Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 112
?/ureaía* |Mynd: R&H, 69|, gul, með
gaffallagi, aðeins fundin einu sinni í
Reykjavík, á barrviði.
Auriculariales -
Eyrasveppsbálkur
Exidiaceae -
Birkibólstursætt
Exidia repanda - Birkibólstur,
B ólstursveppur.
Aldinið óreglulega bólsturlaga,
púðalaga eða rúsínulaga, með
fellingum, 1-2,5 cm í þvm., fest í
miðju við undirlagið, brúnt að lit,
hlaupkennt og glansandi í röku
veðri, en skæniskennt í langvar-
andi þurrkum. (5. mynd)
Vex í þyrpingum á dauðum greinum
og fauskum af birki. Algengur um land
allt. Er ekki talinn skaðvænlegur.
Tremetlales -
Skjálfandabálkur
Tremellaceae -
Skjálfandaætt
Tremella mesenterica - Gull-
skjálfandi.
Aldinið skærgult, óreglulegt,
oft með fellingum eða flipum,
hlaup- eða vaxkennt í raka en
hart í þurrki. |Myndir: B&K II, 29;
R&H, 591
Vex á dauðum greinum og sprekum
af birki, vestan- og norðanlands. Líkist
mjög Femsjonia, og verða þessar tegundir
stundum ekki aðskildar nema með smá-
sjárskoðun.
Tremella encephala |Mynd: B&K II, 26|
sníkir á blóðskinna (Stereum sanguinolent-
um), aðeins fundinn á Grund í Eyjafirði,
og Tr. penetrans sníkir á Dacryomyces
stillatus, fundinn á Héraði.
* Spurningarmerki framan viðviðurnafn
tegundar merkir að tegundargreining sé
óviss.
3. mynd. Táradoppa (Dacryomyces
stillatus), hálfrök, á grenistaur í Skorra-
dal 1989. Ljósm. H. Kr.
4. mynd. Femsjonia pezizaeformis, óvenju
stór og þéttvaxin, á birkifausk í Egils-
staðaskógi 1988. Ljósm. H. Kr.
5. mynd. Birkibólstur (Exidia repanda) á
birkispreki í Egilsstaðaskógi 1988.
Ljósm. höf.
110
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998