Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 14
11
aðeins að vera fjórir skermar brotnir £ þrennt, en útgefnir í 200
eintökm,
Myndir og textar áttu að vera um:
1. Landbúnaðarþjóðfélag/iðnaðarþjóðfélag.
2. Atvinnumál og menntim.
3. Kvenréttindamál/kosningarétt.
4. Konur í forystuhlutverkum £ þjóðfélaginu.
Auk margs annars var Kvennasögusafn Islands beðið að senda £ skyndi
ákveðnar ljósmyndir af þeim, sem áður höfðu verið sendar ljósrit-
aðar myndir úr bókum og blöðum. Mats Vibe Lund ljósmyndari, tók
myndir af frummyndunum, sem fengnar voru að láni, sumar eftir mikla
fyrirhöfn.
Beðið var um myndir af Brfeti Bjarnhéðinsdóttur, Ingibjörgu H.
Bjarnason, Auði Auðuns og Ragnhildi Helgadóttur* Lögð var áhersla
á að fá ljósmyndir af stofnend-um og fyrstu stjórn Verkakvennafélags-
ins Framsóknar £ Reykjavík, en það voru auk Br£etar Bjarnhéðinsdótt-
ur, Jónína Jónatansdóttir, Karólina Siemsen, Jónlna Jósefsdóttir
og Marla Pétursdóttir.
Beðið var um að myndirnar af Ingibjörgu H. Bjarnason, Auði Auðuns
og Ragnhildi Helgadóttur væru af þeim £ hópi þeirra karlmanna, sem
þær sátu með einar kvenna: Ingibjörg með þingmönntun, Auður með
ráðherrum og Ragnhildur með fulltrúum £ Norðurlandaráði.
0f langt mál væri að telja það allt upp, sem dr. Asta Ekenvall fékk
sent nú sfðast og áður á ensku, norsku og sænsku. Eitt af þvf sem
hún vildi fá var "litteratúrlisti", sem hún hugðist hafa með sýn-
ingarskránni. Tekinn var saman listi yfir bækur og ritgerðir - 16
atriði alls - og voru henni send til glöggvunar ljósrituð sýnishorn
úr sumun þeirra, sem skrifuð voru á erlendum málum. Nokkrir bækl-
ingar voru og sendir, ennfremur "Jafnrétti kynjanna", sem kom út
sumarið 1975.
Dr. Asta Ekenvall var falið að semja bækling, sem fylgja á sýning-
unni. Hún sendi uppkast að honum, og samkvæmt beiðni hennar voru
sendar athugasemdir, þar sem ástæða þótti til, við þau atriði, sem
snerta Island.
Mikill tfmi og vinna var lögð £ þetta verkefni, eins og fylgiskjöl-
in og bréfin til dr. Asta Ekenvall bera með sér.