Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 94
Tsonokwa-gríma. Gríman er úr rauðum
sedrusviði og hárið úr sedrusviðar-
berki. Höfundur grímunnar er Veronica
Hackett sem er af Kwakiutl-ætt.
L|ósm. S.H.
ins eru frægar fyrirýmiss konar
handverk, ekki síst smíðar og tré-
skurð. Þær bjuggu f miklum
bjálkahúsum, réru um ár, vötn og
haf í knáum bátum og unnu alls
kyns listmuni úr tré. Sumar þjóð-
irnar skáru til dæmis út háar,
myndskreyttar súlur, andlitsgrím-
ur til helgiathafna eða miklar
kirnursem notaðarvoru undir
mat og gjafir á hátíðum.
Rauður sedrusviður
Rauður sedrusviður (Thuja plicata)
er einkennistré þessa svæðis
ásamt döglingsviði (Pseudotsuga
menziesii). Há og bein mynda þau
rökkvaða, sfgræna skóga en trén
geta orðið 50-80 metra há og
einn til tveir og hálfur metri í
þvermál. Enn má finna á þessu
svæði frumskóga, regnskóga,
sem hinn tæknivæddi maður hef-
ur aldrei höggvið. Þar er fjöl-
breytileikinn mikill, alls kyns
plöntur og dýr og trén á öllum
aldri, en fallnir öldungar gegna
mikilvægu hlutverki f endurnýjun
skógarins. Frumbyggjar svæðis-
ins notuðu sedrusviðinn nánast
í alla skapaða hluti. Úr þeim
byggðu þeir geysistór bjálkahús
sín sem sum minna á forna, nor-
ræna skála. Með steinöxum
holuðu þeir út trjáþoli í eintrján-
unga og lengd og lögun bátanna
réðist af formi trésins. Þeir
í Xá:ytem hafa frumbyggjar haft búsetu
í 9000 ár. Þar er tekið á móti skóla-
börnum og þau frædd um líf frum-
byggja og umhverfi þeirra. Krakkarnir
fá að spreyta sig á alls kyns gömlum
handbrögðum. Þessar stelpureru að
berja sedrusviðarbörk til að mynda úr
honum flóka sem drekkur auðveldlega
í sig raka. Slíkan flóka notuðu frum-
byggjart.d. í bleiur. Ljósm. Þorgerður
Hlöðversdóttir.
kunnu að fletta þykkan börkinn
af trjánum í löngum ræmum án
þess að skaða trén. Úr trjáberkin-
um bjuggu þeir til margvíslega
hluti, fléttuðu körfur og fiskinet
og jafnvel föt. Þeir báru mikla
virðingu fyrir skóginum og völdu
trén, sem þeir hjuggu, af sér-
stakri nákvæmni. Þeir undir-
bjuggu hvert þeirra undir nýtt
hlutverk enda bjó andi í hverju
tré, rétt eins og steinum og fjöll-
um, og fornar sagnir frumbyggja
segja frá fólki sem auðveldlega
breyttist í ýmis fyrirbæri náttúr-
unnar. Þarna voru mörk manns
og náttúru engin og maðurinn
ótvírætt hluti náttúrunnar.
Árnar
Ársúrkoma á vesturströnd Van-
couvereyju ertalin í metrum (4,4
m) en þegar vindar hafa lyft sér
upp yfir há fjöll eyjunnar er mest
af regninu fallið til jarðar en er
þó ærið samt.
92