Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 11

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 11
8 og fékk auk þess talsvert af ljósritum úr nokkrum veigamiklum heimil<iarritum. Hún skrifaði ritgerð um kosningarréttarbaráttu kvenna í Englandi. Tiltölulega flestir nemendanna fengu efni í söguritgerð, einkvim um kosningarétt, kjörgengi og framboð kvenna á íslandi. Sumir skrif- uðu um félagsfræðileg efni. Ein stúlka skrifaði til dæmis ritgerð fræðslu um kynferðismál hér á landi og fóstureyðingalöggjöf. Önnur átti að skrifa ritgerð í blaðamannastí1 um kvenréttindamál almennt, þar sem fram kæmu mismunandi skoðaðir fólks á þeim málum. Eétt er að taka það fram hér, að aðeins einn karlmaður var í hópi menntaskólanema, en tveir af fjórum nemendum úr gagnfræða- og mið- skóladeildum. Einn nemandi í barnaskóla, 10 ára gamall drengur, hringdi og vildi vita um visst atriði um komrr samkvæmt goðafræð- inni. Háskólanemar leituðu til dæmis að efni í sambandi við atvinnustörf kvenna (jafnvel sjósókn), útgáfustarfsemi kvenna, almannatryggingar, kvenrithöfunda og um sérbókasöfn í Reykjavík, en Kvennasögusafn Islands telst þar í flokki. "Annað fólk í efnisleit" nefnist einn hópurinn. Helmingur þessa fólks var háskólamenntað. Leitað var m.a. heimilda um launa og atvinnumál kvenna, menntamál, bókmenntir kvenna, ljósmæður og fæð- ingar, réttindabaráttu kvenna og ýmis lög, sem snerta konur sér- staklega, og um Margrétarsögu og heilaga Birgittu. Fjölmennástir eru "Ýmsir gestir og gefendur". Sumir komu aðeins til að kynna sér safnið. Aðrir komu einnig færandi hendi, svo sem sjá má af listanum um gjafir til safnsins. Margir gesta í öðrum hópum á listanum komu og með gjafir, en flestar af gjöfimimi komu í pósti eða voru sendar á annan hátt. Sumir af nemendum tjáðu sig fúsa að gefa safninu afrit af ritgerð- unum, en aðeins einn lét af því verða, Benedikt Einar Benediktsson. Einn listinn, sem skýrslunni fylgir, er um gjafir sem safninu hefur borist, frá því byrjað var að undirbúa safnið á árinu 1974 og til ársloka 1975. Ekki er þó allt tíundað, til dæmis er þar sleppt að geta um ýmsar blaðaúrklippur, innlendar og erlendar, einstök tíma- ritshefti, bæklinga, ljósmyndir, kort, gamalt handskrifað brúð- kaupskvæði og ljósrit af grein eftir dr. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóra í Skólablaði Menntaskólans á sinum tíma, þar sem hann ávarpar skólasystur sínar. Ætlað hafði verið að birta þessa grein í Morgun- blaðinu - 'I tilefni kvennaárs', en sakir plássleysis var það ekki gert, en í þess stað var Ijósritið afhent kvennasögusafninu til varðveislu, Tveir aðrir listar eru yfir gjafir til safnsins. Annar er yfir það, sem Else Mia Einarsdóttir hefur gefið safninu, svo og það sem ýmsir aðilar erlendis gáfu henni til að færa safninu, en hún fór nokkrum sinnum utan í erindum norrænu kvennasögusafnanna. Sumar bækurnar eru áritaðar til safnsins, til dæmis er ein árituð af Dame Margery Corbett Ashby: Journey towards Freedom, er kom út 1954 í tilefni hálfrar aldar afmæli alþjóðasambands kvenna (international Alliance of

x

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...
https://timarit.is/publication/1997

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.