Skógræktarritið - 15.12.1998, Page 149
MINNING
Kjartan Sveinsson
F 30, jan. 1913. • D. 21. febr. 1998.
Þegar ég byrjaði að starfa hjá Skógræktarfélagi Reykja-
víkur árið 1950, var Kjartan Sveinsson einn af fyrstu fé-
lagsmönnum sem ég kynntist. Hann var mikill áhuga-
maður um skógrækt og minnist ég þess að á fundum
þurfti hann oft að tjá hug sinn um hvað honum fannst
margir fara illa með landið.
Kjartan vann lengst hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Hann var mikill hvatamaður að því að Rafmagnsveitan
hóf skógrækt f Elliðaárdal 1951 og var hann þar drif-
fjöðrin við gróðursetningu og hirðingu gróðursins alla
tíð. Margar ferðir fórum við um dalinn til að huga að
gróðri og hafði hann ákveðnar skoðanir um hvar og
hvað skyldi gert.
Fyrir nokkrum árum heiðraði Rafmagnsveitan hann
með því að setja fallegan stein og bekk sem þakklæti
fyrir störf hans þar.
Kjartan var ákaflega tryggur og einlægur vinur og
kom oft til mín í vinnuna til að ræða áhugamál sitt og
voru það ánægjulegar stundir.
Kjartan var ungur á Laugarvatnsskóla og stundaði
þar sund og aðrar íþróttir og var hann vel á sig kominn.
Hann sagði mér einu sinni að hann hefði veðjað við
félaga sinn um að hann gæti synt yfir Ölfusá. Hann
sannaði þetta fyrir honum og synti yfir ána, en það
hafa víst fáir leikið þetta eftir. Þetta sýnir kjark hans og
hugrekki.
Kjartan var einlægur framsóknarmaður og var ekki
að leyna skoðunum sfnum um menn og málefni og tók
þá oft sterkt til orða, sérstaklega þegar málið snerist
um landnotkun og gróðurvernd sem hann bar mjög
fyrir brjósti og vildi að bændur girtu af beitilönd sín og
stjórnuðu beit á skynsamlegan hátt. Hákon Bjarnason
skógræktarstjóri og Kjartan voru miklir vinir og hygg
ég að Hákon hafi með sínum fádæma áhuga smitað
Kjartan af skógræktarbakteríunni, sem fylgdi honum til
æviloka.
Blessuð sé minning þín.
Vilfijáltnur Sigtryggsson
Mógilsá og stefnan tekin á doktorsnám, þegar örlögin
hrifu Iff hans eins og leiftur af himni ofan.
Fagumhverfi íslenskrar skógræktar er fáliðað og skarð
fyrir skildi þegar vinur og félagi er horfinn á braut.
Bjartar minningar um góðan dreng munu um langa
hrfð fylgja þeim er þekktu Gunnar.
Hugsjónir og sterkar tilfinningar hafa frá fyrstu tíð
fylgt skógræktarmönnum hér á landi. Gunnar var einn
af þeim sem átti til að bera gáfur og næmi í ríkum mæli
og átti auðvelt með að tjá þessar tilfinningar í bundnu
máli. Tilbrigði skógarins, þess sem hann gefur og færir
og hugsýn skógræktandans hvar skógarnir dali skrýða,
kemur einkar vel fram í einu erindi Ijóðs þeirra feðga
Gunnars og Freysteins Sigurðssonar sem flutt var við
jarðarför Gunnars í Kópavogi 15. júlí 1998.
Leikur hlýr f lofti blær
og landið móti sólu hlær.
Glitrar dropi greinum á skær.
Skógarnir dali skrýða
skjólið er þar og blíða.
Teigarnir hátt til hlíða
hamrana prýða.
Yfir er himinninn heiður og tær.
B rynjólfur 1 ónsson
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
147