Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 121
Fomitopsidales -
Barðsveppsbálkur
Fomitopsidaceae -
Barðsveppsætt
Antrodia ?sinuosa - Timburbora.
(Samnefni: Antrodia vaporaria, Poly-
porus vaporarius, Poria vaporarius).
Aldinið skorpu- eða bólstur-
laga, oft með stöllum og smá-
börðum, þegar það vex á lóðrétt-
um fleti, 2-5 mm þykkt, og oft
nokkrir ferdesímetrar að flatar-
máli, lingert, vatt- eða korkkennt,
með beisku bragði. Borulagið
gulhvítt f fyrstu, síðar bleik- eða
grábrúnt, með þunnveggja,
tenntum köntuðum og/eða völ-
undarhúslaga borum. Gróin
bjúglaga, hvít og slétt. [Mynd:
R&H, 162|
Vex á barklausum fauskum og timbri
af barrviði, bæði utan húss og innan.
Þarf nokkuð stöðugan raka f viðnum til
að þroskast. Er talinn einn mikilvirkasti
fúasveppur sem þekkist, og veldur
„brúnum fúa" í timbri, en í sprungum
sést í hvítt myglið, og því er þessi teg-
und oft nefnd „Hvítur hússveppur".
Mun vera algeng hérlendis í kjöllurum
húsa, jarðhýsum (t.d. kartöfluhúsum),
og er einnig getið í fúnum skipum frá
miðri öldinni. Tegundargreining er ekki
örugg, og getur verið að um fleiri skyld-
ar tegundir, svo sem Antrodia vaillantii, sé
að ræða. (Sjá greinar Sigurðar Péturs-
sonar 1956 og 1957).
Gloeophyllum sepiarium -
Fanbarði.
Aldinið syllu-, hatt- eða skel-
laga, jafnvel bólsturlaga. Holdið
seigt, dökkbrúnt. Efra borðið
strýhært á ungum eintökum,
brúnt-rauðbrúnt, með gulbrúnum
eða grábrúnum beltum og dökk-
gulum kanti. Neðra borðið gul-
brúnt-gulgrátt með völundarhús-
laga rifjum eða nokkuð regluleg-
um, greinóttum fönum, en aldrei
borótt. Er þessi tegund því auð-
þekkt frá öðrum skellaga svepp-
um hérlendis.|Myndir: B&K
11,390; R&H, 175]
Vex á dauðum barrtr]ám, aðallega
greni, og á viði þeirra. Veldur brúnum
fúa í viðnum. Er talinn algengur fúa-
valdur í síma- og rafmagnsstaurum í
Skandinavíu. Þessi tegund fannst hér
fyrst haustið 1997, á gömlum rekaviðar-
bút, sem Iegið hafði nokkur ár í fjöru-
sandi á Kvískerjum í Öræfum. Hefur ef-
laust borist hingað með viðnum. Ekki
getið áður frá ísiandi.
# Piptoporus betulinus - Birkibarði
myndar barð- eða nýraiaga aidin, 5-30
cm breið, og 2-5 cm þykk, stundum
með fótarvotti (staf), ljósbrún og hár-
laus að ofan, en gulhvít að neðan.
Holdið hvítt, kork-leðurkennt. Hægt er
að aðskilja borulagið frá hinum hlutum
aldinsins. Vex aðeins á birki, oftast á
dauðum trjám eða greinum, og veldur
brúnfúa. Var notaður til að hvetja rak-
hnífa og geyma í eggjárn, sbr. norska
nafnið knivkjuke. Birkibarði er algengur
um alla Evrópu, en hefur enn ekki
fundist á fslandi. Var getið sem ís-
lenskrar tegundar af misskilningi í
Skógræktarritinu 1966 (sjá Tyromyces
chioneus).
Phaeolaceae
Laetiporus sulphureus. Þræði þess-
arar tegundar er talið hafa fundist hér-
lendis í innfluttri eik frá Þýskalandi. Sjá
bæklinginn „Fúi ftréskipum" 1956. Er-
lendis vex hún oftast á lifandi lauftrjám
aðallega á eik, en finnst líka stundum á
lerki og greni. Tegundin er fremur hita-
kær, svo litlar líkur eru til að hún nemi
land hér, enda hafa aldin hennar aldrei
fundist hérá landi.
Herichiales-
Broddkóralsbálkur
Auriscalpiaceae -
Köngulsveppsætt
Lentinellus omphaloides -
Sagbleðill.
Aldinið hettulaga, brjóskkennt.
Hettan hvelfd, flöt eða naflalaga,
1-3 cm í þvm., oftast óregluleg
og flipótt, stundum alveg hlið-
stæð eða tungulaga, nokkuð
breytileg að lit og áferð eftir raka-
stigi, frá Ijósbrúnu yfir í rauð-
brúnt. Fanir niðurvaxnar, ljós-
brúnar eða rauðleitar, með sag-
tenntri egg. Stafur oft hjámiðja
við hettuna, samlita henni, en
rauðbrúnn neðantil, ullhærður
neðst, oft grópaður og flatvaxinn,
seigur. Lykt þægileg og bragð
rammt. (21. mynd)
Vex á birkisprekum og stubbum í
birkiskógum víða um landið. Er ýmist
talinn til vanfönunga eða hattsveppa.
# Auriscalpium vulgare - Köngulsvepp-
ur, sem ættin er kennd við, hefur
brodda neðan á hettunni og vex aðeins
á barrviðarkönglum. Ófundinn hér á
landi enn.
Hyphodermatales
(að hluta til / sjá bls. 111)
Bjerkanderaceae -
Ostsveppsætt
Tyromyces chioneus - Fausbyst-
ingur (samnefni: Polyporus albellus;
misnefni: Polyporus betulinus).
Aldinið bólstur, barð- eða
syllulaga, 1-5 cm í þvm. og 0,2-2
cm á þykkt. í raka er það lingert,
vatnsríkt, ost- eða svampkennt,
en harðnar f þurrki. Efra borðið
hvftt í fyrstu og lóhært-ullhært,
sfðan bert, fínvörtótt, og brún-
eða gráleitt. Holdið hvftt, með
sérkennilegri lykt sem minnir á
stearfn (kertavax). Borulagið hvftt
eða gulleitt, stundum með rauð-
leitum blettum, og sívölum eða
dálítið köntuðum, mjóum borum.
Gróin, hvít, aflöng, 4-5 x 1,5-2 m.
Veldur hvítfúa í viðnum. (22.
mynd)
Vex hér oftast á fauskum og sprekum
af birki, sem liggja í skógbotninum, og
fer lögun aldina mjög eftir því hvernig
hann er staðsettur. Er nokkuð tíður í
skógum í Fnjóskadal og á Héraði eystra,
en ófundinn annars staðar. (Fyrir mis-
skilning var þessi sveppur fyrst nafn-
greindur sem Polyporus belulinus =
Piptoporus betulinus og getið undir því
nafni í grein minni í Skógræktarritinu
1966 (sjá bls. 119)).
Hymenochaetales -
Hófsveppsbálkur
Aldinin ýmislega löguð, oftast
með boróttum kólfbeði. Aldinvef-
urinn leður-korkkenndur, brún-
leitur, með dökkbrúnum brodd-
hárum á yfirborðinu, sem eru að-
aleinkenni bálksins. 4-5 tegundir
á fslandi, sem tilheyra þremur
ættum.
119
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998