öðrum skuggþolnari trjáteg-
undum. Þess vegna er samfellda
alaskaasparskóga þar helst að
finna á bökkum stórfljóta, einkum
jökuláa, sem flæmast nokkuð
reglubundið um og raska eða
ryðja burt skógum (Bradley &
Smith 1986; Myers & Buchman
1984). Á Kyrrahafsströndinni nær
hún bestum og skjótustum þroska
á landgerðum, sem einkennast af
nægum en súrefnisríkum jarðraka,
frjósömum jarðvegi, ríkulegu
framboði á Ca++ og Mg++ og nær
hlutlausu sýrustigi (pH 6,0 til 7,0)
(Burns og Honkala 1990; Krajina
m.fl. 1982; Maini 1968; Smith
1957). Samkvæmt Smith (1957) er
vöxtur alaskaaspar á Kyrrahafs-
strönd Kanada jafnan bestur f
jarðvegi, sem myndaður er af ár-
framburði. Einnig geturtegundin
náð ágætum þroska í fokjarðvegi,
þar sem úrkoma er mikil, t.d á
Kodiakeyju f Alaska (Beals 1966).
larðvegur á stórum hluta hins
úrkomusama Suðurlands mætir
mörgum þeim kröfum sem
tegundin gerir til jarðvegs í heim-
kynnum sínum, og því hugsan-
legt að fleiri landgerðir komi til
greina f skógrækt með alaskaösp
en aðeins þær frjósömustu, svo
sem ræktuð tún eða framræstar
mýrar. Má hér nefna að vöxtur
alaskaaspar hefur verið með
mestu ágætum hin síðari ár f 14,5
ha asparskógi í Gunnarsholti,
sem gróðursettur var f upp-
græddan fokjarðveg sumarið
1990 (Aradóttir m.fl. 1997;
Ása L. Aradóttir, óbirt gögn).
Færa má rök fyrir því að jökul-
áraurar, sem þekja víðar lendur á
láglendi Suðurlands, henti vel til
asparskógræktar, sé réttum að-
ferðum beitt við undirbúning
lands fyrir gróðursetningu. Á
áraurum er oft stutt niður á súr-
efnisríkt, rennandi grunnvatn, og
aðstæður að mörgu leyti sam-
bærilegar við þær sem áður voru
nefndar og sem einkenna kjör-
lendi alaskaaspar f Alaska. Það
sem e.t.v. skortir til þess að skóg-
rækt með alaskaösp geti lánast á
sunnlenskum áraurum er þekking
og reynsla af ræktunaraðferðum,
sem hafa ekki í för með sér of
mikinn stofnkostnað, en taka mið
af vistfræðilegum kröfum þessar-
ar rakakæru tegundar. Ef eitthvað
er, virðist auðveldara að fá
alaskaösp til þess að lifa á ógrón-
um jökuláraurum en í frjósamri
framræstri mýri, ef marka má
þessa tilraun. Að meðaltali er
munur í hlutfalli lifandi plantna
lítill (66% lifun á Markarfljóts-
aurum; 64% í Sandlækjarmýri)
þegar ekki er tekið tillit til þakn-
ingarmeðferðar hjá þremur
plöntugerðum. Hjá ársgömlum
fjölpottaplöntum hafa Markar-
fljótsaurar hins vegar sex pró-
sentustiga forskot í meðallifun
(95% lifandi á Markarfljótsaurum
en 89% lifandi f Sandlækjarmýri).
Eins og vænta mátti, er vöxtur
asparplantna í heildina betri í
Sandlækjarmýri en á Markar-
fljótsaurum, og það þótt borinn
hafi verið tilbúinn áburður á
plöntur á Markarfjótsaurum.
Ljóst er að jarðvegsbætur eru
nauðsynlegar á áraurum til þess
að ná góðum vexti til frambúðar
hjá alaskaösp. larðvegur Markar-
fljótsaura er afar snauður af mik-
ilvægustu næringarefnum (s.s.
köfnunarefni og fosfór). Auk þess
gerir skortur á lífrænum efnum í
jarðvegi og gróf kornastærð hans
það að verkum að jarðraki varð-
veitist illa í efstu lögum í langvar-
andi þurrkum. larðvegsbætur
60
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998