Skógræktarritið - 15.12.1998, Page 104

Skógræktarritið - 15.12.1998, Page 104
Nú var þá staðsetning girðingar- innar endanlega ráðin, viðráðan- leg stærð. Fram undan hjá okkur var þá fyrst og fremst að reyna sem allra fyrst að afla fjár til girð- ingarefnisins, gaddavírs og staura o.fl., því að ætlunin var að girða á næsta ári og vitaskuld ætluðum við að vinna allt í sjálfboðavinnu. En til þess að gera sem stysta langa og fyrirhafnarsama sögu lokaþáttar málsins, rek ég hana hér aðeins í aðalatriðum. Því miður fór það svo, að fjár- öflun okkar reyndist mjög torsótt. Þrátt fyrir það var enginn bilbug- ur á okkur félögum. Við vorum ákveðnir í að framkvæma verkið eins fljótt og unnt væri. Og árin liðu hvert af öðru, án þess að hægt væri að leggja girð- inguna. Til þess lágu margar ástæður, sem of langt mál yrði, til að segja hér frá. En áhuga- mennirnir fjórir voru alltaf vak- andi og á verði og notuðu hvert tækifæri á þessum biðtíma til að vinna að framgangi málsins, einkum að fjársöfnun og kynn- ingu mála í bænum og samtölum og bréfaskiptum við skógræktar- stjóra og stjórn Skógræktarfélags íslands um hjálp við útvegun girðingarefnis. Auk þess minntum við líka bæj- arbúa oft á viss atriði, sem nauð- synlega þyrfti að vinna sem fyrst og færa til betri vegar f þorpinu. Það helsta, sem gert var í þess- um efnum til fjáröflunar og kynn- ingar, var þetta: 1) Prentuð falleg merki, sem borin voru í hvert hús til sölu. 2) Kvikmyndasýningar öðru hverju. Fengum skógræktar- stjóra á eina þeirra. 3) Opinberar samkomur með góðri dagskrá. 4) Dansleikir. 5) Ákveðin tilmæli til sauðfjár- eigenda að hafa fé sitt á af- girtu svæði og girða og rækta húsalóðir sínar. Yfirlitsmyndiraf skógræktarreitnum við Botnsvatn frá 1997. Myndir: I.G.P. (S.f.). En friðað land yrðum við að fá sem fyrst, það var eindregin skoð- un okkar allra, og þá yrðum við að leita afturtil hreppsnefndarinnar, vonuðum að hún leyfði okkur að friða minna land annars staðar. Við skrifuðum því nefndinni aft- ur fljótlega, skýrðum aðstæður okkar og báðum um landsvæði fyr- ir rúmlega tveggja kílómetra langa girðingu vestan við Botnsvatn. Þá þurftum við ekki að girða aðra langhliðina sem vissi að vatninu. Og hreppsnefndin brást okkur ekki frekaren fyrr. Innan skamms fengum við hlýlegt bréf frá odd- vita, þarsem hann skýrði okkur frá því, að okkur væri leyft að girða og friða landið á þessum tiltekna stað. Við skrifuðum oddvita strax innilegt þakkarbréf og töldum harla óvíst, að margar hrepps- nefndir íslands hefðu á þessum árum sýnt ræktunarmönnum jafn- mikla velvild, hlýhug og skilning. 102 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.