Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 6

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 6
3 Þar sem væntanlegt kvennasögusafn var algjörlega fjárvana, var fjárveitinganefnd Alþingis send beiðni um nokkurn styrk safninu til handa á árinu 1975. Allnákvæm greinargerð fylgdi umsókninni. Henntamálaráðherra Vilhjálmi Hjálmarssyni var og sent bréf 24. október 1974, ásamt afritum af þeim fylgiskjölum, sem send voru fjárveitinganefnd. Nokkru seinna fóru Anna og Else Mia á fund ráðherra. Greindu þær honum frá fyrirhugaðri stofnun Kvennasögu- safns Islands og fóru þess á leit við hann, að hann veitti safninu liðsinni á Alþingi. Menntamálaráðherra var afhent greinin um kvennasögusöfn erlendis og sýnishorn af efnisorðaskránni. Einnig var farið á fund formanns fjárveitinganefndar Alþingis, Jóns Arna- sonar. Umsóknin bar ekoci árangur, hinsvegar varð til grínvísa út af henni £ nefndinni (sbr. bréf til Svanlaugar 23. febrúar 1975). Heimsóttar voru nokkrar stofnanir og forráðamönnum þeirra skýrt frá ákvörðvminni um að stofna kvennasögusafn: Landsbókasafn Is- lands, bjóðskjalasafnið, Borgarbókasafn Reykjavíkur og Norræna húsið. Einnig var rætt við formenn Kvenréttindafélags Islands og Kvenfélagasambands Islands. Rétt er að geta þess, að þó nokkr- ir gestir Kvennasögusafns Islands komu eftir ábendingu þessara aðila. Um miðjan nóvember 1974 festi Anna kaup á 1jósritunarvél hjá Skrifstofuvélum h.f. Vélina (Apeco, model 285) átti að nota á safninu. Nokkru áður hafði hún látið setja upp 'hansahillur' í herbergi því, sem hún ætlaði safninu í íbúð sinni að Hjarðarhaga 26, 4- hæð til hægri. Ljósritunarvélin og hansahillurnar verða áfram eign Önnu, svo og allt sem er í herberginu fyrir utan bækur og önnur gögn, sem hún gaf á stofndegi safnsins. I desember 1974 var Kristínu Þorkelsdóttur, auglýsingateiknara, falið að hanna merki, bréfhaus og stimpil handa safninu, en sakir annríkis hennar dróst þetta í nokkra mánuði. Fyrsta bréfið með merki safnsins var skrifað til Svanlaugar þann 5. maí 1975. Af hlýhug til Kvennasögusafns Islands lét Kristín verkið £yrir að- eins hálft gjald. Pósthólf var pantað í póstútibúinu að Neshaga og Fékkst það frá 1. mars 1975 að telja. Númer pósthólfsins er 7005. Kvennasögusafns Islands var formlega stofnað 1. janúar 1975. Við stofnun voru einwigis fjölskyldur Önnu Sigurðardóttur og Else Miu Einarsdóttur. Svanlaug Baldursdóttir var fjarverandi, en hún sendi kvennasögusafninu heillaóskaskeyti í tilefni dagsins. Sömu- leiðis barst heillaskeyti frá Karin Westman Berg. I ráði var að menntamálaráðherra og kona hans Margrét Þorkelsdóttir, sömuleiðis Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, Sigríður Thorlacius, formaður Kvenfélagasambands Islands, Guðný Helgadóttir , formaður Kven- réttindafélags Islands, ásamt þremur fjnrverandi formönmmi félags- ins, kæmu í heimboð til Kvennasögusafns Islands í tilefni stofnunar 1. janúar. Vegna fjarveru ráðherra varð að fresta boðinu til 19. janúar. Komu þá boðsgestir allir að undanskilinni Sigríði Thor- lacius, sem þá var erlendis.

x

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...
https://timarit.is/publication/1997

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.