Ný kynslóð - 23.06.1968, Blaðsíða 2
2
NÝ KYNSLÓÐ
Frú Sigrún Júlíusdóttir legg-
ur stund á þjóðfélagsfræði við
háskóla í Svíþjóð. Hún styður
dr. Kristján Eldjárn í væntan-
legum forsetakosningum, og
varð vel við þeirri málaleitan
blaðsins að svara nokkrum
spurningum vegna kosninganna.
— Hvaða kostum parf forseti Islands
aS vera búinn aS pínum dómi?
—■ Sem fulltrúi 'þjóðaritinar út á við
þarf Itann að hafa góða þekkingu á
innlendum sem erlendum málefnum.
Eg tel það talsverðan kost, ef horft er
í fjármál, að hann mikli ekki fyrir sér
um of mikilvægi ytra borðs embættis-
ins. Heilbrigð stjórnmálaleg afstaða hans
ætri að vega þyngst sem embætrisfull-
trúa þjóðarinnar.
—- Lítur pú á tilvonandi kosningar
sem tafl milli tveggja manna einvörS-
ungu eSa ef til vill einnig tveggja and-
stæSra sjónarmiSa.
— Ef um væri að ræða val rnilli
tveggja jafnvígra einstaklinga og þeirra
persónulega hags af embætrinu, væri
að mínu áliti ekki ómaksins vert að
bera það undir þjóðina. En nú er hér
um að ræða tvo ólíka menn, sem hafa
ólíka afstöðu til embættisins, og því
hljóta þessar kosningar að snúast um
málefni, frcmur en menn.
Guðmundur Ileiðar, sjómaður,
var staddur í matstofu Hafnar-
búða. Við spurðum hann um af-
stöðu hans í forsetakosningun-
um.
Guðmundur sagðist kjósa Kristján
Eldjárn 30. júní og ástæðan fyrir vali
sínu væri sú að hann teldi Kristján Eld-
járn geta stuðlað að einingu þjóðarinn-
ar. Eá kvaðst Guðmundur Heiðar vera
andvígur því, að stjórnmálamenn sætu
í stó'li forseta Islands.
Við hittum að máli Halldór
Júlíusson, tollvörð, þar sem
hann var að störfum um borð
í Krónprins Friðrik. Halldór
sagði:
— Ég kýs Kristján Eldjárn vegna
þess að hann er hlutlaus í pólitík og
getur þess vegna náð betri yfirsýn
yfir heildina heldur en hinn frambjóð-
andinn.
— Ég get ekki ímyndað mér
annað en að Kristján fari með
sigur af hólmi í þessum kosn-
ingum. Hvar sem maður kem-
ur hittir maður stuðningsmenn
hans, — úr öllum flokkum og
stéttum, og það er greinilega
mikill einhugur ríkjandi, —
sagði Jóhannes Atlason íþrótta-
kennari og knattspyrnumaður í
stuttu viðtali við blaðið.
— Telur þú, aS pessi einhugur stafi
af pví, aS hér er um aS rœSa óflokks-
bundinn mann?
— Já, sjálfsagt mikið til. Það er nei-
kvætt að mínum dómi fyrir forsetafram-
bjóðanda að hafa haft of mikil afskipti
af stjórnmálum og hafa alla tíð verið
baráttumaður fyrir einn stjórnmálaflokk.
— Ymsir hafa haldiS pví fram, aS
stuSningur fólks viS dr. ICristján Eldjárn
stafi af pví aS paS geti ekki unnt dr.
Gunnari Thoroddsen forsetastólsins. Tel-
urSu, aS petta eigi viS rök aS stySjast?
— Nei, bað held ég ekki. Ég er þeirr-
ar skoðunar, eins og sjálfsagt margir aðr-
ir, að Gunnar Thoroddsen hafi marnt
o
gott til brunns að bera, og gæti áreiðan-
lega gegnt forsetaembættinu vel. Það
sem hann hefur einkum á móti sér eru
hin miklu afskipti hans af stjórnmálum,
og eins það, að hann hefur líklega um
langt árabil stef.nt að Bessastöðum. En
þetta ræður ekki afstöðu minni né ann-
arra stuðningsmanna dr. Kristjáns. Við
kjósum hann vegna þess að við viljum
fá hann sem forseta, en ekki endilega
af því að við viljum stuðla að falli dr.
Gunnars. Kristján Eldjárn er að mínum
dómi búinn flestum þeim kostum, sem
forseta mega prýða. Hann er mennt-
aður maður og gáfaður, hlutlaus f
stjórnmálum og ekki sízt einstaklega
alþýðlegur í allri framkomu og tildurs-
laus. Þá hefur hann víðtæka þekkingu
á íslenzkum þjóðmálum bæði fyrr og
síðar og sú bekking ætla ég að sé hald-
betri en einhliða pólitísk reynsla.
Fyrir utan Hafnarbúðir hitt-
um við að máli Guðmund Þórð-
arson járnsmið sem sagði:
— Kristján Eldjárn er að mínum
dómi mjög frambærilegur maður í for-
setaembættið. Hann hefur staðið sig
mjög vel í sinni stöðu, og sýnt þar
og sannað, að hann hefur menntun,
framkomu og hæfileika til að gegna
ábyrgðarstöðu á borð við forsetaembætt-
ið. Og enda þótt ég sé sjálfstæðismað-
ur, finnst mér það ekki koma málinu
við, þegar gengið er að kjörborðinu —
forsetakosningarnar eiga að vera óháð-
:ar flokkspólitík.
