Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 13
10
Þáttur Kvennasögusafns Islands við sýningar erlendis.
Sýning Norðurlandaráðs £ tilefni aljþjóðakvennaársins.
Dr. Asta Ekenvall, sagnfræðingur og bókasafnsfræðingtir við háskóla-
bókasafnið í Gautaborg, einn af þrem stofnendum Kvinnohistoriskt
arkiv þar, skrifaði Kvennasögusafni Islands og öðrum kvennasögusöfn-
tim á Norðurlöndum bréf 18. mars 1975 vegna sýningar, sem Norðurlanda-
ráð ætlaði að setja upp í tilefni alþjóðakvennaársins, samkvæmt til-
lögu forseta Norðurlandaráðs, Ragnhildar Helgadóttur. Tillagan var
samþylckt á fundi ráðsins í Reykjavík í febrúar 1975.
Dr. Asta Elcenvall hafði verið beðin að aðstoða við að skipuleggja
efni sýningarinnar, en 1vinnustaður1 átti að vera í Stokkhólmi.
Hún gerði grein fyrir því í stórum dráttum, hvernig sýningin ætti
að vera. Oskað var eftir efni frá öllum Norðurlöndunum:
1. Upplýsingum og efni um kosningar að því er konur snerti.
2. Myndir frá kosningaréttar-baráttvifundum og öðrum póli-
tískum samkomum.
3. Teikningar, skopmyndir og ljósmyndir af sérstökum kvenna-
hópvun og einstökum forystukonum, einnig grínmyndir með
textum í stíl Alberts Engströms o.fl,
Efnið átti að vera staðreyndir með gamansömu ívafi. Sýningin átti
að varpa ljósi á hlut kvenna í pólitík, atvinnulífi og félagssam-
tökm (stéttarfélögum og stjórnmálafélögum). Dr. Asta sendi með
bréfinu stuttan ártalalista yfir þess háttar atriði í Svíþjóð og
bað um að fá hliðstæð ártöl frá hinum löndunum.
Kvennasögusafnið sendi henni ásamt ártalalistanvun bréf með talsvert
miklu efni og upplýsingum, til dæmis Ijósrit af myndum og teikningum
af merkum konum, skopmyndum í Speglinum, plakötum frá Alþingiskosn-
ingum 1916, 1922 og 1926. Ennfremur vélritaðan ártalalista á ensku
um helstu atburði í sögu íslenskra kvenna frá því á átjándu öld
(enska gerðin af 'Ártölum og áföngum’ - sjá 19. júní 1969 - er án
tilvitnana í heimildir og ártöl eru færri). Aðra samantekt Önnu
Sigurðardóttur þýddi Else Mia Einarsdóttir á norsku. Það voru ý7nis
merkileg gömul lagaákvæði frá 1096 til 1722 úr Tíundalögum, Grágás,
Jónsbók, Búalögum og fleiri lögum. Seinna þýddi Else Mia annan ár-
talalista til að senda Dr. Asta Ekenvall, en það var útdráttur úr
efni, sem Anna Sigurðardóttir lagði fram á kvennaársráðstefnunni í
Munaðarnesi á vegum ASI og BSRB dagana 26. - 28. september 1975.
Meira efni frá ráðstefnunni þýddi hún einnig.
Lengi vel virtist ekki liggja mikið á að senda efni um öll þau at-
riði, sem dr. Asta Ekenvall ætlaði sýningunni að taka til. I fyrstu
miðaði hún aðeins við efni eftir 1850, en þegar hún fékk gömlu laga-
ákvæðin frá íslandi, breytti hún um stefnu í þvl efni.
Fyrstu dagana í október kom bréf frá dr. Asta Ekenvall um að nú yrði
að hafa hraðann á, allt efni ætti að vera komið til Stokkhólms í
fyrstu viku af nóvember. Nú hafði verið ákveðið, að sýningin ætti