Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 121

Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 121
Fomitopsidales - Barðsveppsbálkur Fomitopsidaceae - Barðsveppsætt Antrodia ?sinuosa - Timburbora. (Samnefni: Antrodia vaporaria, Poly- porus vaporarius, Poria vaporarius). Aldinið skorpu- eða bólstur- laga, oft með stöllum og smá- börðum, þegar það vex á lóðrétt- um fleti, 2-5 mm þykkt, og oft nokkrir ferdesímetrar að flatar- máli, lingert, vatt- eða korkkennt, með beisku bragði. Borulagið gulhvítt f fyrstu, síðar bleik- eða grábrúnt, með þunnveggja, tenntum köntuðum og/eða völ- undarhúslaga borum. Gróin bjúglaga, hvít og slétt. [Mynd: R&H, 162| Vex á barklausum fauskum og timbri af barrviði, bæði utan húss og innan. Þarf nokkuð stöðugan raka f viðnum til að þroskast. Er talinn einn mikilvirkasti fúasveppur sem þekkist, og veldur „brúnum fúa" í timbri, en í sprungum sést í hvítt myglið, og því er þessi teg- und oft nefnd „Hvítur hússveppur". Mun vera algeng hérlendis í kjöllurum húsa, jarðhýsum (t.d. kartöfluhúsum), og er einnig getið í fúnum skipum frá miðri öldinni. Tegundargreining er ekki örugg, og getur verið að um fleiri skyld- ar tegundir, svo sem Antrodia vaillantii, sé að ræða. (Sjá greinar Sigurðar Péturs- sonar 1956 og 1957). Gloeophyllum sepiarium - Fanbarði. Aldinið syllu-, hatt- eða skel- laga, jafnvel bólsturlaga. Holdið seigt, dökkbrúnt. Efra borðið strýhært á ungum eintökum, brúnt-rauðbrúnt, með gulbrúnum eða grábrúnum beltum og dökk- gulum kanti. Neðra borðið gul- brúnt-gulgrátt með völundarhús- laga rifjum eða nokkuð regluleg- um, greinóttum fönum, en aldrei borótt. Er þessi tegund því auð- þekkt frá öðrum skellaga svepp- um hérlendis.|Myndir: B&K 11,390; R&H, 175] Vex á dauðum barrtr]ám, aðallega greni, og á viði þeirra. Veldur brúnum fúa í viðnum. Er talinn algengur fúa- valdur í síma- og rafmagnsstaurum í Skandinavíu. Þessi tegund fannst hér fyrst haustið 1997, á gömlum rekaviðar- bút, sem Iegið hafði nokkur ár í fjöru- sandi á Kvískerjum í Öræfum. Hefur ef- laust borist hingað með viðnum. Ekki getið áður frá ísiandi. # Piptoporus betulinus - Birkibarði myndar barð- eða nýraiaga aidin, 5-30 cm breið, og 2-5 cm þykk, stundum með fótarvotti (staf), ljósbrún og hár- laus að ofan, en gulhvít að neðan. Holdið hvítt, kork-leðurkennt. Hægt er að aðskilja borulagið frá hinum hlutum aldinsins. Vex aðeins á birki, oftast á dauðum trjám eða greinum, og veldur brúnfúa. Var notaður til að hvetja rak- hnífa og geyma í eggjárn, sbr. norska nafnið knivkjuke. Birkibarði er algengur um alla Evrópu, en hefur enn ekki fundist á fslandi. Var getið sem ís- lenskrar tegundar af misskilningi í Skógræktarritinu 1966 (sjá Tyromyces chioneus). Phaeolaceae Laetiporus sulphureus. Þræði þess- arar tegundar er talið hafa fundist hér- lendis í innfluttri eik frá Þýskalandi. Sjá bæklinginn „Fúi ftréskipum" 1956. Er- lendis vex hún oftast á lifandi lauftrjám aðallega á eik, en finnst líka stundum á lerki og greni. Tegundin er fremur hita- kær, svo litlar líkur eru til að hún nemi land hér, enda hafa aldin hennar aldrei fundist hérá landi. Herichiales- Broddkóralsbálkur Auriscalpiaceae - Köngulsveppsætt Lentinellus omphaloides - Sagbleðill. Aldinið hettulaga, brjóskkennt. Hettan hvelfd, flöt eða naflalaga, 1-3 cm í þvm., oftast óregluleg og flipótt, stundum alveg hlið- stæð eða tungulaga, nokkuð breytileg að lit og áferð eftir raka- stigi, frá Ijósbrúnu yfir í rauð- brúnt. Fanir niðurvaxnar, ljós- brúnar eða rauðleitar, með sag- tenntri egg. Stafur oft hjámiðja við hettuna, samlita henni, en rauðbrúnn neðantil, ullhærður neðst, oft grópaður og flatvaxinn, seigur. Lykt þægileg og bragð rammt. (21. mynd) Vex á birkisprekum og stubbum í birkiskógum víða um landið. Er ýmist talinn til vanfönunga eða hattsveppa. # Auriscalpium vulgare - Köngulsvepp- ur, sem ættin er kennd við, hefur brodda neðan á hettunni og vex aðeins á barrviðarkönglum. Ófundinn hér á landi enn. Hyphodermatales (að hluta til / sjá bls. 111) Bjerkanderaceae - Ostsveppsætt Tyromyces chioneus - Fausbyst- ingur (samnefni: Polyporus albellus; misnefni: Polyporus betulinus). Aldinið bólstur, barð- eða syllulaga, 1-5 cm í þvm. og 0,2-2 cm á þykkt. í raka er það lingert, vatnsríkt, ost- eða svampkennt, en harðnar f þurrki. Efra borðið hvftt í fyrstu og lóhært-ullhært, sfðan bert, fínvörtótt, og brún- eða gráleitt. Holdið hvftt, með sérkennilegri lykt sem minnir á stearfn (kertavax). Borulagið hvftt eða gulleitt, stundum með rauð- leitum blettum, og sívölum eða dálítið köntuðum, mjóum borum. Gróin, hvít, aflöng, 4-5 x 1,5-2 m. Veldur hvítfúa í viðnum. (22. mynd) Vex hér oftast á fauskum og sprekum af birki, sem liggja í skógbotninum, og fer lögun aldina mjög eftir því hvernig hann er staðsettur. Er nokkuð tíður í skógum í Fnjóskadal og á Héraði eystra, en ófundinn annars staðar. (Fyrir mis- skilning var þessi sveppur fyrst nafn- greindur sem Polyporus belulinus = Piptoporus betulinus og getið undir því nafni í grein minni í Skógræktarritinu 1966 (sjá bls. 119)). Hymenochaetales - Hófsveppsbálkur Aldinin ýmislega löguð, oftast með boróttum kólfbeði. Aldinvef- urinn leður-korkkenndur, brún- leitur, með dökkbrúnum brodd- hárum á yfirborðinu, sem eru að- aleinkenni bálksins. 4-5 tegundir á fslandi, sem tilheyra þremur ættum. 119 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.