Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 31

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 31
28 VÆNTANLEGAR GJAFIR OG UPPLtSINGAR Auk gjafa, einkum í rituðu máli, svo sem listinn yfir gjafirnar ber með sér, hefir Kvennasögusafn Islands fengið loforð ium gjafir og upplýsingar. T.d. 1. Margrét Sigurðardóttir ætlar að láta safninu í té upplýsingar um frænku sína, Jóhönnu Jóhannsdóttur í Ólafsvík, sem m.a. vakti athygli fyrir að tala á pólitískum fund-um. Hún flutti m.a. fram- söguræðu við stofnun sparisjóðs £ ólafsvík árið 1890. Fyrirlest- urinn birtist á prenti 1892. (Utdrátt gaf síra Magnús Guðmunds- son safninu). 2. Guðrún Gísladóttir ætlar að gefa safninu skrá yfir öll pappírs- gögn, sem frænka hennar, Herdís Jakobsdóttir, sem lengi var for- maður Sambands sunnlenskra kvenna, lét eftir sig. Það er mjög mikið safn og merkilegt. 3. Guðrún Guðjónsdóttir ætlar að gefa safninu albúm með myndum m.a. af vefnaði sínum og klæðnaði, sem hún hefur hannað úr þeim vefn- aði. Auk þess ætlar hún að gefa safninu skrá yfir það, sem hún hefir skrifað í bundnu og óbundnu máli, prentað og óprentað. 4. Jóninna Karlsdóttir ætlar við tækifæri að koma með bréf og fleira úr fórum nöfnu sinnar Jóninnu Sigurðardóttur matreiðslu- kennara, og ef til vill gefa safninu eitthvað af því. 5. Margrét Þórðardóttir ætlar að láta safnið fá eitt og annað um og eftir móður sína, Katrínu Pálsdóttur, sem var stofnandi Mæðrafélagsins í Reykjavík og um skeið var bæjarfulltrúi í Reykj avík. 6. Hulda Runólfsdóttir ætlar að láta safnið fá upplýsingar um Guð- laugu Pétursdóttur frá Grund í Skorradal og ljóð hennar við tón- smíðar eiginmanns síns, Friðriks Bjarnasonar í Hafnarfirði. 7. Ester Kláusdóttir og Sigurveig Guðmundsdóttir ætla að gefa safn- inu samantekt sína um "móður" Hafnarfjarðar, Rannveigu Filippus- dóttur Sívertsen. 8. Jóhanna Þórðardóttir hefir lofað að gefa safninu kost á að taka ljósrit af lausamennskubréfi. 9. Þóra Vigfúsdóttir hefir ákveðið að gefa alla árganga af tímarit- inu Melkorku, innbundna. 10. Elísabet Helgadóttir ætlar að gefa safninu nótur af sönglögum eftir móður sína, Elísabetu Jónsdóttur prestsfrú að Grenjaðarstað. 11. Hulda Viktorsdóttir ætlar að láta safninu í té upplýsingar um móður sína, Eyglóu Gísladóttur, t.d. um starfsemi hennar í ung- mennafélaginu Iðunni í Reykjavík (sem aðeins var fyrir konur) og í Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík.

x

Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ...
https://timarit.is/publication/1997

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.