Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 12

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 12
9 Women). I bókinni er myndin af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur sett næst á eftir frægustu kvenréttindakonum heimsins í kringtun aldamótin. Hinn listinn er yfir gjafir, sem Anna Sigurðardóttir afhenti safninu eftir að það var stofnað, svo sem bækur og tímarit, sem hún iceypti eða fékk að gjöf á árinu. I sumum tilfellum var það beinlínis áform gefanda að safnið fengi bókina, enda þótt hún væri árituð til Önnu. Þá er og listi yfir væntanlegar gjafir eða loforð um gjafir. Nokkr- ir af formönnum félaga hafa látið frá sér heyra í síma eða skriflega. Auk þess hafa konur hringt og gefið upplýsingar um eitt og annað, og sagt frá gömlum bréfum, bókum og öðru, sem þær gjarnan vilja láta safnið fá við tækifæri. Það helsta af því tagi er tilgreint á listanum. Enn er listi sem sýnir hvaða efni gestum safnsins var bent á að not- færa sér. Heimildum er raðað að nokkru leyti eftir efni, en ekki í tímaröð, enda var mörgum af nemendunum bent á sömu atriðin. Sama er að segja um gjafalistana, þeir eru ekki gerðir í tímaröð. Bréfaskriftir hafa verið miklar á árinu, svo og meðan verið var að undirbúa stofnun safnsins árið 1974. Að minnsta kosti 70 bréf voru skrifuð til að þakka fyrir gjafir og heillaóskir. I sambandi við erlendu fundina voru talsverð bréfaskipti við erlend kvennabókasöfn, fyrir utan það sem þurfti að skrifa innanlands, eins og þegar hefur komið fram í skýrslunni. Einn stofnenda Kvennasögusafns Islands, Svanlaug Baldursdóttir bóka- safnsfræðingur, hefur lengst af verið erlendis. Milli hennar og hinna stofnenda hafa verið mjög mikil bréfaskipti. Tugir bréfa hafa farið á milli þeirra. Póstsendingarkostnaðurinn, sem varð um 15 þúsund krónur, segir sína sögu um bréfaskriftir safnsins, og var þó endurgreiddur póstkostnaður vegna Norðurlandaráðssýningarinnar. Allan kostnað við undirbúning og rekstur safnsins hefur Anna Sigurð- ardóttir borið. Öll vinna var lögð fram án endurgjalds. Reikningar yfir útgjöld, ásamt nokkrum skýringum fylgja skýrslunni. Þegar fjárlagafrumvarpið lá fyrir Alþingi haustið 1975, og ekkert var veitt til Kvennasögusafns Islands, en um það hafði verið sótt (sbr. bréf 7. júní 1975 til menntamálaráðherra), flutti Svava Jakobsdóttir tillögu um styrkveitingu til safnsins og fór um það viðurkenningarorðum. Tillaga hennar var felld. (I apríl hafði safnið farið fram á við menntamálaráðuneytið að fá smástyrk, en án árangurs). Sótt var um styrk til safnsins hjá Seðlabanka Islands með bréfi dagsettu 1. október 1975 og farið á fund seðlabankastjóra, dr. Jó- hannesar Nordal. Á fundi bankaráðs Seðlabanka Islands 30. desember 1975 var samþykkt að veita Kvennasögusafni Islands styrk að upphæð kr. 300.000.00.

x

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...
https://timarit.is/publication/1997

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.