Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 4
KVENNASÖGUSAFN ÍSLANDS
KVENNAS ÖGUS AFN ISLANDS
SIÍRSLA
31. desember 1975
Aðdragandi, stofnun og störf
Stofnun Kvennasögusafns Islands átti sér nokkuð langan aðdraganda.
Sumarið 1968 hélt Karin Westman Berg, dósent við háskólann 1 Upp-
sölum, erindi um rannsóknir í kvennasögu á ráðstefnu norrænna kven-
réttindafélaga á Þingvöllum. Eftir þessa ráðstefnu kviknaði hug-
mynd Önnu Sigurðardóttur um stofnun íslensks kvennasögusafns. Hún
hóf áður en langt um leið samskipti við kvennasögusöfnin 1 Gauta-
borg og Arósum og sendi þeim ýmis skjöl og gögn um íslenskar konur.
I bréfi dagsettu 8. september 1972 til Svanlaugar Baldursdótttir
segir Anna: *'f>að væri gaman ef hægt væri að koma upp svona deild
hér á Islandi." Hún hvatti jafnframt Svanlaugu til þess £ bréfinu
að heimsækja kvennasögusöfnin í Gautaborg og Arósum og kynna sér
starfsemi þeirra. Svanlaug gat ekki komið því við að heimsækja
söfnin, en þegar Else Mia Einarsdóttir var á ferðalagi um Norður-
lönd haustið 1972, skrapp hún til Arósa og ræddi við Önnu Maríu
Terp forstöðumann safnsins þar.
Anna Sigurðardóttir og Svanlaug Baldursdóttir kynntust 1969. Svan-
laug var þá blaðamaður við dagblaðið Vísi, og skrifaði þar talsvert
um ýmis sérmál kvenna, svo og um landspítalasöfnun kvenna 1969.
I bréfi dagsettu 22. janúar 1974 til Svanlaugar segist Anna hafa
rætt við Else Miu um möguleikana á þvi að koma á fót kvennasögusafni
á Islcindi. "Eg sagði henni, að ég myndi einhvern tíma láta 'dótið'
mitt í það, þótt lítið sé, þá eiga ekki margar meira hér af slíku
dóti."
Fundum Önnu og Else Miu bar hins vegar fyrst samán á fundi hjá Kven-
réttindafélagi Islands, þar sem fjallað var um hjúskaparlöggjöfina.
Else Mia var þá ekki í félaginu, en bað um að fá að hlýða á erindi
prófessors Armanns Snævarr. Þegar Else Mia var bókavörður í Norræna
húsinu, var Anna henni innan handar við að velja rit um og eftir
konur á Norðurlöndum. A meðan Else Mia gegndi í forföllum forstjóra-
starfi í Norræna húsinu, gekkst hún fyrir dagskrá um jafnrétti þegn-
anna í menntun og löggjöf. Fyrirlesarar voru Helga Stene, lektor
frá Noregi, og Inger Margrete Pedersen, landsréttardómari frá Dan-
mörku. Anna benti Else Miu á þá síðarnefndu. Rétt er að geta þess,
að kvennasögusafnið í Gautaborg sendi Norræna húsinu ársfjórðungs-
lega "Förteckning över nyutkommen litteratur" að beiðni Önnu, þegar
henni var boðið það, því hún taldi eðlilegra að bókasafn Norræna
hússins fengi það frekar en einstaklingur.
Sumarið 1973 óskaði kvennasögusafnið í Gautaborg eftir því í bréfi,
að Norræna húsið benti á þrjá fulltrúa frá Islandi til að sitja ráð-
stefnu i«n samvinnu kvennasögusafna á Norðurlöndiam. Ráðstefnan var
haldin í háskólabókasafninu í Gautaborg í marsmánuði 1974. Bent var