Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 10

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 10
7 yfir það sem sent var). Kvennafríið á Islandi kom á spjald á sýn- ingimni, og í sýningarskrá er mynd af spjaldinu, þar sem stendur meðal annars: *'Til alle islandske kvinder fordi de nedlagde ar- bejdet ude og i hjemmet for at samles og demonstrere". Annars staðar stendur á íslensku: "Konur í öllum löndvim sameinist". bessi sýning var haldin dagana 8. -21. desember 1975. Norræni samstarfshópurinn um kvennasögusöfn hélt fund í Gautaborg 1. og 2. desember 1975. Else Mia lagði þar fram íslenska orðasafn- ið, sem fyrr var getið um. Rætt var um samræmingu á orðasöfnunm. Akveðið var að leita til Konunglegu bókhlöðunnar um aðstoð við að framkvæma þessa samræmingu með hjálp tölvu. Ný umsókn um styrk frá norræna menningarsjóðnum til þessa verks var samin á fundinvim. Kvennasögusafnið aðstoðaði dr. Asta Ekenvall við að safna efni og gögnum vegna fyrirhugaðrar sýningar Norðurlandaráðs í tilefni al- þjóðakvennaársins 1975. Sérstök greinargerð um þetta starf safns- ins fylgir þessari skýrslu. Ennfremur fylgja þessari fyrstu ársskýrslu safnsins nokkrar skýri-ng- ar á ei’nstökum . atriðum, svo sem um gesti safnsins og gjafir, og um heimildir, sem gestum í efnisleit hefur verið bent á. Fyrsti listinn er yfir gesti safnsins. Gestunum er skipt í flokka, eftir því í hvaða erindum þeir koma. Fyrst eru gestir i tilefni stofndags safnsins og aðrir boðsgestir. Síðan koma hinir raunverulegu safn- gestir. Fyrstu gestirnir, sem leituðu til safnsins voru fjórar konur, sem voru að búa sig undir ýmis konar starfsemi á kvennaár- inu. Tvær þeirra ætluðu, ásamt tveim öðrum, að sjá um vikulega síðu í Morgunblaðinu: 'I tilefni kvennaárs'. Þessar konur voru þeir gestir, sem oftast komu í safnið eða höfðu samband við það í síma. Símann nota reyndar margir aðrir, einkum þegar þurfti að fá upplýsingar í skyndi, til dæmis var að minnsta kosti leitað úr fjórum stöðum að upplýsingum um Evu Kolstad, sem boðin var hingað til lands til þess að halda fyrirlestur í Háskólabíói á kvennaárs- hátíðinni 14. júní 1975. Alls eru skráðir 126 'safngestir', en þar sem sumir komu oftar en einu sinni, allt upp £ 6 skipti, var það 97 raanns, sem kom til safnsins. Allmargir skólanemendur komu, og voru flestir úr 'Öldungadeild' Menntaskólans við Hamrahlíð. Auk þeirra 'öldunga', sem skrifað hafa í gestabókina, fékk kona úr deildinni lánuð heimildarrit, en áður en safnið var formlega stofnað hafði hún tvisvar fengið efni £ ritgerðir. Allir nemendur, sem komu £ safnið, fengu einhverja fyrirgreiðslu, en mismunandi eftir þvl, hvað til var f safninu eða vitað var hvar heimilda væri að leita. Sumir fengu minna en skyldi, vegna þess að þeim sjálfum var ekki fyllilega ljóst, að hverju þeir væru að leita. Aðrir fengu minna en hægt var að láta þeim £ té, vegna þess að tfmi þeirra til að vinna úr efninu var alltof skammvir. Flestir nemendurnir gáfu sér góðan tfma við efnisval og leit, stonir sátu £ nokkra klukkutfma við lestur og skriftir, til dæmis kom ein mennta- skólastúlka þrisvar sinnum, las og skrifaði mikið £ hvert skipti

x

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...
https://timarit.is/publication/1997

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.