Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 8

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 8
5 félaga út prjónauppskriftir fyrir Gefjunargarn. Bókin bar titil- inn ELIN. Þar birtist og frásögn Elínar G. Snæhólm um lopaprjónid sitt. 19. júní, ársrit Kvenréttindafélags Islands 1975, birti stofnskrá safnsins (en þar hafa því miður orðið mistök í prentun á einum stað). Blaðið birti auk þess endurgjaldslaust auglýsingu frá safn- inu með stimpli þess. I 'dagbókum' sumra dagblaða Reykjavíkur hefur safnsins verið getið reglulega með öðrm söfnum borgarinnar. Norska bókasafnstímaritið "Bok og bibliotek", birti í 3. hefti 1975 stofnskrá safnsins á norsku og fylgdi því mynd af Reykjavlk. Greinarstúfur um safnið eftir Else Miu birtist í "International Women's News", júlí/september-hefti 1975. Anna Sigurðardóttir flutti fjögur erindi um verkakonur á Islandi í ellefu hundruð ár, í ríkisútvarpinu í marsmánuði (4., 6., 11. og 13. mars), sem segja má að hafi verið á vegum safnsins. Þessi erindi voru síðar lánuð háskólanemum, sem fengu úr þeim heim- ildir og hugmyndir í dagskrárþátt á kvennaárshátíðinni í Háskóla- biói 14. júní og bar hann heitið "Stóðu meyjar að meginverkum". Vikan birti viðtal við Önnu Sigurðardóttur í 12. tbl. 1975. Síðar leitaði Vikan nokkurra heimilda fyrir blaðið, sem kom út 19. júní 1975, en þar var sagt frá konum, sem 'iruddu brautina". "I tilefni kvennaárs" -síðan í Morgunblaðinu fékk leyfi til að birta 'Artöl og áfanga', sem Anna Sigurðardóttir birti í 19. júní, ársriti Kvenréttindafélags Islands 1969, og með viðbót til birt- ingardagsins, 19. júní 1975. Sömuleiðis var Anna Sigurðardóttir beðin að segja frá kvennasögu- safninu á fundi Kvenfélags Sósíalista, í desember 1974, á fundi Mæðrafélagsins í Reykjavík í apríl 1975 og í orlofi húsmæðra að Laugum í Dalasýslu í júlí 1975, ennfremur flutti hún erindi í til- efni kvennaárs á fundi hjá Bandalagi kvenna í Hafnarfirði £ maí, og hjá Kiwanisklúbbnum Eldey £ Kópavogi £ aprfl. Sögulega fyrir- lestra hélt Anna Sigurðardóttir á fundi hjá Ljósmæðrafélagi Is- lands £ aprfl 1975 um "Ljósmæður á liðnum öldum", og á Kvennaráð- stefnu ASI og BSRB 26r— 28. september 1975 um "Stöðu kvenna £ at- vinnulffinu fyrr og nú". I Nijmegen £ Hollandi var £ júnfmánuði haldin ráðstefna um sögu kvenna (þver-visindaleg ráðstefna), með styrk frá norræna menn- ingarsjóðnum. Hugmyndina um að halda þessa ráðstefnu átti sænsk kona, sem er lektor við kaþólska háskólann £ Nijmegen, Ragnhild ten Cate-Silfwerbrand, (þegar hún dvaldist á Islandi £ sambandi við f\andinn, sem Alþjóðasamtökin um norræn fræði efndi til £ Reykjavfk (sumarið 1974). Kvennasögusafni Islands var boðið að senda einn fulltrúa og fór Else Mia. Helga Kress, lektor £ £s- lensku við háskólann i Bergen, var einnig boðin eem fulltrúi frá Islandi. Fjölmiðlum voru sendar fréttir af ráðstefnunni f Hollandi, og Þjóðviljinn birti viðtal við Helgu Kress, þar sem hún sagði frá fundinum.

x

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...
https://timarit.is/publication/1997

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.