Ný kynslóð - 23.06.1968, Blaðsíða 3
NÝ KYNSLÓÐ
3
— Mér er engin launung á
því, að ég styð Kristján Eldjárn,
segir Georg Tryggvason, stud.
jur. á Akureyri. —
Um embætti forsetans þarf að ríkja
friður og eining og foringjar allra stjórn-
málaflokka þurfa að geta treyst hon-
um jafnt, er liann ber klæði á vopnin.
Það tel ég, að .geti auðveldlega brugð-
izt um fyrrverandi foringja eins stjórn-
málaflokks, hver svo sem foringinn eða
flokkurinn er og hversu einlægur sem
vilji hans til hlutleysis er, því að lengi
lifir í eömlum glæðum.
— Ert þú ekki sem Alþýðuflokks-
maður óánœgður með fyrri stjórnmála-
afskipti Kristjáns?
Síður en svo. Eða hver hefur ekki
á sínum stúdentsárum haldið fram skoð-
unum í stjórnmálum •—- og þá venju-
lega róttækari en síðar varð á lífsleið-
irnii. Það er einmitt eðli ungs fólks að
ö
vera róttækt í skoðunum.
— Hvað segir þú um grein þá, er
blað Alþýðubandalagsins á Austurlandi
birti og endurprentuð var á forsíðu
Þjóðkjörs?
Með það högg fór líkt og mörg önn-
ur, sem hátt er til reitt. Það hitti loft-
ið eitt, því sjá mátti að þessi grein
var rituð 16. febrúar, löngu áður en
nokkuð var vitað um framboð Kristjáns
Eldjárns.
— Nokkuð að lokum?
— Eg tel æskilegt, að um forset-
ann os: embætti hans leiki tildurslaus,
þjóðlegur blær. Eg tel kynni af lífs-
kjörum og hugsunarhætti almennings
í landinu skipta meira máli en afskipti
af stjórnmálabaráttu.
Meðal annars af þessum ástæðum kýs
ég Kristján Eldjárn, eins og ég raun-
ar veit með fullri vissti að þorri ungs
fólks á Akureyri gerir.
Garðar Valdimarsson er stúdent
frá Verzlunarskóla íslands, og
stundar nú nám í lögfræði við
Háskóla íslands. Við hittum
Garðar að máli og spjölluðum
við hann nokkra stund.
— Hvað vilt f>ú Garðar segja um þá
skoðun sumra, að forseti eigi að hafa
pólitíska reynslu að baki?
— Stuðnins:smenn Gunnars Thorodd-
sens benda á, að hann hafi verið alþingis-
maður, borgarstjóri og ráðherra og segja,
■að hann hafi verið stjórnmálamaður það
Jengi, að sjálfsagt sé að kjósa hann fyrir
forseta. Ég ætla ekki að gera lítið úr
stjórnmálahæfileikum Gunnars, en 30.
júní ætlom við ekki að kjósa til Alþingis
eða í bæjar- og sveitarstjórnir. Við ætl-
um að kjósa okkur forseta og í stjórnar-
skránni er hvergi gert ráð fyrir því, að
forsetaembættið sé pólitískt; þess vegna
Skúli Magnússon, húsasmíða-
nemi, hafði þetta að segja um
forsetakosningarnar:
— Strax og Kristján Eldjárn hafði
gefið kost á sér sem forseti var ég ráð-
inn hvern ég mundi kjósa. Ég treysti
honurn manna bezt til að hafa reisn
02; heiðarleika í öndvegi að Bessastöð-
um. Kostir hans eru margir, hann er
þjóðlegur í hugsim, vel mennaður og
ekki hefur falið blettur á starf hans
við Þjóðminjasafnið, þá tvo áratugi sem
hann hefur starfað þar.
eru stjórnmál eða stjórnmálareynsla eng-
inn lykill að því embætti. Forsetaem-
ibættið er eðli sínu samkvæmt ópólitískt
og óhiutdrægt, þess vegna verður því
bezt þjónað með þvx, að í því sitji mað-
ur, sem hveigi hefur verið flokksbund-
inn og er því líklegur til að líta hlut-
lægt á málin í þeim fáu tilfellum, sem
gert er ráð fyrir, að forseti hafi áhrif á
stjórnarmyndanir, án atbeina meirihluta
þings.
Það álíta ýmsir að aldrei fyrr í sögu
lýðveldisins okkar, hafi verið meiri þörf
á einhverju einingartákni. Hvert er þitt
álit?
— Forsetinn á fyrst og fremst að
vera einingar- og virðingartákn þjóðar-
innar. Það tel ég að Kristján Eldjárn
vcrði, nái hann kjöri; fólkið á betur
með að sameinast um forseta, sem aldrei
'hefur tekið þátt í stjórnmálum opinber-
lega.
