Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 5

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 5
2 á þær þrjár, sem nú hafa stofnað Kvennasögusafn Islands. Else Mia og Svanlaug sóttu ráðstefnuna, en Anna gat ekki farið. Á ráðstefn- unni var m.a. rætt um möguleika á því að stofnsetja kvennasögusöfn í Finnlandi, Færeyjum, Islandi og Noregi. íslensku fulltrúarnir töldu, að safn Önnu Sigurðardóttur af skjölum og bókum um Islenskar konur, gæti vel nægt sem stofn íslensks kvennasögusafns. Komið var á fót samstarfshópi um málefni norrænna kvennasögusafna. I honum situr einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna. Verkefni hans er aðallega að samræma flokkim og skráningu rita og heimilda um sögu kvenna, auk þess að athuga möguleika á samskrá um norræna kvenna- sögu. Erindi og umræður á fundinum eru til á snældum í Kvenna- sögusafni Islands, sömuleiðis nokkrar ljósmyndir. Við heimkomuna sömdu þær Svanlaug og Else Mia fréttatilkynningu og bar hún fyrir- sögnina "Safn til sögu íslenskra kvenna?" Birtust fréttir um fund- inn í hljóðvarpi og í helstu dagblöðum Reykjavíkur í maí 1974. Fundurinn lagði til að kvennasögusöfn á Norðurlöndunum semdu lista yfir nýútkomin rit og skrif um málefni kvenna í þeirra landi og sendi síðan kvennasögusafninu í Gautaborg til birtingar í tímaritinu "Hertha", sem gefið er út af Fredrika Bremer Förbundet í Svíþjóð. Anna Sigurðardóttir gerði skrá yfir greinar og fréttir varðandi konur í íslenskum dagblöðum og vikublöðum á tímabilinu janúar-mars og apríl-júní 1974 og sendi safninu í Gautaborg. Xokaákvörðtin um að Stofna hér kvennasögusafn var tekin sumarið 1974. Stofnendur voru aðeins þrír, þær Anna Sigurðardóttir, Else Mia Ein- arsdóttir og Svanlaug Baldursdóttir. Þær síðast nefndu eru bóka- safnsfræðingar. Þær sendu bréf um það 28. júlí 1974 til fjölmenn- ustu kvennasamtaka landsins. Nú var farið að semja stofnskrá fyrir safnið, hvert uppkastið á fætur öðru var skrifað og sent til Svanlaugar, sem fór um haustið til Danmerkur til starfa £ bókasafnsfræðum. Gerði hún síðan sínar athugasemdir við það og annað viðvíkjandi undirbúningi við safnið. Bréfaskiptin við Svanlaugu eru góðar heimildir um það, hversu mikil vinna var lögð í að undirbúa safnið og stofnskrána að efni og orðfæri. Fjölritunarstofa Friede Briem lagði síðustu hönd á stofnskrána í nóvember 1974. I október 1974 var kvennasamtökunum skrifað á ný og þeim sent upp- kast að stofnskránni og sagt, að Kvennasögusafn íslands yrði stofnað á fyrsta degi alþjóðakvennaárs sameinuðu þjóðanna, 1. janúar 1975. Stofnendur töldu að einmitt á því ári kynni að vera bein þörf fjtrir kvennasögusafn. Ifn þessar mundir samdi Else Mia grein um kvennasögusöfn á Norður- löndm og víðar. Hún þýddi stofnskrána á norsku, m.a. handa kvennasögusöfnunum á Norðurlöndum. Hún skrifaði einnig bréf á ensku til að kynna safnið utan Norðurlanda. Reglugerð fyrir Kvennasögirsafnið var samin um líkt leyti. I október gerði Anna uppkast að væntanlegri efnisorðaskrá fyrir Kvennasögtisafn Islands, samtals rúm 350 uppsláttarorð, og tók hún aðeins þau orð, sem til var eitthvert efni um í þeim drögum að heimildum, sem hún ætlaði að gefa Kvennasögusafni Islands á stofn- degi þess.

x

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...
https://timarit.is/publication/1997

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.