Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 43
40
kvenna - að lífeyrissjóður bænda greiði orlof þeirra.
1975 Vilborg Harðardóttir flytur frumvarp til laga um breytingu á al-
mannatryggingalögunum, þannig að meðlag greiðist alltaf strax frá
fæðingu barns -ekki beðið eftir viðurkenningu á faðerni barnsins.
(68. mál - nóvember).
Tveir dreifbýlisþingmenn leggja fram enn á ný frumvarp tillaga
um breytingu á ljósmæðralögunum frá 1933. Breytingaynar miðast
aðallega við kjör umdæmisljósmæðra.
Tillaga til þingsályktunar um setningu löggjafar um jafnrétti kynj-
anna var lögð fram af nokkrum þingmönnum Alþýðuflokksins. (60. mál).
Svava Jakobsdóttir o.fl. flytja frumvarp til laga um Lánasjóð dag-
vistunarstofnana. (112. mál - des.).
Undir lok kvennaársins samþykkti Alþingi að fella niður alla hlut-
deild ríkisins í rekstri ýmissa félagslegra verkefna, svo sem til
heimilishjálpar í viðlögum, til orlofs húsmæðra, til dvalarheimila
aldraðra og til dagvistunarheimila fyrir börn. (Samþykkt á Alþingi
19. des. 1975).
Lagt fram á Ráðstefnu ASÍ-BSRB í Munaðarnesi september 1975.
Anna Sigurðardóttir: Ártöl og áfnagar.
Nokkrir atburðir og lög, sem snerta kjör kvenna.
? Grágás - þingskapaþáttur: ..."Karlmaður 16 vetra gamall skal ráða
sjálfur heimilisfangi sínu og eldri. Mær tvítug eða eldri skal og
sjálf ráða heimilisfangi sínu." Ákvæði er og um að gift vinnukona
má ráða sig sjálf í vist, ef maður hennar hefir ekki ráðstafað
henni fyrir vissan tíma: "Ef henni þá er ófenginn staður svo að hún
viti og er rétt þá að hún taki sér grið þar er hún vill og skal
hún þann stað hafa þá 12 mánuði." (Grágás, I, bls. 129. Ljós-
prentun 1974).
1685 í kirkju-ritúalinu frá 1685 segir, að yfirsetukonum skuli "greitt
sanngjarnlega fyrir ómak sitt," en fátækum skulu þær hjálpa
firrir guðs sakir." (SJ bls. 33).
1722 Búa-lög - Alþingissamþykkt 13. júní 1722 um lausamenn, vinnuhjú og
lausgangara. Þar segir m.a., að ef kona "gjörir karlmannsverk með
slætti, róðri eða torfristu, þá á að meta verk hennar sem áður
segir um karlmann til slíkra launa." (Búa-lög, bls. 142. Prentuð
1775).
1766 Yfirsetukonur verða fyrsta opinbera launastétt kvenna: Konungs-
bréf 20. júní 1766 ákveður allra mildilegast, að 100 ríkisdölum
skuli skipt milli yfirsetukvenna í landinu. 1760 var landlækni
gert skylt að veita ljósmæðrum "tilhlýðilega fræðslu í ljósmóður-
list og vísindum." (Áður áttu prestar að "undirvísa yfirsetukonum",
skv. kirkjuordinansíu Kristjáns konungs III., 1537). (SJ, bls. 7
og 69).
1875 Yfirsetukvennalög, nr. 27 17. des. 1875, koma sama ár og lög um
laun embættismanna og lög um læknishéruð og laun lækna (prestar og
sýslumenn eru heldur ekki í lögunum um laun embættismanna, hins
vegar t.d. biskup, amtmaður, lærðraskólakennarar, póstmeistari).
í yfirsetukvennalögunum eru miklar launabætur, 100 kr. fyrir ljós-
mæður í Reykjavík í öðrum kaupstöðum og Vestmannaeyjum 60 kr., en
í sveitum 40 kr. Til þess tíma hafði 100 ríkisdölum frá 1766 verið
skipt milli allra ljóðmæðra nema í Reykjavík og Vestmannaeyjum, og
kom harla lítið í hlut hverrar, þegar þær voru orðnar 65. (SJ, bls.
69).