.* * *
Þyngst á metunum
Eitt helzta deilumálið í yfir-
standandi kosningabarátta hefur
snúizt um, hvort það væri æski-
legt, að forseti íslands hefði tekið
virkan þátt í stjórnmáluin eða
ekki. Einkum hefur verið um þetta
deilt með tilliti til hæfni forsetans
til að leysa hugsanlegair stjórnar-
kreppur. Forsetaframbjóðcndun-
um tveim er mjög ólíkt farið að
þessu leyti, eins og öllum er kunn-
ugt. Annar frambjóðandinn hefur
haft stjórnmál að atvinnu í ára-
tugi. Telja því sumir, að hann sé
vegna reynslu sinnar öðrum hæf-
ari til að koma saman starfshæfri
ríkisst.jórn, ef á reyndi. Hinn fram-
bjóðandinn hefur aftur á móti haft
mjög iítil afskipti af stjórnmálum,
og er hvergi bundinn á flokksbás.
Því telja margir, að slíkur forseti
eigi auðveldara með að meta að-
stæðurnar í stjórnmálunum á hlut-
lægan hátt og öðlast meiri yfir-
sýn yfir þau, heldur en sá, sem
lengi hefur staðið í ófriði stjórn-
málanna. Um þetta hefur mikið
verið rætt og ritað og færð gild
rök fyrir báðum þessum sjónar-
miðurn. Þetta verðuir ekki gert
hér frekar að umræðuefni. En það
held ég sé álit flestra sanngjarnra
manna, að báðum forsetaefnunum
sé vel treystandi til að bregðast
skynsamlega við slíkum aðstæð-
um, hvor þeirra sem fyrir valinu
yrði.
En forseta íslands er ætlað
miklu stærra hlutverlc en það, að
vera milligöngumaður við stjórn-
armyndanir. Forsetinn er æðsti
embættismaður þjóðarinnar og
hlutverk hans er fyrst og fremst
að vera sameiningartákn állrar
þjóðarinnar bæði á velgengistím-
um hennar og ekki síður, þegar
á móti blæs. Við íslendingar er-
um með þeim ósköpum gerðir að
vera innbyrðis sundurlyndir og
ósamþykkir. í ljósi þess verður
ennþá greinilegri nauðsyn þess, að
í liinn tigna sess veljist maður,
sem getur not.ið virðingar og vel-
vildar allrar þjóðarinnar og því
sannarlega orðið það sameiningar-
tákn, sem þjóðhöfðingja ber að
vera. Þetta er það meginatriði,
sem hafa verður ríkast í huga,
þegar hver einstakur gerir það
upp við sig, hverjum hann vill
veita brautargengi til forsetakjörs.
— En hvar er slíkan mann að
finna, sem valdið getur þessu hlut-
verki? Er líklegt, að sá maður
finnist úr röðum íslenzkra stjórn-
málamanna? Mit,t svar við því er
nei. Stjórnmálamenn verða yfir-
leitt alltaf — og ekki sízt á löng-
um og ströngum stjórnmálaferli —
umdeildir meðal þjóðarinnar, og á
þeim hvílir því oftast skuggi þeirra
illdeilna og átaka, sem stjórnmál-
unum fylgja. Þetta er staðreynd,
hvort sem mat fólks á þeim er
réttmætt eða ekki. Það er því
augljóst, hve margfalt erfiðara
það er fyrir umdeildan stjórnmála-
mann að kalla þjóðina undir merki
allsherjareiningar, heldur en fyrir
mann, sem er óumdeildur af stjórn-
málavafstri. — Það, sem hér hefur
verið rætt, leiðir glögglega í ljós,
hvor frambjóðendanna tveggja er
heppilegri sem verðandi forseti ís-
lands. Annar þeirra hefur verið á
oddinum í stjórnmálabaráttunni
áratugum saman. Stjórnmálaaf-
skipti hins frambjóðandans, dr.
Kristjáns Eldjárns, hafa verið
hverfandi hingað til, og hann
hefur öll skilyrði mcð sér, til að
geta sannarlega orðið sameiningar-
tákn þjóðarinnar, og viðhalda
reisn og virðuleik forsetaembætt-
isins. Auk þessa er dr. Kristján
virtur og mikils metinn af öllum
vegna mannkosta sinna, prúð-
mennsku og drenglundar. Hann
hefur þá beztu kosti til að bera,
sem prýða mega þjóðhöfðingja, og
sá íslendingur er vandfundinn,
sem betur er til þess fallinn að
gegna æðsta embætti okkar unga
lýðveldis. Ég mun því veita dr.
Kristjáni Eldjárn stuðning minn
í væntanlegum forsetakosningum.
Gunnlaugur Claessen, stud. jur.
---------------------------------------------------------------------^
Utankiörfundarskrifstofa stuðningsmanna Kristjóns Eldjáms er
í Garðastræti 17, sími 42420. Opin daglega kl. 9—22.
Aðalskrifstofa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns, Bankastræti
6, er opin alla daga frá kl. 9 f. h. til kl. 10 á kvöldin. Sími 83800.
NÝ KYNSLÓÐ — blað ungra stuðningsmanna Ki'istjáns Eldjárns.
Ritnefnd: Halldór S. Magnússon (ábyrgðarm.), Björn Vignir Sigurpálsson, Guð-
rún Egilson, Oddur Olafsson, Olafur Einarsson og Vilhelm Kristinsson,
AfgrciSsla: Bankastræti 6, 2. hæð, sími S3800. — Prentun: Víkingsprent.
s__________________________________________________________________________________/