Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 74

Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 74
EDDA SIGURDÍS ODDSDÓTTIR GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON ÁSA L. ARADÓTTIR JÓN GUÐMUNDSSON Varnir gegn frostlyftingu plantna Inngangur Á undanförnum áratug hefur ár- leg gróðursetning skógarplantna sexfaldast á íslandi (Jón Geir Pét- ursson, 1997) og enn frekari aukningar er að vænta á næstu árum. Samfara því hafa orðið töluverðar breytingar á landvali til skógræktar. Skógarplöntur eru f auknum mæli notaðartil upp- græðslu örfoka lands og gróður- setningar berrótaplantna hafa að mestu lagst af. í staðinn hafa gróðursetningar ungra bakka- plantna (fjölpottaplantna) á skjóllausu landsvæði aukist til muna. Talsvert hefur borið á afföllum fyrstu árin eftir gróðursetningu. Orsakir affalla eru margslungnar og stafa af samspili margra þátta. Má þar til dæmis nefna næringar- skort og meindýr sem leggjast á ungplöntur. Niðurstöður rann- sókna á Mógilsá hafa sýnt að hægt er að auka lífslíkur og þrótt ungra trjáplantna með áburðar- gjöf (Hreinn Óskarsson og fleiri, 1997), með því að verja plöntur gegn ágangi meindýra með skor- dýraeitri (Guðmundur Halldórs- son, 1994) eða með smitun plantna með svepprót (Guð- mundur Halldórsson og fleiri, óbirt handrit). Vfða er ein höfuðorsök affalla ungplantna frostlyfting plantna upp úr jarðvegi. Þessi lyfting or- sakast af holklaka (1. mynd). Fyrir tilstuðlan holklaka lyftist möl og hnullungar smátt og smátt úr jarðvegi og upp á yfirborðið. Á sama hátt lyftast plöntur sem gróðursettar hafa verið í ógróið eða unnið land. Þar sem skipti milli frosts og þfðu eru tfð ýtist plantan smám saman upp þannig að rótarkerfið liggur á yfir- borði jarðar, óvarið fyrir veðri og vindum. Því er hætt við að ræt- urnar þorni auk þess sem þær slitna og skemmast þegar plant- an lyftist upp úr jarðveginum. Afleiðingin er sú að plantan deyr fyrr eða síðar og afföll sem rekja má til frostlyftingar eru oft um- talsverð á fyrstu árum eftir gróð- ursetningu (Ása L. Aradóttir og lárngerður Grétarsdóttir, 1995). Þó reynslan hafi sýnt að plöntur geti lifað þrátt fyrir að hafa lyfst eitthvað úr jarðvegi sýna erlendar rannsóknir að frostlyfting dregur talsvert úrvexti (Goulet, F. 1995). Ýmsir þættir hafa mest áhrif á frostlyftingu plantna. Myndun holklaka ræðst meðal annars af jarðvegsgerð og er hún lítil í möl en einna mest í siltjarðvegi (Ólaf- ur Arnalds, 1994). Innan hverrar jarðvegsgerðar hafa ýmsir þættir áhrif, svo sem jarðvegsraki, yfir- borðsþekja og staðsetning plönt- unnar. Þannig hafa rannsóknir bent til þess að frostlyfting sé meiri eftir því sem jarðvegsraki er meiri (Goulet.F, 1995). Einangrun jarðvegs, til dæmis snjó-, gróður- og/eða gróðurleifaþekja dregur úr frostlyftingu (Goulet, F.,1995; Ása L. Aradóttir og Sigurður H. Magn- ússon, 1992; Ása L. Aradóttir og lárngerður Grétarsdóttir, 1995). Staðsetning plöntu er einnig mik- ilvæg. Frostlyfting er almennt meiri á opnu landi en skjólmiklu og rannsóknir hafa sýnt að frost- lyfting er meiri hjá plöntum sem snúa mót norðri en þeim sem snúa mót suðri (Goulet, F., 1995).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.