Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 9
6
Else Mia notaði tækifærið og kom við i London á leiðinni til Nij-
megen. Þar heimsótti hún aðalstöðvar alþjóðakvennasambandsins
(international Alliance of Women) og Fawcett kvennabókasafnið.
Hún færði safninu að gjöf bókina "tír blöðum Laufeyjar", en Dame
Margery Corbett Ashby, heiðursforseti IAW, hafði lengi haft áhuga
á að safnið eignaðist eitthvað eftir Laufeyju Valdimarsdóttur.
Sem fyrr segir synjaði norræni menningarsjóðurinn beiðni um að
styðja fyrirlestrahald Gro Hagemann í Reykjavík. Var því leitað
til Norræna hússins. Forstjórinn, Maj Britt Imnander, tók þessari
málaleitan vel og ákvað, að Norræna húsið bæri ferða- og dvalar-
kostnað vegna komu Gro Hagemann, og myndi veita henni að auki
nokkra þóknun fyrir erindið, sem hún flytti þar. Gro Hagemann
kom í október, eins og til stóð, og hélt fyrirlestra í Háskóla
Islands og Norræna húsinu. Aformað hafði verið að umræðufundur
yrði í Norræna húsinu laugardaginn 25. október. Fallið var frá
þeirri fyrirætlan, vegna þess að það var daginn eftir kvennafrí-
daginn mikla, og hætt var við að konur væru of þreyttar til að
koma á umræðufund daginn eftir. Gro Hagemann dvaldist hér í viku-
tíma og hitti að máli konur úr helstu kvennasamtökunum, meðal
annars rauðsokkahreyfingunni. Else Mia Einarsdóttir samdi frétta-
tilkynningu um dagskrá Gro Hagemann í Norræna húsinu, sem notuð
var handa fjölmiðlum, og birtust bæði fréttir og myndir í Ríkis-
útvarpi og í helstu dagblöðum borgarinnar. Þess ber að geta, að
hluti af erindi Gro Hagemann í Háskóla Islands var fluttur í
hljóðvarpi viku síðar.
Sem fulltrúi Kvennasögusafns Islands var Anna Sigurðardóttir beðin
um að taka saman (ásamt þeim Sigríði Thorlacius, sem fulltrúa
Kvenfélagasambandsins, og Valborgu Bentsdóttur, sem fulltrúa
"áttamannanefndar kvennafrídagsins") örstuttan þátt "Kvennakrónlku
í þríliðu" í dagskrána á Lækjartorgi á kvennafrídeginum, 24. október
1975.
I október var fjölritað bréf í 400 eint. sent kvenfélög\jm landsins.
Náðst hefur í heimilisföng um 400 félaga, og var þeim öllum sent
bréfið. Allmörg heimilisföng vantar enn. Ljósmæðrafélag Islands
birti bréfið í heild sinni í Ljósmæðrablaðinu, 3. tbl. 1975, ásamt
nokkrum vingjarnlegum orðum um safnið.
Nynne Kbch, bókasafnsfræðingur við Konunglegu bókhlöðuna £ Kaup-
mannahöfn, sem átti hugmyndina að norræna orðasafninu, setti upp
sýningu í anddyri bókhlöðunnar í tilefni kvennaársins. Sýningin
bar yfirskriftina "Hvad er det kvinden vil?" (orð Sigmund Freud).
Þar setti hún upp smásýningu frá hinum kvennasögusöfnvinum. Drög
að fyrstu ársskýrslu (á norsku) voru send ásamt stofnskránni á
norsku og nokkur fleiri plögg. Auk þess var sent eitt og annað
frá kvennafrídeginum, úrklippur úr blöðum og merki dagsins og
fleira. Þá gerði Else Mia stutt yfirlit á norsku um kvennafríið
með aðstoð Bjargar Einarsdóttur, og var það sent á sýninguna.
Konur, sem sáu um sýningu í Charlottenborg í Kaupmannahöfn, og
höfðu séð sýninguna í anddyri konunglegu bókhlöðunnar, skrifuðu
Kvennasögusafni Islands og báðu um að senda sér efni frá íslandi,
svo sem frá kvennafríinu. Var þeim sent sitt af hverju, talsvert
af því lét kvennafrísnefndin safninu í té (sbr. meðfylgjandi lista