Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 22
19
REGLUGERÐ
fyrir
Kvennasögusafn íslands
1. grein
Nafn stofnunarinnar er Kvennasögusafn Islands. Safnið er sjálfseignar-
stofnun. Heimili og varnarþing safnsins er í Reykjavxlc.
2. grein
Tilgangur stofnunarinnar er skráður í sérstakri stofnskrá Kvennasögu-
saifns íslands, sem var stofnað 1. janúar 1975- Eignir safnsins eru
bækur og gögn, sem það á við stofnun og eignast síðar.
3. grein
Stofnendur Kvennasögusafns Islands eru Anna Sigurðardóttir, Else Mia
Einarsdóttir og Svanlaug Baldursdóttir. Stjórna þær safninu á eigin
ábyrgð í samræmi við tilgang þess.
4. grein
Hver stofnandi ákveði með fullu samþykki hinna eftirmann sinn, sem taki
við starfi að honum látnum eða alvarlega forfölluðum til langframa.
Hinn tilnefndi eftirmaður má, er þar að kemur, setja annan í sinn stað
£ samráði við stjórnendur.
Nöfn eftirmanna skulu varðveitt sem algjört trúnaðarmál á öruggum stað,
t.d. í bankahólfi. Heimilt er að breyta ákvörðiin um arftaka, og skal
þá fyrra skjalið eyðilagt, en ekki geymt eins og önnur skjöl, sem safn-
inu tilheyra.
Hætti einhver stofnenda störfum og afskiptum af safninu af heilsufars-
eða öðrm ástæðum um lengri eða skemmri tíma, má hann tilnefna til
starfa fyrir sig annan en þann sem á að verða arftaki hans við safnið
að honum látnum.
Arftakar stofnenda hafi líkan hátt á að ákveða eftirmenn sína, þó má
meiri hluti nægja til að samþykkja val þeirra.
5. grein
Kvennasögiisafn Islands sem slikt má aldrei leggja niður. Verði safninu,
að mati stofnenda eða arftaka þeirra í starfi, tryggð framtíðarvist og
starfsskilyrði á vegum Þjóðarbókhlöðu eða annars ríkisbókasafns eða
skjalasafns, má fella safnið inn í það safn sem sérdeild með sínu sérheiti.
Kvennasögusafn Islands verðvir þá ekki lengur sjálfseignarstofnun, heldur
eign íslenska ríkisins með sérstökum samningi við stofnendur safnsins eða
arftaka þeirra.
6. grein
Reglugerð þessa skal endurskoða árlega.
7. grein
Ef Kvennasögusafn Islands fær opinbera styrkveitingu, skal jafnan gera
fjárhagsáætlun, reikningar endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda og
afrit af endurskoðuðum reikningum sendir árlega til viðkomandi ráðuneytis.
Kaupmannahöfn, 23. jan. 1975 Reykjavlk, 1. janúar 1975
Svanlaug Baldursdóttir (sign.) Anna Sigurðardóttir (sign.)
Else Mia Einarsdóttir (sign.)