Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 86
Myndir: la, Ib og lc.
Þar kynntist hann vinnubrögðum
við plöntuuppeldi og gróðursetn-
ingu trjáplantna. Fyriratbeina
Einars fékk Hjörleifur einar 50-70
plöntur af sitkagreni, sem þá
voru í uppeldi í Múlakoti. Um
uppruna og afdrif þeirra sitka-
greniplantna er skrifað í annarri
grein í þessu riti, „Sitkagrenið frá
Portlock á Kenaiskaga, Alaska".
Eins og gefur að skilja, er þessi
lundur lftill, kannski upphaflega
aðeins með einum 50-60 plönt-
um, því að nokkrar plantnanna
lét Hjörleifur í garða í nágrenn-
inu, eins og sagt verður frá í
hinni greininni.
Myndina, sem hér fylgir af
hluta þessa lundar á Læk, tók ég
29.08.97. Jónas lónsson, fyrrv. for-
maður Skf. íslands og búnaðar-
málastjóri, stendur hjá trjánum.
Yngri lundurinn stendurá mel
niður undir Mýrafelli. Hjörleifur
skýrði Brynjólfi frænda sínum frá
því 1994, hvernig hann væri til
orðinn, og er sú frásögn endur-
sögð hér á eftir:
Árið 1944 las Hjörleifur auglýs-
ingu í vestur-íslenska blaðinu
Heimskringlu frá Vestur-íslend-
ingi, sem óskaði eftir að ná sam-
bandi við einhvern í gamla land-
inu. Hjörleifur skrifaði honum og
bað hann um að útvega sér sitka-
grenifræ, helst frá nágrenni bæjar-
ins Sitka á Baranofeyju. Fræ barst
frá Vestur-íslendingnum 1945, en
ekki vitað frekar um kvæmið.
Fræsendingin komst fyrir í stórum
kaffibolla. Um vorið var fræbeð
útbúið og fræinu sáð. Strigi var
breiddur yfir beðið fyrstu vikurnar,
eins og Hjörleifur hafði lært í
gróðrarstöðinni í Múlakoti. Fræið
spíraði mjög vel. Plönturnar voru f
sáðbeðinu í 2 ár og síðan dreif-
settar í raðir. Vanhöld urðu engin
í dreifbeðinu, og þar stóðu plönt-
urnar í 2-3 ár, eins og venja var.
1967
1974
1997
84
SKÓGRÆKTARRITIÐ I998