Skógræktarritið - 15.12.1998, Blaðsíða 104
Nú var þá staðsetning girðingar-
innar endanlega ráðin, viðráðan-
leg stærð. Fram undan hjá okkur
var þá fyrst og fremst að reyna
sem allra fyrst að afla fjár til girð-
ingarefnisins, gaddavírs og staura
o.fl., því að ætlunin var að girða á
næsta ári og vitaskuld ætluðum
við að vinna allt í sjálfboðavinnu.
En til þess að gera sem stysta
langa og fyrirhafnarsama sögu
lokaþáttar málsins, rek ég hana
hér aðeins í aðalatriðum.
Því miður fór það svo, að fjár-
öflun okkar reyndist mjög torsótt.
Þrátt fyrir það var enginn bilbug-
ur á okkur félögum. Við vorum
ákveðnir í að framkvæma verkið
eins fljótt og unnt væri.
Og árin liðu hvert af öðru, án
þess að hægt væri að leggja girð-
inguna. Til þess lágu margar
ástæður, sem of langt mál yrði,
til að segja hér frá. En áhuga-
mennirnir fjórir voru alltaf vak-
andi og á verði og notuðu hvert
tækifæri á þessum biðtíma til að
vinna að framgangi málsins,
einkum að fjársöfnun og kynn-
ingu mála í bænum og samtölum
og bréfaskiptum við skógræktar-
stjóra og stjórn Skógræktarfélags
íslands um hjálp við útvegun
girðingarefnis.
Auk þess minntum við líka bæj-
arbúa oft á viss atriði, sem nauð-
synlega þyrfti að vinna sem fyrst
og færa til betri vegar f þorpinu.
Það helsta, sem gert var í þess-
um efnum til fjáröflunar og kynn-
ingar, var þetta:
1) Prentuð falleg merki, sem
borin voru í hvert hús til sölu.
2) Kvikmyndasýningar öðru
hverju. Fengum skógræktar-
stjóra á eina þeirra.
3) Opinberar samkomur með
góðri dagskrá.
4) Dansleikir.
5) Ákveðin tilmæli til sauðfjár-
eigenda að hafa fé sitt á af-
girtu svæði og girða og rækta
húsalóðir sínar.
Yfirlitsmyndiraf skógræktarreitnum við Botnsvatn frá 1997. Myndir: I.G.P. (S.f.).
En friðað land yrðum við að fá
sem fyrst, það var eindregin skoð-
un okkar allra, og þá yrðum við að
leita afturtil hreppsnefndarinnar,
vonuðum að hún leyfði okkur að
friða minna land annars staðar.
Við skrifuðum því nefndinni aft-
ur fljótlega, skýrðum aðstæður
okkar og báðum um landsvæði fyr-
ir rúmlega tveggja kílómetra langa
girðingu vestan við Botnsvatn. Þá
þurftum við ekki að girða aðra
langhliðina sem vissi að vatninu.
Og hreppsnefndin brást okkur
ekki frekaren fyrr. Innan skamms
fengum við hlýlegt bréf frá odd-
vita, þarsem hann skýrði okkur
frá því, að okkur væri leyft að
girða og friða landið á þessum
tiltekna stað.
Við skrifuðum oddvita strax
innilegt þakkarbréf og töldum
harla óvíst, að margar hrepps-
nefndir íslands hefðu á þessum
árum sýnt ræktunarmönnum jafn-
mikla velvild, hlýhug og skilning.
102
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998