Ný kynslóð - 23.06.1968, Blaðsíða 4
4
NÝ KYNSLÓÐ
Obundnir af
Nú er loksins gengið til kosninga
hér á landi, þar sem stjórnmála-
flokkarnir eru ekki alls ráðandi.
Hinn 30. júní nk. ganga íslending-
ar að kjörborðinu til að velja for-
seta lýðveldisins. Allir stjórnmála-
flokkarnir hafa lýst því yfir, að
þeir styðji hvorugan frambjóðand-
ann og fylgismenn þeirra séu þess
vegna algjörlega óbundnir. Við
getum fagnað því, að nú er okkur
gefinn kostur á að velja forsetann
án tillits til stjórnmálaskoðana og
láta mannkosti og hæfileika iráða
vali okkar.
Nú hefur sá furðulegi áróður
verið nokkuð hafðir í frammi, að
okkur fylgismönnum Sjálfstæðis-
flokksins beri að styðja frekar ann-
an frambjóðandann, en ég vil
minna á, að strax í upphafi kosn-
ingabaráttunnar lýsti Sjálfstæðis-
flokkurinn því yfir, að flokkurinn
sem slíkur tæki enga afstöðu til
forsetakjörs, enda nýtur dr. Krist-
ján Eldjárn ekki síður stuðnings
Sjálístæðismanna en annarra.
Við stuðningsmenn dr. Kristjáns
viljum lyfta kosningabaráttunni
upp úr dægurþrasi stjórnmálanna.
ílokksviðjum
Dr. Kristján Eldjárn nýtur virð-
ingar og trausts manna og kvenna
úr öllum stéttum og flokkum. Við
stefnum að því að láta drengskap
og göfugmennsku vera meginstoð-
ir undir kosningabaráttunni.
Dr. Kristján Eldjárn er þaul-
kunnugur sögu íslenzku þjóðar-
innar fyrr og síðar. Hann er manna
líklegastur til þess að láta ferskan
blæ lcika um þetta virðulegasta
embætti þjóðarinnar. Fylkjum
okkur undir merki Kristjáns Eld-
járns og gerum sigur hans sem
glæsilegastan.
Magnús Gunnarsson.
A fjórða þúsund manns á kosningaháííð
Ungir stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns héldu kosningahátíð í Ilá-
skólabíói sunnudaginn 16. júní sl. Kosningahátíðin var langfjölmenn-
asti mannfagnaður, sem haldinn hefur verið í bíóinu. Setið var í öllum
sætum og staðið í hverju skoti um allt húsið, bæði í salnum og anddyri.
Fjöldi fólks varð frá að hverfa, þar sem það komst ekki inn í húsið,
en nokkur hundruð manna stóðu fyrir framan húsið allan fundartímann,
og hlýddu á það, sem fram fór í hátölurum, sem komið hafði verið fyrir
utan á húsinu. Það er samróma álit þeirra, sem bezt þekkja til Háskóla-
bíós, að á hátíðina hafi komið hátt í 4000 manns.
Fjölmargir þjóðkunnir listamenn skemmtu á hátíðinni, og fi'mm
fulltrúar ungu kynslóðarinnar fluttu stutt ávörp. Var máli alla þeirra
mjög vel tekið. Að lokum ávarpaði Kristján Eldjárn hátíðina, og síðan
hylltu viðstaddir hjónin Halldóru og Kristján Eldjárn með langvarandi
lófataki. Það er einróma álit þeirra, sem hátíðina sóttu, að hún hefði
farið mjög vel fram, og allur málflutningur þar verið hinn hófsamlegasti.
Sameiningarfákn
Er Kristján Eldjárn gaf kost á sér til forsetakjörs vakti
það verðskuldaða athygli, einkum meðal æskunnar. Þegar
er ljóst að hann nýtur óskoraðs stuðnings unga fólksins.
Skömmu eftir að framboð Ivristjáns var tilkynnt lcomu
ungir menn úr öllum stéttum og stjórnmálasamtökum sam-
an á fund til að leggja á ráðin um, hvernig æskan gæti
stuðlað bezt að sigri Kristjáns Eldjárns í kosningunum
30. júní. Æskulýðsnefnd var komið á fót í Reykjavík og
víða úti á landi eru starfandi hópar ungs fólks við að skipu-
leggja kosningabaráttuna, hver á sínu sviði. I upphafi
kosningabaráttunnar gaf æskulýðsnefndin út kynningar-
bréf um forsetaefni unga fólksins, Kristján Eldjárn, sem
dreift var um allt land. Auk þessarar blaðaútgáfu efndi
æskulýðsnefndin til kosningahátíðar í Háskólabíói síðast-
liðinn sunnudag.
Æskulýðsnefndin lítur svo á, að æskan hafi úrslitavald-
ið í þessum kosningum. Lækkun kosningaaldursins í 20
ár ætti að vera æskunni hvatning til að nota kosninga-
réttinn 30. júní. Ungt fólk á aldinum 20—37 ára fær nú
í fyrsta sinn að velja þjóðinni forseta. Það er ómótmælan-
leg staðreynd, að æskan í dag kýs fremur að með embætti
forseta íslands fari maður, sem er hafinn yfir dægurþras
stjórnmálaflokkanna. Forsetaframbjóðandi, sem verið hef-
ur varaformaður og ráðherra fyrir stjórnmálaflokk upp-
fyllir ekki slík skilyrði. Kristján Eldjárn hefur aftur á móti
ekki verið bundinn í flokkspólitískum samtökum og getur
því með sanni orðið sameiningartákn þjóðarinnar. Æskan
kýs fremur að ferskur blær leiki um embættið á Bessastöð-
um og slíkt verður aðeins tryggt með kosningu Kristjáns
Eldjárns.
Markmið okkar er að gera forsetaefni unga fólksins —
Kristján Eldjárn — að húsbónda á Bessastöðum. Otul
barátta hvers æskumanns á sínum stað getur tryggt sigur.
Kosningasigur vinnst ekki með yfidrepskap, peningaaustri
og sýndarmennsku, heldur með hóflegri og drengilegri bar-
áttu sérhvers stuðningsmanns Kristjáns Eldjárns.
ÆskulýSsnefndin heitir á æskuna í dag a3 tryggja þjóðinni
á morgun verðugt sameiningartákn — með kosningu Kristjáns
Eldjárns í forsetakosningunum 30. júní.
Grétar Snær Hjaltason, skrifstofum.
Gunnar Bjarnason, leikmyndasmiður
Gunnlaugur Claessen, stud. jur.
Helgi Guðmundsson, trésmiður
Ingi B. Arsælsson, stjórnarráðsfulltr.
Kristján Þorgeirsson, bifreiðarstjóri
Magnús Gunnarsson, stud oecon.
Olafur Einarsson, stud. mag.
Sigurður Geirdal, verzlunarmaður
Sigurður Magnússon, iðnnemi
Vilmar Pedersen, útvarpsvirki
Þór Whitehead, stud. phil.