Skógræktarritið - 15.12.1998, Page 114
7. mynd. Broddberkingur (Basidiora-
dulum radula), á birkispreki í Ljósa-
vatnsskarði 1985. Ljósm. höf.
8. mynd. Lóberkingur (Hyphoderma
setigerum) á birkispreki í Lystigarðinum
á Akureyri 1985. Ljósm. höf.
9. mynd. Vaxberkingur (Radulomyces
confluens) á birkistubb í Lystigarðinum
á Akureyri 1985. Ljósm. höf.
því leyti, að yfirborð aldinsins
brotnar með aldrinum upp í reiti,
með allt að 5 mm löngum, þver-
stýfðum og samvfsandi göddum,
svo það verður líkt og raspur eða
skrápur. (7. mynd)
Vex hér aðeins á barkklæddum grein-
um og sprekum af birki, og er nokkuð
tíður um land allt. (Sjá grein mína
"Skinnsveppir og skrápsveppir" í Skóg-
ræktarritinu 1975).
Hyphoderma setigerum -
Lóberkingur, Hvítberkingur.
Myndar hvítt eða gulhvítt skæni
á hálffúnum birkisprekum í skóg-
um. Það er fremur lingert, og yfir-
borðið mélkennt eða fínlóhært.
(8. mynd)
Víða á Norður- og Austurlandi, og
líklega um allt land.
Tvær aðrar tegundir hafa fundist hér
af þessari ættkvísl: Hyphoderma pallidum
og H. praetermissum |Mynd: B&K 11, 126],
báðará innfluttum barrviði (timbri og
staurum).
Hypochnicium punctulatum. Eitt sýni úr
Hálsskógi frá árinu 1900 hefur nýlega
verið greint þannig. Óvíst hvort tegund-
in vex hér enn.|Mynd: B&K II, 135 j
Radulomyces confluens - Vax-
berkingur (samnefni: Cerocorticium
confluens).
Myndar allstórar grágular og
vörtóttar flesjur á trjástubbum og
fauskum af birki. í raka eru þær
vaxkenndar, en harðar og
sprungnar í þurrki. (9. mynd)
Tíður á Norður- og Austurlandi.
112
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998