Forsetaefni og þjóðvörn
Hinn 1. október 1946 var stofn-
að í Reykjavík félag, er hlaut
nafnið Þjóðvarnarfélagið, og hóf
það strax útgáfu blaðsins Þjóð-
vörn. Ástæðan til þessarar félags-
stofnunar var beiðni Bandaríkja-
stjómar um aðstöðu á Keflavík-
urflugvelli, og fyrir Alþingi lá þá
samningsuppkast um það efni. Þar
sem fjölda manna þótti samnings-
uppkast þetta ekki tryggja nógu
vel óskorðan rétt íslendinga yfir
landi sínu, vair félagið stofnað til
þess að tryggja þann rétt. og berj-
ast gegn hvers konar erlendri á-
sælni.
Að stofnun félagsins stóðu fjöl-
margir þekktir menn úr öllum
stjórnmálaflokkum, og til þess að
menn geti áttað sig á því, hverjir
það hafa verið, skulu hér birt nöfn
þeirra, sem þar fóru fremstir í
flokki:
í fyrstu stjórn Þjóðvarnarfélags-
ins voru: Frú Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir, Bergur Jónsson sakadóm-
ari, Bolli Thoroddsen bæjarverk-
fræðingur, Hákon Bjarnason skóg-
ræktarstjóri, dr. Jón Jóhannesson,
frú Sigríður Eiríksdóttir og séra
Sigurbjörn Einarsson dósent (nú
biskup).
í ritnefnd Þjóðvarnar voru
lengst af: Friðrik Á. Brekkan rit-
höfundur, Hallgrímur Jónasson
kennari, Klemenz Tryggvason hag-
fræðingur, Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörður, Jón Hjaltason stud.
jur., dr. Jón Jóhannesson dósent,
Magnús Finnbogason mennta-
skólakennari, dr. Matthías Jónas-
son, Pálmi Hannesson rektor, frú
Sigríður Eiríksdóttir og séra Sig-
urbjörn Einarsson dósent.
Auk þessara manna skrifuðu
eftirtaldir einnig í blaðið eða stóðu
að félaginu á annan hátt: Ágúst
H. Bjaxnason, Einar Ól. Sveinsson,
Finnur Jónsson, Benedikt. Tómas-
son, Theresia Guðmundsson,
Gylfi Þ. Gíslason, dr. Jakob Sig-
urðsson, Sigurður Magnússon,
Jónas H. Haralz, Bergur Sigur-
björnsson, Eiríkur Pálsson, auk
fjölda annarra.
Eftir þennan lestur ætti mönn-
um að vera ljóst, að félagi þessu
var ekki ætlað að vinna gegn sam-
skiptum íslendinga við aðrar þjóð-
ir, eins og stuðningsmenn Gunnars
Thoroddsen hafa reynt að telja
lcjósendum trú um í málgagni
sínu.
Öll starfsemi félagsins og skrif
Þjóðvarnar miðuðu að því, að rétt-
ar íslands yrði gætt sem bezt og
sjálfstæði landsins yrði tryggt.
Dr. Kristjáni Eldjárn er vissu-
lega sæmd af því að hafa starfað
í þessum félagsskap og þannig
staðið vörð um sjálfstæði íslands
með öðrum mætum mönnum.
Hér eru að lokum birtar nokkr-
ar tilvitnanir, sem lýsa vel þeim
anda sem ríkti við stofnun Þjóð-
varnarf élagsins:
„Mér virðist, að ekki þurfi lengi
að velta vöngum yfir því, að her-
stöðvar erlends ríkis í landi ann-
arrar þjóðar höggva stórt skarð
í umráðarétt hennar yfir landi
sínu.“
„Þótt það veldi, er verndina
takist. á hendur, sé vinveitt oss
og heiti því að forðast íhlutun
um stjórn landsins, liggja í leyni
margvíslegar hættur fyrir sjálfs-
forræði, þjóðerni, tungu, siðferðis-
þrek, hugsunarhátt, álit þjóðar-
innar út á við.“
„Þegar hagsmunir verndarans
og vilji íslands rækjust á, eru all-
ar líkur til að vilji íslands yrði að
víkja.“
„Utanríkisstefna vor hlyti að
verða háð vilja verndarans. Mörg
ríki, smá og stór, verða að vísu
að sætta sig við allt þetta um
skamma stund í styrjöld. En hitt
er frágangssök að semja sig undir
slíkar búsifjar á friðartímum.“
„Við Bandaríkin viljum vér að
sjálfsögðu eiga vinsamlega sam-
búð. En frelsi voru viljum vér
ekki farga. Landsréttindum vilj-
um vér ekki afsala.“
Þessar tilviinanir eru ekki tekn-
ar úr blaðinu Þjóðvöm, eins og
menn kynnu að álíta, heldur úr
ræðu, sem Gunnar Thoroddsen
hélt 1. desember 1945.
Halldór S. Magnússon.