Skógræktarritið - 15.12.1998, Page 139

Skógræktarritið - 15.12.1998, Page 139
V I Ð T A L BRYNIÓLFUR IÓNSSON Maður og tré Viðtal við Baldur Jónsson á Vesturgötu 25 í Reykjavík Fyrir nokkrum árum fór að venja komur sínar á Ránargötu 18 Iétt- stígur maður, jafnan færandi hendi með iitlar hlynplöntur, sem hann sagði að við yrðum að eiga og koma í jörð á góðum stað. Þetta hefur komið Skógræktarfélagi íslands ákaflega vel og fellur auk þess vel að markmiðum félagsins að auka hlut hlynsins og annarra langlífra lauftrjátegunda í útivistarskógum landsins svo ekki sé talað um garða og opin svæði í borg og bæ. Undanfarin ár hefur það síðan verið fastur liður hjá félaginu að gefa hlynplöntur við hátíðleg tæki- færi og vekja þannig áhuga manna á notkun þessara tegunda. Baldur Jónsson, eins og þessi léttstígi maður heitir fullu nafni, hefur gaukað margri hlynplöntunni að kunningjum og ættingjum og fræinu hefur hann safnað af ákveðnu tré í garðinum á Vesturgötu en með reynslu og tilraunum hefur hann komist upp á lag með að láta fræið spíra. Saga Baldurs er dæmi um skemmtilegt og einlægt sam- band manns og trés og hugsjón hans að breiða fleiri falleg hlyntré um borg og bæ næstu kynslóð til yndisauka. ]ceja Baldur, hvar ert þú fceddur? Ég er fæddur 1918 í Önundarfirði á bæ sem hét Kroppstaðir innar- lega í firðinum. Faðir minn var skipstjóri, sonur Jens Eirfkssonar, allt ættað af Vestfjörðunum held ég, en móðir mín Ása Sigurðar- dóttir var frá Hjalteyri í Eyjafirði °g hennar fólk þaðan. Við flutt- um síðan til Reykjavíkurá Hverf- isgötu 58a þegar ég var 3 ára en síðan dó pabbi úr lungnabólgu áður en ég náði 4 ára aldri. Hlynurinn á Vesturgötu 23 er einn stærsti hlynur í Reykjavík. Sjá má Baldur neðst í hægra horninu en króna trésins er risavaxin. Upp úr því var ég mikið í sveit. Var sendur í Borgarfjörðinn og var tæp 5 ár á Signýjarstöðum f Hálsasveit og hélt mikið upp á það fólk. Þarna hefði ég gjarnan viljað sjá hlynskóg vaxa á stóru svæði. Síðan þegar barnaskólinn byrj- ar er ég sendur norður í Eyja- fjörð til móðurfólks mfns og var þar fram yfir fermingu. Mig lang- aði síðan að fara upp í Borgar- fjörð og fór uppeftir aftur. Svo ég segi þar frá skemmtilegu atviki þá hafði ég engan til að leika við nema hundinn. Hundurinn var góður félagi. Ég fór að fara svona sem krakki dálítið frá bænum og þar hitti ég tvær stúlkur. Fra nœsta bœ? Við skulum segja það. Ég fór þarna annað slagið; þetta var hjá klettum einhverjum sem voru þarna en mjög langt að næsta bæ. Stúlkurnar gáfu mér leppa, þegar ég fór, fallega prjónaða, en ég hef nú glatað þeim. Þegar ég kom að Signýjarstöðum 16-17 ára gamall til þess að hitta heim- ilisfólkið spurðist ég mikið fyrir um stúlkurnará hinum bænum. Allir þrættu fyrir að þessar stúlk- ur væru til. Þetta hefur þá verið huldufólk? Ég veit það ekki. Ég vil ekki slá því föstu að til sé huldufólk. En fyrir mér var þetta jafn raunveru- legt og annað fólk en ég hafði ekki orð á því meir. Það var samt eitthvað, eitthvað sem ég get ekki skýrt. Hvað tekur síðan við á þínum mann- dómsárum? Ég fór nú í kokkerí og lærði á Hótel Skjaldbreið og síðan á sjó- inn. Var á millilandaskipi en féll ekki f kramið. Ég reykti hvorki né drakk og féll ekki í þetta misjafna líferni. Stýrimennirnir á skipinu sögðu mér að ég skyldi fara í land og læra eitthvað í landi svoleiðis SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998 137
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.