Ný kynslóð - 23.06.1968, Page 1
blað ungra stuðningsmanna KRISTJÁNS ELDJÁRNS
æskunnar í dag
13 fulltrúar nýju kynslóðarinnar svara spurningum blaðamanna
um afstöðu hennar við forsetakjör 30. júní.
um þjóðarinnar, að hann sé hlutlaus, \ 1 m
ekki tengdur neinum málsaðik, þannig
að aðrir þurfi að vantreysta honum, Jfiit
maklega eða óverðskuldað. Auk þess ■
myndi viðurkenning þessarar röksemd-
ar útiloka frá æðsta embætti þjóðarinn- ar alla starfshópa aðra en atvinnustjórn-
w 7 *'
málamenn. Þá niðurstöðu set ég ekki O O
fallizt á.
— Telur þú þá ekki, að forseti þurfi
að þekkja vel til stjórnmála?
Það virðist skoðun sumra, að stjórn-
Ingimar Eydal hljómsveitar-
stjóri á Akureyri sagði:
Að mínum dómi eru báðir frambjóð-
endurnir mjög hæfir menn, en ég þekki
engan mann, sem ég tel betri fulltrúa
alls þess, sem íslenzkt er, en dr. Kristján,
og því fylgi ég honum.
Að mínum dómi er það höfuðkost-
ur manns, sem kann að þurfa að gegna
starfi sáttasemjara í afdrifaríkustu mál-
mál séu einhver sérstök list eða svarti-
galdur, sem nema þurfi sérstaklega. Ég
tel hins vegar, að'almennur áhugi á
þjóðmálum ásamt hæfilegum skammti
af almennri greind nægi hverjum manni
til þess að geta verið stjórnmálamaður.
Til þess þarf hann ekki að hafa verið
fylgismaður neins ákveðins stjórnmála-
flokks.
Slíka almenna stjórnmálaþekkingu
'tel ég dr. Kristján hafa.
Þá ræddum við stundarkorn
við Stefaníu Sveinbjamardóttur
leikkonu er starfar hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur.
— Hvorri frambjóðandann til for-
setakjörs ætlar þú að kjósa, Stefanía?
— Kristján Eldjárn, og mér er eng-
in launung á því. Eg er ekki að lýsa
neinu vantrausti á Gunnar Thoroddsen,
heldur hef ég trú á, að Kristján standi
sem sjálfstæður maður, óháður í pólitík.
— Tclur þú, að fólk taki ■pólitiska
afstöðu til þessara kosninga?
— Ég mundi ekki álíta það, þó held
ég að Gunnar hafi frekar ákveðið póli-
tískt fylgi, en Kristján eigi fylgismenn
í öllum stjómmálaflokkum.
— Heyrzt bafa raddir um það, að
bezt sé að leggja forsetaembœttið nið-
ur, eða sameina það öðm embætti. Ert
þú ef til vill á beirri skoðun?
— Ég er alveg á móti því að em-
ibætti forseta íslands verði lagt niður.
Æðsti maður þjóðarinnar má ekki vera
bundinn af sérstökum hagsmunahóp-
um, sem flokksbundinn maður hlýtur
alltaf að vera.
— Einn helzti kostur Kristjáns
Eldjárns fram yfir andstæðing hans,
er að hann skuli lítil afskipti hafa haft
af íslenzkri flokkapólitík, því að hann
getur þá verið óháðari í afstöðu sinni
til einstakra mála, og um leið verið þjóð-
inni einingartá'kn.
Birna Eybjörg Gunnarsdóttir
skrifstofustúlka varð næst á vegi
okkar:
Kristján Eldjárn er því vanur að
koma fram opinberlega, og kemur jafn-
an vel fyrir. Hann er prýðilega mennt-
aður til að gegna svo veigamiklu em-
bætti, og enginn hefur enn orðið til að
lasta störf hans við Þjóðminjasafnið
undanfarna tvo áratugi.
Við ræddum við Láru Rafns-
dóttur, stud. phil. og fengum
haha til að segja okkur álit sitt
á forsetakosningunum.
— Ég kýs Kristján Eldjám sem for-
seta, vegna þess að ég vil að í æðsta
embætti þjóðarinnar veljist tnaður, sem
er landi sínu til sóma og nýtur virð-
ingar á hvaða vettvangi sem er.
Ég tel eðlilegt, að í forsetastóli sitji
maður, sem gjörþekkir sögu og hætti
þjóðarinnar. Einnig er það kostur, að
hann skuli aldrei hafa staðið framar-
•lega í dægurþrasi stjómmálanna, því
slíkur maður hlýtur óneitanlega að geta
orðið þjóðinni meira einingartákn en
hinn, sem á að baki umdeildan stjórn-
málaferil.
Þorsteinn Pálsson var nýlega
kominn heim til sín úr síðasta
stúdentsprófi sínu við Verzl-
unarskólann er við hittum hann
að máli á heimili hans.
— Hverja telur þú afstöðu unga
fjlk.sins í landinu til forsetaefnanna?
— Ég tel fullvíst að mikill meiri-
hluti ungs fólks í landinu muni styðja
Kristján Eldjárn í kosningunum. Áróð-
•ursbrögð stuðningsmanna Gunnars
Thoroddsens, m. a. í Verzlunarskólan-
um, hafa haft neikvæð áhrif og
stuðlað fremur að fylgi Kristjáns. —
— Hvaða skoðanir hefur þú á em-
bætti forseta Islands?
— Forsetinn á að vera sameining-
artákn íslenzku þjóðarinnar, hvort sem
er á innlendum eða erlendum vett-
vangi. Af þessu leiðir að hann þarf að
vera eins konar samnefnari þjóðarheild-
arinnar. Kristján Eldjárn er manna lík-
legastur til þess að sýna í senn virðu-
leik og höfðingsskap ásamt gætni og
hyggindum í forsetastóli. Með kjöri
'hans mun skapast nýr og ferskur blær
um forsetaembættið. — Allar gerðir
hans hafa borið vott um þjóðlega
rnennt og víðsýni, og tel ég hann því
vera sjálfkjörinn samnefnara íslenzku
þjóðarinnar. — Frh. á 2. og 3. síðu.
Ný kynslóð við kjörborðið
í forsetakosningunum 30. júní mega um 115 þúsund kjósendur
neyta kosningaréttar síns. í fyrsta sinn er kosningaréttur mið-
aður við 20 ára aldur. Lækkun kosningaaldursins veldur hinni
miklu fjölgun kjósenda miðað við alþingiskosningarnar í fyrra.
Um 8000 æskumenn og konur ganga nú að kjörborðinu í fyrsta
sinn. Ungt fólk á aldrinum 20—37 ára, 48000 að tölu, fær nú í
fyrsta sinn að velja þjóðinni forseta. Því er auðsætt að æskan
mun ráða úrslitum í kosningunum 30. júní. Þetta ætti að vera
ungu fólki hvatning að nota kosningaréttinn.
Æskufólk: Ykkar er valið. Með atkvæði ykkar getið þið tryggt:
• að með einingartákn fólksins í landinu fari maður, er
nýtur óskoraðs trausts fólks úr öllum stéttum og stjórn-
málaflokkum.
9 að á forsetastóli sitji drengilegur, gætinn og hygginn
maður, sem laus er við allan hégóma.
• að á Bessastöðum verði þjóðhöfðingi, sem jafnframt er
einn snjallasti menntamaður landsins, gjörlcunnur lífi og
háttum þjóðarinnar, fyrr og nú.
9 að embætti forseta lýðveldisins verði lyft yfir deilur og
dægurþras stjórnmálaflokkanna.