Ársskýrsla Kvennasögusafns Íslands ... - 31.12.1975, Blaðsíða 46
43
Breytt 1951: Fæðingarstyrkur jafn til allra, 600 kr,, en ógift
* móðir fær 300 kr. í 3 mánuði endurkræfan styrk hjá föðurnum, í
lögum 1971 er upphæðin alls 9.000,00 kr., og fæðingarstyrkinn
tekur sjukrahúsið,
1949 A Alþingi 1948-49 flutti Hannibal Valdimarsson frumvarp til laga
um réttindi kvenna. 2. gr. "Konur skulu njóta algerlega sama
réttar í atvinnumálum og fjármálum sem karlar, og er óheimilt að
setja nokkrar takmarkanir á val kvenna til þátttöku í nokkrum
störfum. Skylt er að gera sérstakar ráðstafanir sem nauðsynlegar
eru til þess, að staða konunnar sem móður til þátttöku í atvinnu-
lífi þjóðarinnar verði sem best tryggð." Frumvarpið fékk mjög
furðulega afgreiðslu, og síðast var fellt að vísa málinu til 3.
umræðu. (Melkorka, 1. h. 1949 - Svava Þórleifsdóttir. Alþingi
og réttindi kvenna. Sjrrpa, 3. h. 3. árg. maí 1949, grein eftir
Hannibal Valdimarsson).
1954 Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38 14. apríl
1954. í lok 3. gr. segir: "Konur og karlar hafa jafnan rétt til
opinberra starfa og til sömu launa fyrir sömu störf." (Með
þessum lögum var felld úr gildi 3. gr. laganna frá 1911 "Til allra
embætta o.s.frv.").
25. gr. laganna: "Konur, sem veita heimili forstöðu, eiga rétt
til þess að vinna tvo þriðju hluta ákveðins vinnutíma gegn
samsvarandi frádrætti í launum, enda megi slíkt verða að skaðlausu.
Samsvarandi íviljunum má og öðrum veita, er sérstaklega er farið,
svo sem vegna heilsuveilu."
, - 17. gr. laganna: "Ákveða skal með reglugerð, hvernig fari um launa-
greiðslur til starfsmanna í veikindaforföllum svo og til kvenna í
fjarvistum vegna barnsburðar."
* - Reglugerð um orlof og veikindaforföll starfsmanna ríkisins 87/1954.
11’ grein: "Vegna barnsburðar skal kona eiga rétt á að vera
fjarverandi með fullum launum í samtals 90 daga. Séu lengri frá-
tafir nauðsynlegar að dómi lækna, skal meta þær eftir ákvæðum um
veikindadaga, sbr. 6. gr."
1955 Kvennaráðstefna ASÍ 22.-23. janúar 1955. Ályktanir m.a. um algert
jafnrétti kvenna og karla í launa- og kjaramálum. (19. júní 1955,
bls. 26).
Verslunarmannafélag Reykjavíkur verður hreint launþegafélag. 1945
voru þrjár launþegadeildir settar á stofn, og fyrsti heildar-
samningur um kaup og kjör verslunarmanna var gerður 1946. (Versl-
unarmannafélag Reykjavíkur 70 ára, 1961, bls. 29 og 32-35).
Ný lög um laun starfsmanna ríkisins, nr. 92 24. des. 1955. Konur
skrifa mikið um þau lög, þ.e. launajafnréttið í framkvæmd.
(Ásgarður 1958 og 1960. 19. júní 1956 og 1957).
1958 Auglýsing um fullgildingu á samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunar-
innar, nr. 100, um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt
störf, nr. 12 10. mars 1958. (Stjórnartíðindi).
Breyting á skattalögum, lög um tekjuskatt nr. 36 29. maí 1958, er
á þann veg, að skattar hindra konur ekki lengur til að afla sér
tekna x atvinnulífinu, eftir giftingu. Eiginmaðurinn fær 50% frá-
drátt af tekjum konu sinnar, áður en skattgjald er lagt á hann.
Áður varð hann að borga skatt af öllum tekjum hennar eftir mjög
bröttum skattstiga.
4 1960 Margrét Sigurðardóttir flytur á Alþingi frumvarp til laga um fæð-
ingarorlof x 90 daga fyrir konur, sem taka laun fyrir vinnu sína.
Skyldu allir atvinnurekendur greiða í sjóð, sem væri undir stjórn
* Tryggingaráðs. í greinargerð kemur fram, að Starfsstúlknafélagið
Sókn og Fóstrufélagið hafa fengið fæðingarorlof handa konum, sem
komnar eru á full laun í starfsgrein sinni. Frumvarpið var flutt