Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 21

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 21
STOFNSKRÁ 18 KVENNASÖGUSAFNS ÍSLANDS í dag - 1. janúar 1975 - á fyrsta degi alþjóðakvennaárs sameinuðu þjóðanna - stofnum við undirritaðar heimildasafn til sögu íslenskra kvenna, sem ber heitið: Kvennasögusafn íslands Hornsteinn safnsins er Æviminningabók Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Stofn safnsins er að öðru leyti bækur, handrit og önnur gögn, sem Anna Sig- urðardóttir gefur safninu á stofndegi. Kvennasögusafn íslands á sér hliðstæðu í nágrannalöndunum, og er tilgangurinn samur, sá að stuðla að því að rannsaka sögu kvenna. Markmið Kvennasögusafns íslands er: 1. að safna og varðveita a) hvers konar prentað mál um konur að fornu og nýju og um þau málefni, sem konur varðar sérstaklega, svo sem lög og framkvæmd þeirra og sið- venjur ýmis konar, b) bækur og rit eftir konur, án tillits til efnis, c) óprentuð handrit og bréf kvenna svo og önnur skjöl þeirra (ellegar afrit eða ljósrit af þeim) og aðra vitneskju um líf íslenskra kvenna og störf þeirra á ýmsum sviðum þjóðlífsins, d) fundargerðir, starfsskýrslur og skjöl kvenfélaga, annarra samtaka kvenna og blandaðra félaga, þeirra sem ekki eiga vísa örugga framtíðar- varðveislu annars staðar, t.d. í héraðsskjalasafni, e) ýmis konar nýsigögn, t.d. ljósmyndir, segulbönd, hljómplötur og því um líkt frá störfum, áhugamálum og baráttumálum kvenna, f) erlend rit, sem gildi hafa fyriv sögu kvenna, 2. að gera skrár yfir a) allt sem safnið eignast, b) ýmsar heimildir til sögu íslenskra kvenna, sem eru að finna annars staðar, en safnið á ekki sjálft, c) listaverk kvenna og ýmsa muni og verkfæri við vinnu kvenna, sem eru í íslenskum og erlendum söfnum eða annars staðar, d) nöfn þeirra manna, sem gefa safninu bækur, handrit, bréf og önnur gögn, eða benda á mikilvægar heimildir, 3. að greiða fyrir áhugafólki um sögu íslenskra kvenna eða um einstaka þartti hennar og veita því aðstoð við að afla heimilda og miðla þekkingu um sögu kvenna, 4. að hvetja fólk til að halda til haga hvers konar heimildum, sem gildi kynnu að hafa, 5. að gefa út fræðslurit og heimildaskrár, þegar ástæða þykir til og fjárhag- ur leyfir, 6. að hafa samvinnu við önnur kvennasögusöfn, einkum og sér í lagi á norður- löndum. 7. Skráning og flokkun efnis fer eftir svipuðum reglum og notaðar eru í kvennasögusöfnum á norðurlöndum. 8. Kvennasögusafn íslands er sjálfseignarstofnun þar til öðru vísi verður ákveðið. Anna Sigurðardóttir - Else Mia Einarsdóttir - Svanlaug Baldursdóttir.

x

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...
https://timarit.is/publication/1997

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.