Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 7

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 7
4 Fréttamenn frá helstu fjölmiðlum komu 2. janúar. I fréttaauka hljóðvarps um kvöldið talaði Nanna tllfsdóttir, fréttamaður, við þær báðar, Önnu og Else Miu. Þar sem fréttamenn komu á fimmtu- degi, var safnið kjmnt í sjónvarpi næsta kvöld, 3. janúar, með kvikmynd og viðtali við Önnu Sigurðardóttur. Fréttir birtust í blöðunum næstu daga. Sum blöðin gerðu fréttinni sérlega góð skil og birtu myndir. Norræni menningarsjóðurinn auglýsti styrkveitingar í tilefni kvennaársins. Kvennasögusafn Islands sendi umsókn um styrk ásamt tilheyrandi fjárhagsáætlun og greinargerð á norsku. Kvennasögusafnið átti aðild að, og raunar frimkvæði líka, að ann- arri umsókn til sjóðsins. Það var umsókn frá Nordmannslaget im styrk til að bjóða cand.philol. Gro Hagemann, kennara við háskól- ann í Oslo, hingað til að halda fyrirlestra í kvennasögu. Samvinna um þetta mál var höfð við prófessor Svein Skorra Höskuldsson, for- seta heimspekideildar Haskóla Islands. Báðum þessum umsóknum var synjað (sbr. bréf 17- mars 1975). Samstarfshópur norrænu kvennasögusafnanna frá því í mars 1974, hélt fund í Kaupmannahöfn í janúar 1975. A fundinum var ákveðið að koma á samskráningu fyrir norræna kvennasögu. Fyrsta skrefið væri að gera efnisorðasafn á öllum norðurlandamáltmum og á ensku að aúki. Samstarfshópurinn sótti um fjárveitingu úr norræna menn- ingarsjóðnum til þess að vinna þetta verk. Umsókninni var synjað. Fréttatilkynning um fundinn í Kaupmannahöfn var send öllum fjöl“> miðlum í Reykjavík, og birtust fréttir um norræna orðasafnið í hljóðvarpi og í flestum dagblöðum í Reykjavík. Else Mia sendi einnig skýrslu um fimdinn til menntamálaráðuneytisins, en það hafði veitt henni ferðastyrk að upphæð kr. 38.000.00. Else Mia tók umræður á fundinum upp á snældur (kassettur), og verða þær geymdar í safninu. Else Mia hafði sagt frá efnisorðaskrá Önnu, sem hún gerði í okt. 1974, á fundinum í Kaupmannahöfn. Else Mia tók nú að vinna við orðasafnið á seðlum, jók við það og þýddi síðan á norsku. Hún gerði lista yfir íslenska orðasafnið í stafrófsröð, og annan á norsku í stafrófsröð með þýðingu hvers orðs á íslensku. Báða listana lagði hún fram á næsta fundi í samstarfshópnum, en hann var haldinn í Gautaborg í desember 1975, með styrk frá norræna menningarsjóðnum. Orðin í íslensku orðasafninu eru nú á sjöunda hundrað, og er það svipaður orðafjöldi og hjá kvennasögusafninn í Gautaborg. Gert hefur verið nokkuð að því að kynna safnið og sögu íslenskra kvenna. Else Mia Einarsdóttir flutti erindi um Kvennasögusaín Islands í útvarpinu 20. mars 1975. Þá kynnti hún um leið Elínu Guðmundsdóttur Snæhólm, og las Elín, sem er rúmlega áttræð, frá- sögn sína um það, er hún í fyrsta sinn prjónaði úr lopa í prjóna- vél. Frásögn Elínar birtist í 1. hefti Húsfreyjunnar, tímariti Kvenfélagasambands Islands. Þar var Kvennasögusafn Islands einnig kynnt og stofnskrá þess birt orðrétt. I framhaldi af þessu er rétt að geta þess, að haustið 1975 gaf Samband íslenskra samvinnu-

x

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...
https://timarit.is/publication/1997

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.